Saga


Saga - 2016, Page 153

Saga - 2016, Page 153
leyfi til að vera lausakona „eftir fornu fari“ (bls. 157). Það sýnir vel að um aðra hugmynd hafi verið að ræða en þá sem tengist flakki og lausgöngurum samtíma hennar, þar eð vísað er til lausamanna eða lausafólks sem greiddi lausamennskutoll og sá fyrir sér sjálft. Sá tollur miðaðist við eignir sambæri- legar við þær sem búandi menn áttu að hafa til að greiða af. kannski mætti segja að með lausamennskubanninu 1783 hafi margir, sem ekki höfðu fast framfæri, orðið að „lausgöngurum“. Lausamönnum 19. aldar megi því hugsanlega líkja við lausgangara og flakkara fyrri alda fremur en að bera þá saman við löglega lausamenn og það fyrirkomulag sem hafði verið til frá miðöldum og gerði ráð fyrir fólki sem sá fyrir sér og var háð sömu „skattleysismörkum“ og bændur. Merking hugtaksins lausa- manns gæti því hafa verið önnur á 19. öld en á fyrri öldum, þótt um sama heiti sé að ræða. eitt sem vísar í þessa átt er hin sígilda umræða um iðni og leti, þar sem hið síðarnefnda er tilefni sífelldra umræðna. Og sú umræða einskorðast ekki við Ísland á þessu tímabili. Um letina hverfist mikið af rökræðunni um skyldur og réttindi, tilvist lausamanna eða lausgangara. Þetta vekur spurn- ingar um hver bar ábyrgð á letinni, einstaklingurinn eða þeir sem voru að aga hann til, eins og áður var nefnt, og er gríðarlega áhugavert viðfangsefni. Áhugavert er einnig að sjá vitnisburði um yfirlýst þekkingarleysi við réttarhöld á þingum sýslumanna, eins og þegar verið var að spyrja sveit - unga eftir lausamönnum í þeirra nágrenni (bls. 212–213). Merkilega fáir könnuðust við lausamenn í sinni sveit, miðað við alla þá umræðu sem ann- ars er að finna um skaðsemi þeirra á 19. öld og vandræði sem af þeim áttu að hafa hlotist. Vitnisburðir úr skjölum Landsnefndarinnar fyrri 1770–71 staðfesta m.a. þessa sýn, en þar lýsa menn t.d. í bréfum sínum til nefndar- innar hvernig lausamenn séu látnir óáreittir, jafnvel af sýslumönnum sjálf- um.6 kannski tóku fleiri þátt í andófinu en andófsmennirnir sjálfir. Sú staðreynd að svo virðist sem yfirvöld hafi séð í gegnum fingur með ólöglega lausamenn, t.d. á seinni hluta 18. aldar, vekur þá spurningu hvort leitin hafi raunverulega beinst að lausgöngurum en ekki lausamönnum. Lausamennskubannið gæti kannski hafa verið notað eins og skattalagabrot á mafíuna, sem leið til að koma böndum yfir lausgangara og flakkara en ekki aðallega þá sem sáu fyrir sér utan vista. Vert væri að ræða nánar og útfæra þetta samspil frekar milli lausamanna og lausgangara, m.a. að skoða betur rökin fyrir því að líta á lausgangara og lausamenn sem einn hóp en ekki tvo, eins og gert er í ritinu. andmæli 151 6 Sjá t.d. Landsnefndin fyrri 1770–1771. I, bls. 365 (Ólafur Jónsson og Bjarni Guðbrandsson, hreppstjórar í Miðfirði, rita greinargerð sem þeir nefna „Íslands skaði og viðrétting“, án dags 1771. Lit. AA. No. 2.) Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 151
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.