Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2021, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 16.12.2021, Blaðsíða 6
Baldvin Njálsson stilltur og stefnir í met hjá Grímsnesi Síðasti pistill fjallaði að nokkru um nýjan frystitogara Nesfisks, Baldvin Njálsson GK. Eins og sást í myndbandinu sem fylgdi síðasta pistli, sigldu Víkurfréttir með skipinu frá Keflavík og til Hafnar- fjarðar, þar sem tekin voru veiðar- færi og fleira. Skipið fór á miðin og beint vestur á Hala og var þar í nokkra daga kom aftur til Hafnar- fjarðar. Þaðan fór hann aftur út og þá á Reykjaneshrygg og síðan aftur til Hafnarfjarðar. Mikil tækni er í nýja skipinu og þessar ferðir hafa verið farnar til þess að stilla allan búnað sem er um borð í skipinu. Enn sem komið er hefur togarinn ekki landað afla. Þó er búið að færa á skipið kvóta, alls um 770 tonn miðað við þorskígildi. Mestur hluti þess kemur frá Benna Sæm GK, eða 260 tonn af þorski, 325 tonn af karfa og 50 tonn af ýsu. Frá Sóley Sigurjóns GK koma 500 tonn af ufsa. Áhugavert verður að fylgjast með hvernig Nesfiskur mun ráðstafa kvótanum sínum, því við síðustu út- hlutun fékk Nesfiskur alls um 11.200 tonn af kvóta miðað við þorskígldi og nokkuð merkilegt er að drag- nótabáturinn Sigurfari GK er alveg kvótalaus, fær enga úthlutun, heldur er kvótinn færður af hinum afla- marksskipunum yfir á Sigurfara GK. Nóg um þetta, lítum aðeins á aflatölur. Netaveiðin hefur verið að glæðast nokkuð núna síðustu daga og eru Maron GK og Halldór Afi GK komnir með netin utan við Sand- gerði og gengið ansi vel. Maron GK kominn með 21,4 tonn í sex og mest 4,4 tonn og Halldór Afi GK 18 tonn í sex og mest 6,3 tonn í einni löndun. Grímsnes GK er ennþá að eltast við ufsann og er kominn með 45 tonn í þremur róðrum. Það má geta þess að 2021 stefnir í að vera metár fyrir áhöfnina á Grímsnesi GK, því að aflinn hjá bátnum er núna kominn yfir um 1.700 tonn og er nú er svo komið að báturinn er einn af þremur netabátum á landinu sem eiga möguleika á að enda aflahæsti netabáturinn á íslandi árið 2021. Talandi um það, að þá hef ég síð- ustu ár í gegnum síðuna mína afla- frettir.is sett inn könnun þar sem lesendur síðunnar geta velt fyrir sér hvaða bátur er aflahæstur í hverjum flokki fyrir sig og fleira. Ég set inn tengillinn hérna inn og þið skrifið hann inn í tölvu þá komist þið inn í þessa könnun sem inni heldur 20 spurningar: www.surveymonkey. com/r/GP7S9DW Að framan er aðeins minnst á Sigurfara GK en hann hefur átt ansi góða byrjun núna í desember og er búinn að landað 123 tonnum í átta róðrum og mest 28 tonn. Þegar þessi orð eru skrifuð þá er hann aflahæsti dragnótabáturinn í des- ember á landinu. Siggi Bjarna GK er þriðji hæsti á landinu og kominn með 50 tonn í sex og Benni Sæm GK er þar á eftir með 31 tonn í sex. Þessi pistill kemur í annnars mjög stóru og flottu jólablaði Víkurfrétta og vil ég því óska lesendum þessara pistla gleðilegra jóla og takk fyrir samskiptin á árinu. Miðað við þau viðbrögð sem ég hef fengið útaf þessum pistlum mínum þá er alveg ljóst að þið eruð ansi duglega að lesa þá. Bestu þakkir fyrir það. aFlaFrÉttir á suÐurNesJum Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is Umbrot/blaðamaður: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is augNabliK meÐ JÓNi steiNari Jón Steinar Sæmundsson Rauð jól eða hvít jól? Þetta er spurning sem margir spyrja sig að, ja eða öllu heldur veðurfræðingana. Mörgum finnst einfaldlega jólin ekki fullkomnuð nema snjór sé yfir jörðu. Það er óneitanlega bjartara yfir að líta þegar snjór hylur grund og á köflum fallegra. Rauð eða hvít, þá koma jólin hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Kæru lesendur. Ég vona að kærleikurinn verði ykkur ofarlega í huga um jólin er þið setjist við allsnægta borðið með „jólakúlunni“ ykkar. Gleymum samt ekki þeim sem þangað er ekki boðið og munum að margir eiga um sárt að binda. Hugsum fallega til þeirra, ekki bara um jólin heldur alltaf. Gleðileg jól og farælt komandi ár. Rauð jól eða hvít jól Jólastemmning við Sandgerðishöfn fyrir nokkrum árum. Mynd: Reynir Sveinsson 6 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum Í 40 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.