Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2021, Side 47

Víkurfréttir - 16.12.2021, Side 47
Gleðileg jól, farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir? Áttu skemmtilega jólaminn- ingu? Eftirminnilegustu jólin voru senni- lega þegar ég neitaði að borða jóla- matinn og fékk mér upphitaða pizzu. Eftir þessi jól var hefðinni breytt úr hamborgarahrygg yfir í kalkún og ég alsæl með það! Annars hafa öll jól verið góð í faðmi fjölskyldunnar bæði hérlendis og erlendis. Hefurðu sótt messu um jólahátíð- irnar í gegnum tíðina? Ein jólin þegar mér fannst jólaandinn ekki alveg vera til staðar, þá fórum við mamma í jólamessu og pabbi og bræður mínir biðu svangir heima þar sem þetta seinkaði jólamatnum sem alltaf byrjar á slaginu 18:00. Eftirminnilegasta jólagjöfin? Kisan mín hann Hnoðri, mamma keyrði með mig út í Hafnir og rétti mér kassa út í bíl, sem hreyfðist og uppúr skreið Hnoðri sem bjó með okkur í 12 ár. E r e i t t hvað s é rst a k t s e m þig langar að fá í jólagjöf? Ég er nýflutt í stærra húsnæði þannig að jólagjafalistinn inniheldur hluti sem nýtast á nýja heimilinu. Annars vona ég að við verðum Covid og sóttkvíarlaus þessi jólin. Hvað verður í jólamatinn hjá þér á aðfangadagskvöld? Eru hefðir í mat? Það er kalkúnn hjá mömmu og pabba eftir að ég breytti jólahefð- inni um árið, en í ár verðum við á aðfangadag hjá tengdaforeldrunum og þar fáum við án efa dýrindis mat, síðan fæ ég kalkúninn minn gamlárs hjá mömmu og pabba. 103 umsóknir um tíu lóðir í Skerjahverfi Á fundi framkvæmda- og skipulags- ráðs Suðurnesjabæjar þriðjudaginn 30. nóvember var lóðum úthlutað í fyrsta áfanga Skerjahverfis í Sand- gerði. Alls voru tíu lóðir til úthlut- unar, tvær fjölbýlishúsalóðir, tvær keðjuhúsalóðir og sex raðhúsalóðir fyrir alls 54 íbúðir. Að auki mun Bjarg íbúðafélag byggja tólf íbúðir í fyrsta áfanga hverfisins. Mikill áhugi var fyrir lóðunum en 103 umsóknir bárust í tæka tíð fyrir úthlutunina og þurfti að draga milli umsækjenda um allar lóðirnar samkvæmt reglum um úthlutanir lóða í Suðurnesjabæ. Magnús Stefánsson, bæjarstjóri, var gestur fundarins og var hann fengin til að draga undir styrkri stjórn formanns ráðsins, Einars Jóns Pálssonar, og vökulum augum annarra fundarmanna. Lesa má um niðurstöður úthlutana á vef Víkur- frétta, vf.is. Frá fyrstu skóflustungu í Skerjafirði. VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum Í 40 ár // 47

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.