Saga


Saga - 2016, Page 183

Saga - 2016, Page 183
ævi einnar manneskju sem nánast eingöngu hafði skilið eftir sig heimildir í stjórnkerfinu og í raun hvernig hægt væri að lýsa tímabili í sögu þjóðar út frá því sem ein af hennar sögupersónum sá og upplifði“ (bls. 188). Óhætt er að segja að höfundi hafi tekist vel upp með hið fyrrnefnda, þar sem hann hefur í gegnum stjórnsýsluheimildir rakið helstu æviatriði Ingiríðar með eftirbreytniverðri nákvæmni og sett fram lífssögu einstaklings sem er í senn heillandi, spennandi og fræðandi. Í síðarnefnda markmiðinu, þ.e. að lýsa tímabili í sögu lands og þjóðar út frá reynslu Ingiríðar, kristallast hins vegar sá meginvandi bókarinnar að óskýrt er hvers konar bókmenntir er um að ræða. er bókin hugsuð sem aldarfarslýsing, í anda þeirra sagna - þátta sem Sverrir kristjánsson, Jón Helgason, Hannes Pétursson og fleiri alþýðufræðimenn skrifuðu við gífurlegar vinsældir upp úr miðri tuttugustu öld, eða er hún faglegt sagnfræðirit með þeim skráðu og óskráðu reglum um fagleg vinnubrögð, stíl og framsetningu sem því fylgir? Í bókinni notast höfundur við stílbrögð beggja greina án þess þó að stíga skrefið til fulls í hvora átt. Fyrir mér sem ritdómara ríkir fyrir vikið ákveðin óvissa um það hvaða mælikvarða beri að beita við mat á bókinni og framlagi hennar til íslenskrar sagnritunar. ef bókin er skoðuð sem sagnaþáttur eða alþýðleg sagnritun þá er hún býsna góð, þó ég sakni töluvert stílbragða skáldsins sem leyfir sér að álykta frjálslega um efnið og endursegja atburðarásina, segja áhugaverða sögu án þeirra þurru og langdregnu tilvitnana í frum- heimildir og reglulegu yfirlýsinga um heimildaskort sem hér er að finna. Sé bókin á hinn bóginn ætluð sem faglegt sagnfræðirit skortir töluvert á nokkur lykilatriði, sem ég hyggst drepa hér á. Í fyrsta lagi ber lítið á gagnrýninni heimildarýni. einn mikilvægasti þáttur - inn í starfi sagnfræðings er gagnrýnið mat á þeim heimildum sem hann not- ar við greiningu sína. Hver bjó heimildina til og af hverju? Fylgdi sköpun heimildarinnar einhverju fyrirframgefnu sniði eða fastmótuðum reglum? Hvaða umhverfisþættir við sköpun heimildarinnar gátu mögulega haft áhrif á innihald hennar og hvernig? Hver tjáir sig í heimildinni, af hverju og um hvað? Réttarfarsheimildir á borð við yfirheyrslur í dóma- og þingbókum sýslumanna eru að því leyti ákaflega vandmeðfarnar að þær verða til við þvingandi aðstæður, þar sem mikið liggur undir, og margir ólíkir aðilar koma að sköpun heimildarinnar. Frásögnum vitna og sakborninga er stýrt í ákveðinn farveg af embættismönnum, löggjöf og fleiru og hin yfirheyrðu hafa jafnframt ríkan hag af því að stilla frásögnum sínum upp með tiltekn - um hætti. Allt hefur þetta áhrif á innihald heimildanna, framsetningu text- ans, orðræðuna sem þar er að finna, trúverðugleika vitnisburðanna o.s.frv. Í bókinni Með álfum eru slík vandamál hvergi rædd, hvorki beint né óbeint. Þvert á móti eru skýringar Ingiríðar við yfirheyrslur ávallt teknar trúanlegar af höfundi og endursagðar án nokkurra athugasemda eða frekari greiningar, jafnvel þó að bersýnilegt sé af umfjöllun bókarinnar í heild að ríkt tilefni er til efasemda um sannsögli og trúverðugleika Ingiríðar. Aðeins á tveimur ritdómar 181 Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 181
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.