Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2021, Qupperneq 33

Víkurfréttir - 16.12.2021, Qupperneq 33
Jónshús í Kaupmannahöfn hefur verið í eigu Alþingis frá árinu 1966 er Carl Sæ- mundsen stórkaupmaður gaf það í minn- ingu Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur. Þau hjón bjuggu í húsinu frá árinu 1852 allt til dauðadags, 1879. Húsið er við Øster Voldgade 12. Árið 1970 hófst rekstur í húsinu. Þar er nú félagsheimili Íslendinga í Kaupmannahöfn, sýning er á 3.hæð um heimili Ingibjargar og Jóns. Tvær íbúðir fyrir fræðimenn og bókasafn er í kjallara hússins. Íslendingafélagið, íslenski söfnuðurinn, íslenski skólinn, kórar og margir fleiri hafa aðstöðu í húsinu. Þá er íbúð um- sjónarmanns í húsinu, en þar var áður íbúð sendiráðsprests sem gegndi þá jafnframt stöðu umsjónarmanns hússins. Á skilti utan á Jónshúsi stendur: Jón Sigurðsson átti hér heimili frá haustinu 1852 og dó hér 1879. „Óskabarn Íslands, sómi þess, sverð og skjöldur“. Jónshús í Kaupmannahöfn nýtt sem slíkt. En auðvitað er það samt bara brot af þeim mikla fjölda Íslendinga sem gista í borginni eða nágrenni hennar en fjöldinn sveiflast nokkuð.“ Margir hittast í Jónshúsi Halla segir að margir hópar stundi Jónshús í hverri viku og til dæmis eru sex kórar sem koma þangað regluega, nærri tvö hundruð manns, bara til að syngja í kór. Ekki fyrir löngu varð til hópur heldri borgara og þeir koma mest á daginn til að hittast, fá sér kaffi saman og borða, þá gjarnan íslenskan mat og eru líka stundum með fræðsluerindi. „Þau voru nýlega með plokkfisk og slátur, svona þjóðlegt. En svo má ekki gleyma því að í húsinu er móð- urmálsskóli, íslenskuskóli og í því er fermingarfræðsla og sunnudaga- skóli. Þá er spilavist og pöbbkviss og stundum koma trúbatorar. Tveir stórir kvennahópa eru með reglulega hittinga, félag kvenna í atvinnulífinu og Katla Nordica sem eru ungar stelpur. Svo koma knattspyrnu- áhugamenn og horfa á fótbolta. Svona gæti ég lengi talið áfram. Á einni hæðinni af fjórum í húsinu er ágætur salur og þar getur fólk verið með hinar ýmsu uppákomur en þó ekki einkapartí. Nýlega opnaði Fjóla Jónsdóttir, keflvísk listakona og maður hennar myndlistarsýningu. Sú sýning verður til áramóta og þá tekur ný sýning við. Við erum búin að bóka fullt af sýningum á næsta ári sem er mjög skemmtilegt.“ Á stór Kaupmannahafnarsvæðinu búa á milli fjögur og fimm þúsund manns en tólf þúsund í allri Dan- mörku. Halla segir að hún geti sparað mörgum sporin þegar til hennar er leitað af fólki sem er nýflutt eða er að flytja í borgina. „Það lenda margir í því sama sem það vantar svör við, og það vill svo til ég ég á svör við mörgum slíkum spurningum.“ Það vita sem sagt nær allir Ís- lendingar sem flytja til Köben að Halla eigi svörin. Hún segir að þegar hún hafi byrjað hafi hún fljótt farið að nýta sér samfélagsmiðla og komi upplýsingum og fréttum á framfæri þar. „Ég er ekkert feiminn við það þó ég verði að nota mig sjálfa í því. Aðal málið er að koma skilaboðunum áfram og þá neyðist ég oft að nota mig sjálfa.“ Stundvísir og kurteisir Halla og Hrannar hafa búið líka í Þýskalandi, Bretlandi og Akureyri auk Keflavíkur en hvernig kúlturinn í Danmörku? „Auðvitað er sinn siðurinn í hverju landi. Okkur leið mjög vel í Þýskalandi þar sem við vorum ung í námi en ég myndi ekki vilja búa þar og sama má segja um Bretland en í Danmörku hefur okkur liðið vel frá fyrsta degi. Það er eitthvað við Danina. Ég held að kúlturinn þeirra henti mér mjög vel. Við mættum læra helling af Dönum en jú þeir kannski líka af okkur en heilt yfir þá eru þeir mjög fínir. Eitt af því sem mér finnst þeir hafa framyfir okkur er stundvísi. Fyrstu árin vorum við alltaf að mæta of seint. Í stórri borg þarf að huga að því og líklega er það eitthvað í Íslendingum. Það er svo stutt á mili staða heima á Íslandi og það hefur líklega áhrif á þetta en í stórborg þarf maður að huga betur að þessu. Þar tekur lengri tíma að fara á mili staða. Íslenska leiðin er svolítið þannig að maður leggur af stað þegar maður á að mæta. Þegar við erum að hitta hópa er mikilvægt að vera ekki seinn. Danir eru aldrei seinir. Þeir eru mjög stundvísir.“ Halla segir að Danir séu líka „opnari“ en Íslendingar og það hafi þau uppgötvað í hinum ýmsu mann- fögnuðum eða matarboðum sem þau hafi sótt. „Það er mjög sérstakt að koma í boð eða hóf og þegar maður kemur á staðinn kemur fólk að manni, heilsar og vill kynnast manni. Þetta kom okkur svolítið á óvart, sér- staklega til að byrja með þegar við vorum að mæta of seint. Þá voru allir komnir og þegar við mættum til leiks kom fólk að okkur, kynnti sig og fór að spyrja okkur. En svo er þetta algerlega frábært og mjög skemmtilegt á meðan Íslendingar eiga það meira til að tala bara við þá sem þeir þekkja.“ Virðing fyrir vinnutímanum Það er ekki hægt annað en að spyrja út í vinnukúlturinn í Kaupmanna- höfn. Er það rétt að fólk fái sér bjór eða áfengi í vinnunni á daginn eða er þetta gömul mýta? „Vinnukúltúrinn er aðeins öðru- vísi. Danir mæta snemma í vinnu og eru mjög duglegir en eru ekki með þennan langa vinnudag eins og þekkist á Íslandi. Danir fara í há- degismat (frokost), fá sér smurbrauð og það er eiginlega ekki gert nema með því að skola því niður með bjór. Það er líka mikil hefð fyrir því að veita vín í öllum veislum og mann- fögnuðum. En iðnaðarmenn vinna ekki á kvöldin. Þeir mæta stundvís- lega og snemma, vinna vel og hætta flestir um klukkan þrjú. Danir bera mikla virðingu fyrir vinnutímanum.“ Hrannar og Halla virða fyrir sér rúmin sem Jón Sigurðsson og Ingibjörg sváfu í. Þau eru ekki stór. Glæsilegt sýning um heimili hjónanna er í Jónshúsi. Forsetahjónin kíktu við í Jónshúsi. Ritstjóri Víkurfrétta skrifaði í gestabókina á skrifstofu Jóns Sigurðssonar. Íslensku jólasveinarnir eru margir í Jónshúsi en þeir eru eftir Kolbrúnu Guðjónsdóttur úr Keflavík. Halla inni í aðalsal Jónshúss sem notaður er til hittinga og sýninga. VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum Í 40 ár // 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.