Gripla - 2021, Side 141
139
titli fyrstu útgáfunnar 1610: Isaaci Nicolai Neveleti Mythologia Aesopica) ef
hann er þá ekki nefndur Romulus elegiacus vegna þess að hann hafði versað
undir elegískum hætti ofannefndar lausamálsföblur eftir Romulus. Lærður
lesandi á 13.–15. öld sem þekkti dæmisögur Esóps á latínu er raunar lík-
legastur til að hafa lesið þær í þessum búningi. Í föblum þessa óþekkta
skálds er 2. dæmisaga um hrafn og ref en sú 15. um úlf og lamb.
Nú vill svo til að leifar íslenskra lestexta á latínu af gerð sem líkist yngri
flokknum af Liber Catonianus eru varðveittar í tveimur skinnbrotum frá
13. öld, Þjms frag 103 og Þjms frag 104. Á þetta benti nýlega norsk fræði-
kona, Åslaug Ommundsen, sem hefur sérhæft sig í ráðningu latínubrota
frá Norðurlöndum.9 Umrædd brot eru tveir tvíblöðungar sem raktir hafa
verið til sömu skinnbókarinnar. Þjms frag 104 geymir tvíhendur úr 4. bók
Disticha Catonis en Þjms frag 103 texta úr dæmisögum Esóps. Dæmisögur
9–11 og 19–20 í þessu safni eru allar heilar en auk þess hafa varðveist brot
úr 8., 12., 18. og 21. dæmisögu. Því miður eru 2. og 15. dæmisagan, þær
sem notaðar eru í Adonias sögu, ekki varðveittar. Ekki þarf samt að efast
um að þær hafi verið í sömu bók þótt nú séu blöðin týnd sem þær voru
skrifaðar á. Ætla má út frá samanburði við heildartexta dæmisagnanna í
prentuðum útgáfum að hann hafi þakið 16 blöð eða 32 blaðsíður í þessu
handriti þegar það var heilt.10 Bókin hefur geymt tvö af verkunum sem
heyra til í Liber Catonianus og þar hafa hugsanlega verið fleiri kvæði, jafn-
vel átta, svo kalla hafi mátt kverið Octo au(c)tores. Við vitum þó aðeins
fyrir víst að í þessari bók voru Disticha Catonis og Fabulae Esopicae. Lítið
er vitað um uppruna Þjms frag 103 og Þjms frag 104 og enginn hefur
hirt um að skrá úr bandi hvaða bóka þessi brot eru komin. Brotin tvö
eru þó örugglega varðveitt á Íslandi og bersýnilega skrifuð þar, líklega
í einhverju Benediktsklaustranna á Norðurlandi, svo sem sjá má af því
hvernig farið er með síðasta bókstaf eða tákn í hverri línu kvæðanna.
Sama aðferð til að skrifa latnesk kvæði er nefnilega viðhöfð í allmörgum
9 Åslaug Ommundsen. „Traces of Latin Education in the Old Norse World,“ Intellectual
Culture in Medieval Scandinavia, c. 1100–1350, ritstj. Stefka G. Eriksen. Disputatio 28
(Turnhout: Brepols, 2016), 252–57.
10 Astrid Marner og Gottskálk Jensson, „Seven pieces of Latin poetry: A study in the mise-en-
page and poetic style of medieval Icelandic-Latin verse,“ Res, Artes et Religio: Essays in honour
of Rudolf Simek, ritstj. Sabine Walther, Regina Jucknies, Judith Meurer-Bongardt og Jens
Eike Schnall (Leeds: Kismet, 2021), 388–93.
TVÆ R DÆ MISÖ GUR ESÓ PS