Saga


Saga - 2016, Page 179

Saga - 2016, Page 179
vötnum, líklega árin 900–910.“ Út úr þessu les ég að rennan hafi verið skorin í gegnum Heklulag frá 1206 (fremur en landnámslagið frá 871±2). Hún hafi síðan fyllst af mold og eftir það hafi fallið yfir hana gjóska úr Gríms vatna - gosi frá 900–910. Hér hefur eitthvað skolast til. ef fyndist mannvistarlag sentimetrum neðan við gjóskulag frá 934 væri staðurinn farinn að keppa við Reykjavík um upphaf mannvistar og væru það meiri háttar tíðindi. Aftur er vikið að gjóskusýnum tveimur blaðsíðum síðar (bls. 222): „Tvö sýni voru tekin úr rennunni. Fyrra sýnið, gjóskusýni, var tekið þar sem rennan hvarf inn í suðurbakkann á rannsóknarsvæðinu og hið síðara, jarðvegssýni, var tekið norðaustur af þústinni [sem hefur verið lýst á bls. 216–217] (sýni nr. 41–42). Fyrra sýnið rétt ofan við rennuna reyndist vera úr Grímsvatna - kerfinu, hugsanlega frá 1060–1080 en líklega þó eldra. Annar jarðfræðilegur möguleiki er að það sé frá 900–910. Sé tekið mið af niðurstöðu greiningar á sýni nr. 44 … þá er eldri möguleikinn líklegri. Lag nr. 44 reyndist vera nær örugglega eldgjá 934. Lag sem sýni nr. 41 var tekið úr var alls ekki land- námslagið …“ Loks er á bls. 224 ljósmynd af jarðvegs sniði við jaðar rann- sóknarsvæðisins þar sem bent er á Vatnaöldulagið 1477, Öræfajökulslagið 1362, eldgjárlagið 934 og landnámslagið. en ekkert þeirra tengist mann- virkjum á svæðinu. Að öðru leyti er landnámslagið ekki nefnt í frásögninni af uppgrefti bæjarhúsanna. Á blóthússtaðnum svonefnda fannst hins vegar ekkert gjóskulag nema landnámslagið, og var húsið grafið niður úr því og þess vegna augljóslega yngra (bls. 356 og 379). Annars staðar á hólnum lá landnámslagið undir mannvistarminjum. Hversu langt undir segir höfund - ur ekki en ályktar, órökstutt (bls. 379): „Fólk hefur komið á staðinn mjög skömmu eftir að landnámslagið féll 871±2 og yfirgefið hann nálægt árinu 1000.“ Í yfirlitskafla í bókarlok segir svo (bls. 432): „Fólkið í Hólmi hvarf á braut líklega einhvern tímann á 10. öld.“ enn skortir nokkuð á rökstuðning höfundar. Höfuðvandinn er samt sá að okkur vantar skýrara, nákvæmara og umfram allt öruggara yfirlit yfir gjóskulögin á landinu. Ég hef lítið vit á möguleikum á að búa það til en trúi þó ekki öðru en hægt væri með sam- einuðu átaki að komast einhverju lengra en hefur verið gert fram að þessu. Svo þurfa fornleifafræðingar að venja sig af því að nota um tíma orð eins og mjög skömmu, alllöngu eða talsverðu. Þau eru svo ónákvæm. Nokkuð vantar á tæknilegan frágang bókarinnar sem fræðirits. Þannig er sambandið á milli tilvísana í meginmáli og heimildaskrár ekki alveg nógu gott. Til dæmis er á bls. 135 vísað svo í rit: „Sigurðsson o.fl. 2005:162“. Vilji lesandi nota þessa tilvísun til að komast að raun um hvaða rit þetta sé flettir hann auðvitað upp í stafrófsraðaðri heimildaskrá en þar er ekkert rit skráð á Sigurðsson (bls. 466). Til að ráða fram úr vandanum þarf maður að vita fyrirfram að í Noregi starfar íslenskur miðaldasagnfræðingur sem heitir Jón Viðar Sigurðsson því að bókinni er raðað undir nafninu Jón (bls. 447). Af smávillum sem skipta ekki máli vegna meginefnis bókarinnar vel ég aðeins eina. Sem Tungnamaður verð ég að nefna að uppgraftarstaðurinn Hvítár - ritdómar 177 Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 177
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.