Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2021, Blaðsíða 88

Víkurfréttir - 16.12.2021, Blaðsíða 88
Ólöf Rún er uppalin hjá Grindavík en spilar með liði Keflavíkur í dag. Eitt eftirminnilegasta atvikið frá sínum ferli segir Ólöf vera þegar hún skoraði þrist á lokasekúndum úrslitaleiks Íslandsmóts ... einmitt gegn Keflvík. Hún svaraði nokkrum laufléttum spurningum Víkurfrétta. Hefurðu fasta rútínu á leikdegi? Rútínan er breytileg milli leikja en ég fer alltaf upp í hús að skjóta um morguninn á leikdegi og ef leikurinn er seint að þá legg ég mig í svona 30–40 mínútur áður en ég fæ mér góðan hádegismat. Mæti svo vel gíruð upp í íþróttahús og fæ pepp skilaboð frá pabba. Hvenær byrjaðir þú í körfu og af hverju valdirðu körfubolta? Ég byrjaði í körfu þegar ég var um átta ára og fannst mjög gaman – og finnst ennþá mjög gaman í körfunni. Hver er besti körfuboltamaður allra tíma? Jordan og svo er Curry svakalegur skotmaður. Hver er þín helsta fyrirmynd? Ég leit mikið upp til Ingibjargar Jakobsdóttur og var heppin að fá að spila með henni á mínum fyrstu meistaraflokksárum. Hún var svaka- lega mikill leiðtogi og mikill karakter fyrir liðið sitt og ég sá strax að það skiptir gríðarlega miklu máli að hafa svona leikmann í hópnum. Hvert er eftirminnilegasta atvikið á ferlinum? Að lenda í þriðja sæti á NM með U-16 landsliðinu. Það var líka eftir- minnilegt þegar við unnum íslands- meistaratitilinn í 9. flokki þar sem að við vorum að tapa með tveimur stigum á móti Keflavík og ég skoraði þrist þegar u.þ.b. tuttugu sekúndur voru eftir, Keflavík fór svo í sókn og klúðraði tveimur lay-upum og við unnum leikinn – hrikalega sætur sigur. Mun líka seint gleyma því þegar ég sleit krossband, eitt- hvað það versta og erfiðasta sem ég hef lent í á mínum ferli. Hver er besti samherjinn? Upp yngri flokkana var alltaf gott að hafa Öndru Björk með mér í liðinu, hún er algjör nagli og hún var þannig leikmaður að það er frábært að hafa hana með þér í liði en vilt helst ekki hafa hana á móti þér. Hver er erfiðasti andstæðingurinn? Dettur engin ein í hug, rosalega margar sem eru góðar. Hver eru markmið þín á þessu tímabili? Markmiðin mín eru að halda áfram að bæta mig sem leikmann, bæði í vörn og sókn, og vera frábær liðs- félagi. Hvert stefnir þú sem íþrótta- maður? Ég stefni á að spila körfubolta á meðan ég hef gaman að því og hver veit hvaða tækifæri bjóðast í fram- tíðinni. Hvernig væri fimm manna úrvalslið þitt skipað með þér? Ég og Anna Ingunn Svansdóttir á köntunum, Dani Wallen og Helena Sverrisdóttir undir körfunni og Katla Garðarsdóttir dripplari. Fjölskylda/maki: Ég er yngst af fjórum systkinum og bý hjá mömmu og pabba. Hvert er þitt helsta afrek fyrir utan körfuboltann? Ég kláraði framhaldsskóla á tveimur árum. Áttu þér áhugamál fyrir utan körfuboltann? Mér finnst mjög gaman í golfi og að lyfta. Ég er í námi við Háskólann á Akureyri í viðskiptafræði, sem ég hef mikinn áhuga á, og svo er ég einnig að læra macros næringar- þjálfun og hef mikinn áhuga á öllu tengdu næringu. Ef þú ætlar að gera vel við þig, hvað gerirðu? Ég hugsa að ég myndi fá mér eitthvað gott að borða, horfa á eitthvað skemmtilegt og slaka á – jafnvel fá mér ís líka. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Naut og Bearnaise klikkar aldrei, svo er snitsel hjá mömmu eitthvað það besta sem ég fæ og verð eigin- lega að minnast á humarinn hjá pabba. Ertu öflug í eldhúsinu? Já ég er öflug í eldhúsinu og finnst gaman að elda eitthvað gott. Býrðu yfir leyndum hæfileika? Systkini mín geta staðfest að ég er dugleg að syngja heima ... við mis- góðar undirtektir. Er eitthvað sem fer í taugarnar á þér? Óstundvísi og skipulagsleysi fer í taugarnar á mér. NAFN: ALDUR: ÓLÖF RÚN ÓLADÓTTIR 20 ÁRA (FÆDD ÁRIÐ 2001) TREYJA NÚMER: STAÐA Á VELLINUM: 15 SKOTBAKVÖRÐUR MOTTÓ: ÉG TRÚI ÞVÍ AÐ ALLT GERIST AÐ ÁSTÆÐU OG AÐ HVER DAGUR BÝÐUR UPP Á NÝ TÆKIFÆRI Er dugleg að syngja heima Fitjabakka Njarðvík ódýrt bensín Aðalgötu Keflavík ódýrt bensín Fitjabakka 2-4 Básinn Vatnsnesvegur 16 Starfsfólk Olís óskar Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir viðskiptin og samskiptin á árinu sem er að líða. sport
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.