Saga - 2016, Blaðsíða 169
mennsku. Án tilraunar til að draga stórar ályktanir af viðfangsefninu er þó
hætt við að slík rannsókn yrði upptalningakennd. Við lestur bókarinnar
Women in Old Norse Literature vakna nefnilega ýmsar spurningar sem höf-
undur hefði mátt færa í orð og takast á við.
Þótt meginniðurstaða bókarinnar sé sú að persónusköpun kvenna lýsi
margbrotnum hugmyndum um konur og stöðu þeirra þá virðist umfjöllun
Jóhönnu katrínar og kaflaskipting bókarinnar hins vegar leiða í ljós að í mis-
munandi bókmenntagreinum megi finna nokkrar gjörólíkar staðalmyndir.
Hvaða ástæður gætu legið að baki þessum mun? er það mismunandi ritun-
artími? Ólíkir samfélagshópar sem stóðu að ritun sagnanna? eða er það
eitthvað allt annað? Gott hefði verið að sjá markvissari umfjöllun um þessa
þætti í bókinni, sem stundum verður meira lýsandi en greinandi. ef til vill
lágu þessir þættir utan áhugasviðs höfundar þegar bókin var í smíðum og
færa má rök fyrir því að bókin sé góður upphafspunktur fyrir þá sem hafa
áhuga á þessum spurningum. yfirgripsmikil þekking Jóhönnu katrínar á
efninu og þeim heimildum sem eru til umfjöllunar gerir það þó að verkum
að lesandi hefði mikinn áhuga á skoðunum hennar á þessum álitamálum.
Ragnhildur Hólmgeirsdóttir
STeRBÚSINS FÉMUNIR FRAMTÖLDUST ÞeSSIR. eFTIRLÁTNAR
eIGUR 96 ÍSLeNDINGA SeM LÉTUST Á TÍMABILINU 1722–1820.
Útg. Már Jónsson. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 18. Ritstjórar
Davíð Ólafsson, Már Jónsson og Sigurður Gylfi Magnússon. Háskóla -
útgáfan. Reykjavík 2015. 416 bls. Myndir, heimildaskrá, atriðaskrá.
Már Jónsson hefur undanfarin ár unnið að rannsóknum á afar mikilvægum
heimildaflokki, skjölum sem urðu til þegar yfirvöld komu að uppgjöri dánar -
búa. (Sjá t.d. grein hans, „Skiptabækur og dánarbú 1740–1900. Lagalegar for-
sendur og varðveisla“, Saga L:1 (2012), bls. 78–103; og heimildaútgáfuna
Hvítur jökull snauðir menn. Eftirlátnar eigur alþýðu í efstu byggðum Borgar fjarðar
á öðrum fjórðungi 19. aldar (Reykholti: Snorrastofa 2014.)) Frá 100 ára tímabili,
1721–1820, þekkir hann slík gögn um ríflega 5000 íslensk dánarbú, þar af
nærri 4600 þar sem eignir hins látna — og um leið eignir eftirlifandi maka
— eru taldar upp og metnar til verðs lið fyrir lið. Þessum heimildum gerir
Már samþjappaða grein fyrir (bls. 12–27) í stuttum inn gangi bókar innar,
byggir þar á gríðarmikilli rannsókn sem hlýtur að eiga að birtast sérstaklega.
erindi þessarar bókar er hins vegar að leiða lesendur á vit sjálfra heim-
ildanna með því að leggja fyrir þá ríflegt úrval af uppskriftum dánarbúa.
Hverri uppskrift fylgir stuttur inngangur um hinn látna og hagi hans, oftast
ekki nema 10–20 línur en þó víða byggður á flókinni heimildaleit. Á eftir
ritdómar 167
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 167