Gripla - 2021, Qupperneq 202
GRIPLA200
fara menn að yrkja ljóðabréf seint á 16. öld eða snemma á 17. öld. Flest varð-
veitt ljóðabréf eftir íslensk skáld voru ort á móður málinu en einnig má finna
ljóðabréf á latínu enda var skólapiltum í latínuskólunum kennt að yrkja slík
kvæði.2 Efni ljóðabréfanna var gjarnan árnaðaróskir, fyrirbænir, þakklæti,
samúðar kveðjur og siðaboð skapur en einnig voru sagðar fréttir úr heima-
högum skáldsins eða greint frá þeim aðstæðum sem skáldið bjó við.3
Ekki eru mörg ljóðabréf varðveitt eftir séra Einar Sigurðsson í Ey-
döl um svo vitað sé. Þó er vitað um eitt bréf sem Einar orti til Gísla
Oddssonar (1593–1638), sonarsonar síns, árið 1612 en hann var sonur
Odds Einarssonar (1559−1630) Skálholtsbiskups. Gísli varð síðar biskup í
Skálholti eftir föður sinn. Kvæðið hefst á ávarpi og heilsunarorðum: „Gísli
í Guðs varðveislu, [...] fátækan afa sinn ræki / Einar, er heilsar honum“ (1.
er.).4 Svo virðist sem Einar hafi sent Gísla ljóðabréf einu sinni á ári: „Ber
mér eitt sinn á ári, / ættkvíslar blóm Gísli, / senda þér vísu vanda“ (2. er.).
Hann greinir frá því að heimilið skorti ekkert og ræðir um erindi sem hann
átti við móðurafa Gísla, Jón Björnsson (1538–1613) á Grund í Eyjafirði:
„að senda greitt til Grundar / gaf mér svar frómur afi / þinn.“ Erindið
varðaði „tryggðamál“ og „séra Jón“ (4. er.). Hér er örugglega verið að vísa
til bónorðs Jóns Einarssonar (um 1580–1644), sonar skáldsins, um hönd
Guðrúnar Árnadóttur (d. 1619). Hún var fósturdóttir Jóns Björnssonar
á Grund í Eyjafirði en Guðrún og Jón Einarsson gengu í hjónaband árið
1612 og dvöldu fyrsta árið í Eydölum áður en Jón fékk Hof í Álftafirði.5
2 Sigurður Pétursson fjallar um ljóðabréf á latínu í grein sinni „Poeta felicissimus. Latínu-
skáldið Stefán Ólafs son,“ Í ljóssins barna selskap. Fyrirlestrar frá ráðstefnu um séra Hallgrím
Pétursson og samtíð hans sem haldin var í Hallgrímskirkju 28. október 2006, ritstj. Margrét
Eggertsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir (Reykjavík: Listvinafélag Hallgrímskirkju /
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, 2007), 77−88.
3 Sjá um efnisþætti í ljóðabréfum Bjarna Gissurarsonar í Þingmúla: Harpa Hreinsdóttir,
„Ljóðabréf Bjarna Gissurarsonar í Lbs 838, 4to,“ (MA-ritgerð, Háskóli Íslands, 2007),
12–15 o.v. Sjá enn fremur: Þórunn Sigurðardóttir, „„Hverfi til yðar heilsun mín.“ Ljóðabréf
eftir séra Ólaf Jónsson á Söndum,“ Ágústblóm lesin til heiðurs Ágústu Þorbergsdóttur sextugri
9. september 2020 (Reykjavík: Menningar- og minningarsjóður Mette Magnussen, 2020),
94‒95.
4 Kvæðið er prentað í Einar Sigurðsson í Eydölum, Ljóðmæli, Jón Samsonarson og Kristján
Eiríksson bjuggu til prentunar, Stofnun Árna Magnússonar. (Reykjavík: Stofnun Árna
Magnússonar, 2007), 161‒62.
5 Sjá um Guðrúnu Árnadóttur og hjónaband þeirra Jóns Einarssonar: Þórunn Sigurðardóttir,
Heiður og huggun. Erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði á 17. öld (Reykjavík: Stofnun Árna
Magnússonar í íslenskum fræðum, 2015), 175‒83 og Þórunn Sigurðardóttir, „Voices from
the past: Occasional poetry as a historical source,“ Gender, History, Futures. Report from the