Gripla - 2021, Page 238
GRIPLA236
er Skarðsárannáll valdeflandi tæki sem sýnir lesendum hvað einkennir
„okkur“ gagnvart umheiminum. Hann er saminn með það í huga að tengja
hann beint við eldri annála og mynda þar með óslitna heildarfrásögn. Ekki
fer á milli mála að þessi frásögn á að snúast um hæga og bítandi hnignun.
Harmleikurinn fyrir austan
Erika Sigurdson hefur bent á að í íslenskum annálum frá miðöldum megi
finna ýmsar heildstæðar frásagnir og á þetta svo sannarlega einnig við um
Skarðsárannál.39 Eins og dæmið sem Sigurdson rekur er atburðarásin tví-
skipt, en tvær frásagnir frá mismunandi tímum og stöðum eru settar hlið
við hlið til þess að mynda stærri heild.40 Annálsgreinin er það löng að henni
hefur verið skipt hér í tvo kafla þótt vissulega sé um að ræða óslitinn þráð í
Skarðsárannál. Textinn er birtur eins og í útgáfu Hannesar Þorsteinssonar
en getið er um smávægilegan orðamun við aðaltexta Hannesar (Lbs 40 fol.)
í neðanmálsgreinum:
Anno 1553. Verður Eggert Hannesson hirðstjóri. Ormur er þá lög-
maður fyrir norðan, en Erlendur fyrir sunnan.
Í þann tíma bar svo við: Austur á landi bjó einn maður, er Bjarni
hét. Hann átti nokkur piltabörn við konu sinni. Bjarni var hvers-
dagslega gæfur maður og ráðvandur, en kona hans sinnisstærri og
málhrópssöm. Piltar þeirra voru gangfráir, er þetta bar við. Það
var máltæki þessarar konu og hótan við drengina, er þeim varð á
nokkuð, eður breyttu af hennar vilja, að hún sagðist skyldi skera
undan þeim sköpin. Þessa hætti hennar hugfestu sveinarnir, og
nefndu þetta hver41 við annan. Svo bar við eitt sinn, er þau hjón
voru að heyverki, en börnin við hús að leik sínum, að yngri pilturinn
misþóknaðist þeim eldra, svo sá hinn elzti hótaði honum að skera
af hans sköp, ef hann gerði ekki að. Hinn yngri gegndi því ekki, og
fékk hinn sér þá hníf, og lagði þann yngra niður, og skar af honum
hans leyndarlim og dó svo það barnið. Kom þá móðirin að, sá hvað
um var, og varð bæði hrygg og reið, og sló drenginn þann, sem
39 Sigurdson, „The Church in Fourteenth-Century Iceland,“ 72–74.
40 Sigurdson, „The Church in Fourteenth-Century Iceland,“ 74–75.
41 Lbs 40 fol. (66v): hver] huor.