Saga - 2016, Blaðsíða 191
GULLFOSS. MØDeT MeLLeM DANSk OG ISLANDSk kULTUR I
1900-TALLeT. Ritstjórar Auður Hauksdóttir, Guðmundur Jónsson og
erik-Skyum Nielsen. Forlaget Vandkunsten. kaupmannahöfn 2015. 455
bls. Myndir.
Í umróti Panamaskjala, misvísandi pólitískra yfirlýsinga og hrókeringa á
stjórnmálasviðinu í apríl 2016 heyrðist því stundum fleygt hvort Íslendingar
réðu yfirhöfuð við að stjórna sér sjálfir og hvort við værum ef til vill betur
sett í dag værum við enn hluti af danska ríkinu. kannski voru þessi ummæli
sett fram í hálfkæringi, kannski ekki. Þau endurspegla engu að síður það
flókna samband sem Ísland hefur lengi átt í við Danmörku og allt það sem
danskt er. Þegar við berum okkur saman við önnur ríki er oft litið til Dan -
merkur, hvort sem um er að ræða samanburð á heilbrigðiskerfinu, viðskipta -
umhverfi eða öðru. Þangað sækja þúsundir Íslendinga framhaldsmenntun
og atvinnu. Í janúar árið 2016 bjuggu tæplega 9000 Íslendingar í Danmörku
(sjá http://www.statistikbanken.dk, skoðað 8. apríl 2016). Margir þeirra
flytja aftur til Íslands og hafa ýmsa danska siði, jafnvel brot úr danskri
menningu, með sér í farangrinum. Fjöldi íslenskra barna hefur fæðst í Dan -
mörku og mörg alast þar upp. Sum þeirra eiga erfitt með að skilgreina eigin
sjálfsmynd út frá þjóðerni, eins og listamaðurinn Ólafur elíasson er gott
dæmi um enda sjaldan nefndur annað en „den dansk-islandske kunstner“ í
dönskum fjölmiðlum.
Svo eru það Danirnir sem annaðhvort fæðast á Íslandi eða flytjast
hingað til lands í leit að atvinnutækifærum, ástinni eða annars konar lífi.
Um þá er ekki eins oft talað. engu að síður hafa þeir haft gífurleg áhrif á
íslenskt samfélag og menningu, eins og nú hefur verið gerð ítarleg grein
fyrir í greinasafninu Gullfoss. Mødet mellem dansk og islandsk kultur i 1900-
tallet sem kom út hjá Forlaget Vandkunsten í kaupmannahöfn 2015 í
ritstjórn Auðar Hauksdóttur, Guðmundar Jónssonar og eriks Skyum-Niel -
sen. Í greinasafninu er fjallað á markvissan hátt um áhrif danskra innflytj-
enda á íslenska menningu og samfélag, sjálfsmynd þeirra og stöðu sem inn-
flytjenda í íslensku samfélagi. Bókin er byggð á viðamiklum rann sókn um
sjö fræðimanna, þeirra Írisar ellenberger, Guðmundar Jónssonar, Christ ina
Folke Ax, Auðar Hauksdóttur, Þóru Bjarkar Hjartardóttur, eriks Skyum-
R I T F R e G N I R
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 189