Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2021, Síða 22

Víkurfréttir - 16.12.2021, Síða 22
Knattspyrnukona Sveindís Jane Jónsdóttir býst við að jólin í ár verði þau skemmtilegustu hingað til en hún og Siggi, kær- asti hennar, hafa staðið í stórræðum að undanförnu þar sem þau eru að koma sér fyrir í Þýskalandi en þangað fluttu þau í byrjun mánaðar þar sem Sveindís er gengin í raðir Wolfsburg, eins besta knattspyrnuliðs í heimi. Hvernig hagar þú jólagjafainn- kaupum? Áður en ég flutti út þá fórum ég og Anna Sigga systir mín oftast bara í Kringluna eða Smáralindina til þess að versla jólagjafir handa fjöl- skyldunni – en núna þá versla ég það sem ég get hér í Þýskalandi og svo restina klára ég á Íslandi. Hvað með jólaskreytingar, eru þær fyrr í ár? Ég og Siggi erum ekki byrjuð að skreyta neitt núna heima í Wolfs- burg en við kannski gerum hana aðeins „jólakósí“ núna á næstu dögum – en þegar við komum heim til Íslands býst ég við því að það sé búið að skreyta eitthvað aðeins heima. Skreytir þú heimilið mikið? Ég hef aldrei þurft að hugsa um það mikið sjálf fyrr en núna. Það verður þá bara að koma í ljós hvort ég skreyti mikið í fyrsta skipti í minni eigin íbúð. Bakarðu fyrir jólin og ef hvað þá helst?Áttu þér uppáhaldssmáköku? Ég elska að baka en það er ekki af því að ég er góð í því, langt því frá, en ég fæ oft skemmtilegar upp- skriftir frá besta bakara Evrópu sem er engin önnur en Elenora Rós, vinkona mín. Uppáhaldssmákök- urnar mínar eru lakkrístoppar sem einhver annar en ég baka þar sem mér tekst eiginlega alltaf að klúðra þeim þegar ég baka þá sjálf. Eru fastar jólahefðir hjá þér? Nei, ég get ekki sagt að það séu ein- hverjar fastar hefðir. Hvernig er aðventan – hefðir þar? Eins og ég segi þá er engin sér- stök hefð nema að við fjölskyldan höfum það bara mjög næs. Ég og systir mín erum duglegar að baka smákökur. Við systurnar sjáum svo um að borða allt nammið á heimilinu og allar kökurnar sem við bökuðum. Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir? Áttu skemmtilega jólaminningu? Mér finnst alltaf gaman um jólin, það eru engin sérstök jól sem ég man betur eftir en einhver önnur. Ætli jólin í ár verði ekki þau allra skemmtilegustu hingað til, þar sem ég hef ekki hitt fjölskylduna mína núna í svolítinn tíma. Hefurðu sótt messu um jólahátíð- irnar í gegnum tíðina? Já, við fjölskyldan höfum sótt í Baptistakirkjuna sem er á Fitjum. Yndislegt fólk sem er þar að kenna um kristna trú. Eftirminnilegasta jólagjöfin? Ég er alltaf ánægð með allar jóla- gjafir, allt sem ég hef fengið er eftir- minnilegt. Er eitthvað sérstakt sem þig langar að fá í jólagjöf? Þetta er alltaf erfiðasta spurning sem ég fæ í desember af því að mig vantar ekkert og veit því ekki hvað ég vil fá í jólagjöf. Hvað verður í jólamatinn hjá þér á aðfangadagskvöld? Eru hefðir í mat? Alltaf hamborgarhryggur heima hjá mömmu og pabba. Hvernig var árið 2021 hjá þér og þinni fjölskyldu? Hvert var farið í sumarleyfi? Árið var frábært, mjög viðburða- ríkt og margar nýjar áskoranir. Ég fór til Íslands í sumarfríinu mínu, það var alveg æðislega gaman. Tekst að klúðra þegar hún bakar þá sjálf lakkrístoppunum Flutti með Sigurði Inga, kærastanum mínum, til Svíþjóðar til að spila fótbolta með Kristianstad. Siggi var sáttur með eplatréð í garðinum okkar. Siggi knúsar mömmu sína, Guðjónínu Sæmundsdóttur. Núna er ég mætt til Wolfsburg þar sem ég spila fótbolta. Íris Una Þórðardóttir, Katla María Þórðardóttir, Anna Ingunn Svansdóttir og ég. Midsommar var haldið heima hjá Betu þjálfara í Kristianstad, það var æði. (Elísabet Gunnarsdóttir, ég, Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, Kristín Hólm Geirsdóttir) Siggi, ég, Anna Sigga Jónsdóttir (systir mín), Eunice Quayson (mamma). Fórum til Íslands í smá sumarfrí Ég fór með landsliðinu í góða veðrið á Kýpur Mögnuðu ári að ljúka hjá Sveindísi Jane Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Svava Rós Guðmundsdóttir og ég. Svava Rós Guðmundsdóttir og ég. 22 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum Í 40 ár
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.