Saga - 2016, Page 183
ævi einnar manneskju sem nánast eingöngu hafði skilið eftir sig heimildir í
stjórnkerfinu og í raun hvernig hægt væri að lýsa tímabili í sögu þjóðar út
frá því sem ein af hennar sögupersónum sá og upplifði“ (bls. 188).
Óhætt er að segja að höfundi hafi tekist vel upp með hið fyrrnefnda, þar
sem hann hefur í gegnum stjórnsýsluheimildir rakið helstu æviatriði
Ingiríðar með eftirbreytniverðri nákvæmni og sett fram lífssögu einstaklings
sem er í senn heillandi, spennandi og fræðandi. Í síðarnefnda markmiðinu,
þ.e. að lýsa tímabili í sögu lands og þjóðar út frá reynslu Ingiríðar, kristallast
hins vegar sá meginvandi bókarinnar að óskýrt er hvers konar bókmenntir
er um að ræða. er bókin hugsuð sem aldarfarslýsing, í anda þeirra sagna -
þátta sem Sverrir kristjánsson, Jón Helgason, Hannes Pétursson og fleiri
alþýðufræðimenn skrifuðu við gífurlegar vinsældir upp úr miðri tuttugustu
öld, eða er hún faglegt sagnfræðirit með þeim skráðu og óskráðu reglum
um fagleg vinnubrögð, stíl og framsetningu sem því fylgir? Í bókinni notast
höfundur við stílbrögð beggja greina án þess þó að stíga skrefið til fulls í
hvora átt. Fyrir mér sem ritdómara ríkir fyrir vikið ákveðin óvissa um það
hvaða mælikvarða beri að beita við mat á bókinni og framlagi hennar til
íslenskrar sagnritunar. ef bókin er skoðuð sem sagnaþáttur eða alþýðleg
sagnritun þá er hún býsna góð, þó ég sakni töluvert stílbragða skáldsins
sem leyfir sér að álykta frjálslega um efnið og endursegja atburðarásina,
segja áhugaverða sögu án þeirra þurru og langdregnu tilvitnana í frum-
heimildir og reglulegu yfirlýsinga um heimildaskort sem hér er að finna. Sé
bókin á hinn bóginn ætluð sem faglegt sagnfræðirit skortir töluvert á
nokkur lykilatriði, sem ég hyggst drepa hér á.
Í fyrsta lagi ber lítið á gagnrýninni heimildarýni. einn mikilvægasti þáttur -
inn í starfi sagnfræðings er gagnrýnið mat á þeim heimildum sem hann not-
ar við greiningu sína. Hver bjó heimildina til og af hverju? Fylgdi sköpun
heimildarinnar einhverju fyrirframgefnu sniði eða fastmótuðum reglum?
Hvaða umhverfisþættir við sköpun heimildarinnar gátu mögulega haft
áhrif á innihald hennar og hvernig? Hver tjáir sig í heimildinni, af hverju og
um hvað? Réttarfarsheimildir á borð við yfirheyrslur í dóma- og þingbókum
sýslumanna eru að því leyti ákaflega vandmeðfarnar að þær verða til við
þvingandi aðstæður, þar sem mikið liggur undir, og margir ólíkir aðilar
koma að sköpun heimildarinnar. Frásögnum vitna og sakborninga er stýrt í
ákveðinn farveg af embættismönnum, löggjöf og fleiru og hin yfirheyrðu
hafa jafnframt ríkan hag af því að stilla frásögnum sínum upp með tiltekn -
um hætti. Allt hefur þetta áhrif á innihald heimildanna, framsetningu text-
ans, orðræðuna sem þar er að finna, trúverðugleika vitnisburðanna o.s.frv.
Í bókinni Með álfum eru slík vandamál hvergi rædd, hvorki beint né óbeint.
Þvert á móti eru skýringar Ingiríðar við yfirheyrslur ávallt teknar trúanlegar
af höfundi og endursagðar án nokkurra athugasemda eða frekari greiningar,
jafnvel þó að bersýnilegt sé af umfjöllun bókarinnar í heild að ríkt tilefni er
til efasemda um sannsögli og trúverðugleika Ingiríðar. Aðeins á tveimur
ritdómar 181
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 181