Gripla - 2021, Page 205
203
Ljóðmælandi (skáldið) ávarpar son sinn aftur í 8. erindi: „finnur þú,
sonur minn“ og í þriðja sinn í 11. erindi: „Hvör sem þér, sonur kær.“
Ávörpin ásamt lokaorðum kvæðisins: „á enda skulu ljóð send“ (12. erindi)
staðsetja kvæðið innan bókmenntagreinarinnar ljóðabréf en hvergi kemur
þó fram hver orti eða til hvers. Meginröksemd mín fyrir því að eigna séra
Einari ljóðabréfið og tilfæra séra Gísla son hans sem viðtakanda er hug-
takið frumtign sem er ekki aðeins skýrgreint í upphafi kvæðisins heldur
einnig notað í titli þess. Einar notar þetta orð um Gísla í tveimur þekktum
kvæðum sem hann orti um börn sín og aðra afkomendur. Nú var Gísli ekki
elsti sonur skáldsins, hann átti tvo eldri bræður, Odd og Sigurð, en hann
var elsti sonur móður sinnar sem var seinni kona Einars. Einar virðist telja
frumtign komna frá móður, eins og sést í kvæðinu Barnatöluflokki sem
hann orti skömmu fyrir andlát sitt:
Af móðurlífi fyrst fæðist
frumtign svo að eignist
Gísli minn, sá er að sönnu
sæmdarprestur hið vestra,
Vatnsfjarðar hár hirðir […]. (23. er.)15
Í hinu kvæðinu, Þakklætis bæn fyrir barnaheill, segir hann um Gísla:
Gísla bið eg guðhræðslu
og grandalaust veitist andi,
drottinn Guð ráð hans rétti,
svo réttinn eignist frumtignar. (18. er.)16
Rétturinn virðist ekki vera skilyrðislaus og getur Guð ráðstafað honum:
„eignast því þá tign / þeir sem Guð ann meir,“ eins og segir í öðru erindi
ljóðabréfsins í Lbs 847 4to. Í Fyrri kroníku bók, 6. kafla, er talað um Rúben
„frumgetna sonar Ísraels því hann var fyrsti son Ísraels,“ sem „saurgaði síns
föðurs sæng“ og var þess vegna frumtign hans gefin öðrum.17
Þessi tvö dæmi sitt úr hvoru kvæðinu má nota sem rök fyrir því að
ljóðabréfið Frum tign ar vísur í Lbs 847 4to kunni að vera ort af Einari
15 Einar Sigurðsson í Eydölum, Ljóðmæli, 143.
16 Einar Sigurðsson í Eydölum, Ljóðmæli, 152.
17 Guðbrandsbiblía: Biblia. Þad Er Øll Heilóg Ritning vtlógd a Norrænu (Hólum í Hjaltadal,
1584).
FRUMTIGNARVÍ SUR