Saga - 2016, Page 157
ströngust, þ.e. frá 1783 til 1863“ (bls. 49). Því vekur það nokkra undrun
þegar doktorsefni skrifar: „Þrátt fyrir það veigamikla hlutverk sem vistar-
skylda gegndi í íslensku samfélagi á 18. og 19. öld hefur hún furðu lítið
verið rannsökuð af sagnfræðingum. Ríflega 30 ára gömul bók Guðmundar
Jónssonar, Vinnuhjú á 19. öld, er ennþá eina útgefna fræðiritið á Íslandi sem
einblínir á vistarskyldu sem sagnfræðilegt viðfangsefni“ (bls. 83). en hér er
það semsagt komið aftur á sviðið, í samhengi andófs og valds — meira að
segja sem tímabils-afmarkandi fyrirbæri: Vald og andóf á tímum vistarbands-
ins.
Viðfangsefnið: Um hvað er ritgerðin?
Allt frá því að ég byrjaði að lesa ritgerð doktorsefnis hefur sú spurning verið
áleitin um hvað fyrirliggjandi ritgerð fjallar. Þetta er ekki sagt til hnjóðs eða
haft til marks um óljós markmið heldur til marks um mikilsvert framlag
hennar á ólíkum sviðum, hvort sem horft er til kenninga- og söguspekilegra
þátta eða empirískra rannsóknarniðurstaðna. Spurningunni má svara á
a.m.k. tvennan hátt, allt eftir því frá hvaða sjónarhóli lesandinn horfir, og að
einhverju leyti má segja að ræður andmælenda í dag endurspegli þessar
tvær hliðar.
Fyrra svarið gæti hljómað þannig að hún fjalli um framkvæmd og iðkun
laga og reglna um vistarskyldu búlauss fólks á Íslandi á árunum 1783–1863.
Vistarskyldan er skilgreind sem víðtæk stefnumótun og framkvæmd og er
samofin mörgum þáttum samfélagsins. Sjónum er beint að því hvernig
vinnuhjú og lausafólk reyndu að hafa áhrif á félagslegt umhverfi sitt og
hvernig þau gátu skapað sér svigrúm til sjálfræðis. Rannsakað er hvaða
leiðir þessir hópar nýttu sér til að andæfa valdboði og finna sér leiðir
framhjá regluverki þess í daglegu lífi.
Önnur leið er sú að taka mið af upphafsorðum efniságrips ritgerðar -
innar þar sem doktorsefnið segir:
Í ritgerðinni er ljósi varpað á valdaafstæður í daglegu lífi til sveita á
Íslandi á fyrri hluta 19. aldar. Sér í lagi er fjallað um vistarbandið sem
einn af grunnþáttum félagsgerðar íslensks samfélags á umræddu tíma-
bili. Horft er á valdaafstæður samfélagsins ‚neðan frá‘, með atbeina
undirsáta að leiðarljósi (bls. iii).
Öfugt við fyrra svar eru það valdaafstæður milli ólíkra þjóðfélagshópa sem
eru í forgrunni hér sem viðfangsefni en vettvangurinn sem doktorsefni velur
til að greina þær er framkvæmd laga um vistarskyldu vinnuhjúa og frávik
frá henni, lausamennska. Stigveldi samfélagsins fylgdi togstreita í daglegu
lífi, milli þess sem til var ætlast og þess sem var, núningur sem birtist í því sem
hér er kallað hversdagsandóf. Sjónarhornið á þessa togstreitu, þessar valda-
afstæður, er í þessari rannsókn að neðan og áherslan lögð á það hvernig
andmæli 155
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 155