Saga - 2016, Side 186
Þórunn Sigurðardóttir, HeIÐUR OG HUGGUN. eRFILJÓÐ, HARM -
LJÓÐ OG HUGGUNARkVÆÐI Á 17. ÖLD. Stofnun Árna Magnús -
sonar í íslenskum fræðum. Rit 91. Reykjavík 2015. 471 bls. Viðaukar,
myndir, töflur, mannanafnaskrá.
Þessi bók Þórunnar Sigurðardóttur er aukin og endurbætt útgáfa doktorsrits
hennar við Háskóla Íslands frá árinu 2014. Hér er fengist við erfiljóð,
harmljóð og huggunarkvæði 17. aldar, afar áberandi bókmenntaþátt en fram
að þessu lítt rannsakaðan. Um er að ræða tækifæriskvæði vegna fráfalls ein-
hvers nákomins. erfiljóð (e. funeral poems) eru í 3. persónu, greina frá lífi hins
látna og mega kallast opinber kveðskapur; harmljóð (e. funeral elegies) tjá aft-
ur á móti persónulegt samband höfundarins (í 1. persónu) við hinn fram -
liðna, en huggunarkvæði (e. consolation poems) beinast að syrgjendun um sem
eftir lifa. Þórunn hóf rannsókn sína fyrir mörgum árum og hefur kannað alla
varðveitta texta frá tímabilinu, sem flestir eru aðeins til í handritum. Hún
hefur flokkað textana og sett í menningarsögulegt samhengi. Með nálgun
sinni hefur hún því lagt fram mikilvægan skerf til skilnings á íslensku sam-
félagi og íslenskri menningu á árnýöld. Rannsóknin er þannig miklu meira
en hrein fílólógísk umfjöllun um þá þrjá málaflokka sem um ræðir og taldir
eru upp í undirfyrirsögninni. Hún gefur merkilega innsýn í það hvernig á
barokktíma var tekist á við erfiðustu aðstæður, dauða ástvina og náinna
vina eða kunningja, og hvernig bókmenntir voru notaðar í því augnamiði.
Þessi áður óþekkti og lítt rannsakaði tækifæriskveðskapur frá 17. öld getur
miðlað mikilli þekkingu um menningu tímabilsins. Til dæmis er ljóst að
þegar á 17. öld gerði fólk sér grein fyrir lækningarmætti samtalsins, næstum
í samræmi við sálfræðimeðferð nútímans. Þetta kemur greinilega fram í
huggunarkvæðunum, þar sem höfundar ræða um sorgir sínar. Þannig gerir
rannsókn höfundar okkur kleift að sjá í þessum tækifæriskvæðum, sem
kalla mætti „smábókmenntir“ í anda Gilles Deleuze og Félix Guattari, eitt -
hvað mikilvægt og stórt.
Í kafla 1 (inngangi) er fjallað af nákvæmni um umfang og markmið
rannsóknarinnar. Í næstu köflum, 2 (Bókmenntir og samfélag), 3 (Hugtök og
heiti) og 4 (Minningarhefð og huggunarhefð), er almenn aðferðafræðileg
umfjöllun um skáldskap árnýaldar. Í kafla 5 (Bókmenntagreinarnar erfiljóð
og harmljóð), kafla 6 (Blendingar) og 7 (Huggunarkvæði) er farið áþreifan-
legar í skilgreiningar og afmörkun þessarar bókmenntagreinar. kaflar 8–10
fela í sér tilviksrannsóknirnar þrjár og þar sýnir höfundurinn afar vel
hvernig sambandið við ættingjana og félagsleg staða þeirra birtist í erfiljóð -
um, harmljóðum og huggunarkvæðum: Í kafla 8 er sýnt hvernig minning
lærðra manna í Skálholti um hinn unga Þorleif Gíslason frá Hlíðarenda
(1658–1676) kemur fram; í kafla 9 eru erfiljóð Jóns Arasonar í Vatnsfirði
greind; kafli 10 er helgaður ljóðum Jóns Magnússonar í Laufási sem gera
ritdómar184
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 184