Gripla - 2021, Síða 57
55
Á G R I P
Frásagnir af nokkrum erkibiskupum Kantaraborgar: Glataður tvíblöðungur úr
Reynistaðarbók fundinn í British Library
Efnisorð: helgisögur, Grímur Thorkelín, Dunstanus saga, Reynistaðarbók, handrit,
enskir dýrlingar
Árið 1787 gaf Grímur Thorkelín, ritari Árnanefndar, Thomasi Astle handritasafnara
tvö pappírshandrit og tvíblöðung úr bókfelli. Síðar komust þessi handrit í Stowe-
safnið og eru þau nú varðveitt í British Library. Pappírshandritin hafa að geyma
texta sem skrifaður er upp eftir handriti í Árnasafni, sennilega af Grími sjálfum.
Skinntvíblöðungurinn er aftur á móti ritaður á fjórtándu öld. Á honum er að finna
samansafn sagna af enskum biskupum, aðallega erkibiskupum Kantaraborgar, og
stuttan formála. Sá sem setti safnið saman hefur notfært sér og aðlagað texta sem
þegar voru til í íslenskri þýðingu, eins og Dunstanus sögu Árna Lárentíussonar.
Ekki eru þó allir textar safnsins varðveittir annars staðar svo vitað sé.
Tvíblöðungurinn er skrifaður af sama skrifara og skrifaði hluta Reynistaðar-
bókar í AM 764 4to og þegar betur er að gáð kemur í ljós að tvíblöðungurinn
hefur upprunalega tilheyrt sama handriti. Aftasta frásögnin á tvíblöðungnum segir
lífssögu heilags Kúðberts en niðurlag sögunnar er að finna efst á bl. 36r í AM 764
4to. Þá er þess getið í handritaskrám Árnasafns sem settar voru saman á fyrsta
þriðjungi átjándu aldar að í AM 764 4to séu sögur af erkibiskupum Kantaraborgar,
en þær er ekki að finna þar núna. Því virðist sem Grímur Thorkelín, sem hafði
greiðan aðgang að handritum Árnasafns, hafi tekið tvíblöðunginn ófrjálsri hendi
áður en hann hélt til Englands, en það varð til þess að textar hans féllu í gleymsku
í meira en tvær aldir.
Í greininni er fjallað um feril tvíblöðungsins og er skrift og stafsetning
skrifarans rannsökuð og borin saman við hönd E í AM 764 4to. Þá eru textarnir
raktir til uppruna síns og vinnubrögð samsetjara safnsins skoðuð. Í lokin er birt
stafrétt útgáfa sagnasafnins sem teygir sig frá Stowe-tvíblöðungnum yfir í AM
764 4to.
S U M M A R Y
Anecdotes of Several Archbishops of Canterbury: A Lost Bifolium from Reyni-
staðarbók Discovered in the British Library
Keywords: legends of saints, Grímur Thorkelin, Dunstanus saga, Reynistaðarbók,
manuscripts, English saints
In 1787, Grímur Thorkelin, the secretary of the Arnamagnæan Commission, gave
the manuscript collector Thomas Astle two paper manuscripts and a parchment
bifolium. After Astle’s death, these manuscripts found their way into the Stowe
ANECDOTES OF SEVERAL ARCHBISHOPS OF CANTERBURY