Gripla - 2021, Qupperneq 203
201
Þá eru einnig í kvæðinu heilræði til Gísla og fyrirbænir. Í áttunda erindi
kemur fram að með ljóðabréfinu til Gísla fylgi „flokkur Helgu,“ líklega er
átt við vísur til móður Gísla, Helgu Jónsdóttur (1567–1662) biskupsfrúar.
Aftar í erindinu segir: „hennar vakti mig penni / hennar ráð hjálpar minni
/ hugarveiki svo dugi“ og gæti bent til þess að þau hafi skrifast á, Einar og
tengda dóttirin. Líkur eru til þess að Helga hafi verið bæði læs og skrifandi.
Í kvæði séra Ólafs Einarssonar (1573–1651) í Kirkjubæ, annars sonar Einars
í Eydölum, sem hann orti eftir lát Guðrúnar Árnadóttur, mágkonu sinnar
og fóstursystur Helgu biskupsfrúar, kemur fram að Guðrún hafði lært
bæði lestur, skrift og reikning hjá fóstra sínum, Jóni Björnssyni á Grund.6
Gera má ráð fyrir að Jón hafi líka kennt eða látið kenna dætrum sínum
slíkt hið sama.
Gísli Oddsson fæddist 1593 svo hann er 19 ára þegar ljóðabréfið til
hans var samið en eitt ljóða bréf frá honum til Einars afa hans frá árinu
1617, þegar Gísli var orðinn kirkju prestur í Skálholti, er uppskrifað í sama
handriti og umrætt ljóðabréf Einars.7 Gera má sér í hugar lund að ljóða-
bréf þeirra langfeðga hvors til annars hafi verið mun fleiri gegnum árin
en vitað er um og þá er ekki ólíklegt að Einar hafi ort ljóðabréf til fleiri
afkomenda sem hafa þá lent í glat kistunni. Vitnisburð um það má reyndar
finna í Ævisöguflokki skáldsins sem Einar orti 77 ára að aldri árið 1616:
„Elligleði hans / ein var þessi / þá augnaljósið / allt hann missti / að senda
um landið / sína kveðlinga, / með heillavísum / svo hópinn kveðja.“8
Ljóðabréf hafa væntanlega verið send á stökum blöðum eða tvíblöðungum
og því viðbúið að mörg þeirra hafi farið forgörðum í tímans rás, nema
þau hafi verið skrifuð upp í kvæðasöfn eða stungið inn í handrit eða bók.
Bjarni Gissurarson (1621–1712) í Þingmúla, dóttursonur Einars, safnaði
kvæðum sínum saman, þar með töldum ljóðabréfum, og eru kvæði hans
í þremur eiginhandar ritum.9 Frumrit ljóðabréfa hans hafa aftur á móti
XI Nordic Women’s and Gender History Conference, Stockholm, Sweden, August 19-21 2015,
ritstj. Daniel Nyström og Johanna Overud. SKOGH. Sveriges kvinno- och genushistori-
kers skriftserie, nr 2 (Stokkhólmur: SKOGH, 2018), 121−30.
6 Þórunn Sigurðardóttir, Heiður og huggun, 187. Sjá 10. erindi kvæðisins.
7 JS 133 8vo, bl. 238r−39v. Ljóðabréfið hefur Gísli sent afa sínum á árinu 1617. Kvæði Einars
til Gísla er á bl. 237r−38r. Sjá Einar Sigurðsson í Eydölum, Ljóðmæli, 260.
8 Einar Sigurðsson í Eydölum, Ljóðmæli, 138.
9 Sjá um kveðskap séra Bjarna: Jón Samsonarson, „Séra Bjarni Gissurarson í Þingmúla. Ævi
hans og kveðskapur,“ (Magistersritgerð, Háskóli Íslands, 1960).
FRUMTIGNARVÍ SUR