Gripla - 2021, Page 209
207
Í fyrra ljóðabréfinu, „Nú koma aðrar,“ kveður við allt annan tón en í
Frumtignarvísum. Hér ríkir jákvæðni og bjartsýni. Sonur ljóðmælanda
hefur sótt frumtignarsóma sinn og Guð mun prýða „Gísla höfuð ættkvísl-
ar“ gæfu.25 Í öðru erindi kemur fram að Guð hefur heitið þeim sem fæðist
fyrstur af móðurlífi sérstakri blessun. Sú blessun verður ekki af honum
tekin. Ljóðmælandi fullvissar viðtak anda um að orð sín séu í samræmi
við trúna og hvetur hann til að taka við „heiðri maktar,“ enginn muni vaða
yfir hann og hann muni hljóta velþóknun allra (3. er.). Hugsanlega mætti
lesa þetta kvæði sem heillaóskir til sonar sem nýlega hefur hlotið verðugt
embætti. Það fær frekari staðfestingu í fjórða erindi þar sem þess er beðið
að auður viðtakanda muni tvöfaldast með aldrinum og börnum hans og
eiginkonu einnig beðið blessun ar. Að lokum er beðið fyrir gæfuríkri ævi
viðtakanda, brúðar hans og barna. Engu líkara er en að verið sé að tala til
ungs fjölskylduföður.
Þriðja kvæðið, „En þessar eiga með að fylgja,“ sem aðeins er þrjú erindi,
er óræðara en hin tvö en greinilega er verið að hvetja til samheldni gegn
illskuráðum og trausts til velþóknunar Guðs. Þetta kvæði er því skyldara
Frumtignarvísum efnislega en styttra kvæðinu sem er á milli.
4 Handritið Lbs 847 4to og varðveisla ljóðabréfanna
Ljóðabréfið Frumtignarvísur og fylgikvæði þess hafa aðeins varðveist í einu
handriti, Lbs 847 4to, sem skrifað var árið 1693 eftir því sem segir á titil-
síðu. Ekki er greint frá því hver skrifaði, fyrir hvern eða hvar. Páll Eggert
Ólason getur sér þess til að bókin sé skrifuð undir handarjaðri Magn-
úsar Jónssonar (1637–1702) í Vigur.26 Greinarhöfundur telur þá tilgátu
sennilega enda ýmislegt sem bendir til þess að handritið sé skylt annarri
kvæðabók sem sannar lega var skrifuð á vegum Magnúsar. Skyld leikinn er
bæði efnislegur og svo eru rithendur áþekkar. Þessi kvæðabók hefur safn-
markið JS 583 4to og var, eins og segir á titilsíðu, „samanhent og aðdregin
af virðug legum og ættgöfugum h. manni Magnúsi Jónssyni á Vigur.“
Ártal hefur trosnað af en Páll Eggert telur handritið skrifað um 1690 eða á
svipuðum tíma og Lbs 847 4to, handrit Frumtignarvísna.
25 Þetta er þá fjórða kvæðið þar sem séra Einar tengir Gísla son sinn við hugtakið frumtign, sé
það honum rétt eignað.
26 Páll Eggert Ólason, Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins I (Reykjavík, 1918), 372.
FRUMTIGNARVÍ SUR