Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2021, Blaðsíða 50

Víkurfréttir - 16.12.2021, Blaðsíða 50
Ein U beygjan eftir annarri „Ég var lengi vel glímumaður hjá Mjölni, bæði sem þjálfari og keppandi, líklega í ein tíu ár en gerði mér grein fyrir því að þetta væri mögulega ekki starf til lengdar þar sem það reynir mikið á líkamann og skrokkurinn ræður ekki við það enda- laust. Ég skráði mig því í sálfræðinám við Háskóla Íslands þar sem stefnan var sett á íþróttasálfræði en útskrifaðist svo sem klínískur sálfræðingur. Ég hóf fljótlega störf sem slíkur og fannst mikil viðbrigði að vera allt í einu kominn í skrif- stofustarf – mér fannst það ekki eiga alveg við mig. Á þessum tíma hafði pabbi gefið mér gamla filmuvél sem ég var aðeins byrjaður að fikta með en fyrir tilstilli samstarfsmanns á Land- spítalanum keypti ég mér svo loksins stafræna myndavél. Þetta hefur líklega verið árið 2017 og þetta kveikti algjörlega í mér. Áður en ég vissi var ég farinn að nýta hvert einasta tækifæri til að taka myndir, fikra mig áfram við myndvinnslu eða afla mér þekkingar á netinu,“ segir Þráinn. Á þessum tíma var þetta eingöngu áhugamál hjá Þráni og það hvarflaði ekki að honum að þetta gæti orðið að atvinnu fyrir hann. Ljósmyndunin verður að atvinnu Eftir eitt og hálft ár sem áhugaljósmyndari fóru að detta inn verkefni sem Þráinn fékk greitt fyrir. Þarna voru ekki miklir peningar í spilinu en hann var ennþá að vinna sem sál- fræðingur. „Fljótlega fór ég að sjá möguleikana á því að gera meira úr ljósmynduninni. Til að byrja með hélt ég því meira og minna fyrir sjálfan mig en ég vissi hvert mig langaði. Ljós- myndun hentaði mér frábærlega. Þetta var eiginlega fullkomin blanda af hreyfingu og útibrasi og svo tölvuvinnu í hlýjunni.“ Í dag er nóg að gera hjá Þráni en hann hefur unnið þó nokkur verkefni fyrir markaðsstofur landshlutanna, m.a. Vest- fjarða, Reykjaness, Austurlands og Íslandsstofu, ásamt ýmis fyrirtæki. Einnig selur hann prentaðar myndir ásamt nokkrum stafrænum vörum í tengslum við myndvinnslu en þær er hægt að nálgast á heimasíðu hans www. thrainnkolbeinsson.com. Verkefni fyrir Markaðsstofu Reykjaness Stuttu eftir að Þráinn gerðist sjálfstætt starfandi ljósmyndari fékk hann umfangsmikið verkefni í hendurnar á vegum Mark- aðsstofu Reykjaness. „Það var ekki fyrr en árið 2018, þegar við við fluttum til Grindavíkur, sem ég áttaði mig á hversu mikil perla Reykjanesið er, bæði hvað varðar einstakt landslag og sem útivistarsvæði. Á þessum tíma vorum nýbúin að eignast strákinn okkar svo ljósmyndaferðir urðu að vera í styttri kant- inum. Reykjanesið varð þannig sjálfkrafa aðalviðfangsefnið. Eftir að hafa deilt töluverðu efni af svæðinu komst ég í sam- band við Markaðsstofu Reykjaness og úr varð skemmtilegt samstarf. Fyrsta verkefnið gekk út á að búa til heildstætt safn af markaðsefni af Reykjanesinu og taka myndir fyrir ljós- myndabók sem kom svo út árið 2020. Ég er mjög þakklátur þeim fyrir að treysta mér fyrir þessu viðamikla verkefni og ánægður með verkefnin sem hafa unnist síðan. Rétt í þessu erum við að leggja lokahönd á ótrúlega spennandi verkefni þar sem verið er að fara í markaðssetningu, innviðabætingar og almenna kynningu á hinum ýmsu gönguleiðum og fjallgöngum sem Reykjanesið hefur upp á að bjóða. Áður en við vitum af verða Esjan, Úlfarsfell og fleiri fjöll á höfuðborgarsvæðinu komin með almennilega samkeppni.“ Hálendi Reykjaness í uppáhaldi „Það er alltaf erfitt að velja einhvern einn stað svo ég ætla að velja tvo. Sveifluhálsinn með öllum sínum toppum við Kleifar- vatn og umhverfið þar í kring er algjör gönguparadís en það er eiginlega ekki hægt að sleppa því að nefna Sogin og svæðið þar í kring, vötnin þrjú ásamt Grænudyngju og Trölladyngju. Að mínu mati er hálendi Reykjaness vanmetnasta svæðið fyrir utan höfuðborgina, þar sem náttúran hefur skilað af sér landslagi með fallegum vötnum, einstökum hraunborgum, háhitasvæðum og mögnuðum fjallgörðum. Held ég hafi klárað öll lýsingarorðin mín,“ segir Þráinn að lokum. Jón Hilmarsson ungo@simnet.is 50 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum Í 40 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.