Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2021, Síða 57

Víkurfréttir - 16.12.2021, Síða 57
Nýr Baldvin Njálsson GK 400 fallegasta skipið í flotanum Til hamingju með nýja skipið. Það er glæsilegt. „Takk fyrir það. Já, það er glæsi- legt. Það er með skipið eins og með krakkana. Manni finnst alltaf sýnir krakkar skástir, mér finnst hann líka fallegastur. Það er bara svoleiðis. Þetta er fallegasta skipið í flotanum.“ Bobba segir að undirbúningur og vinna við nýjan Baldvin Njálsson GK hafi tekið um þrjú ár. Hún hafi ákveðið strax í upphafi að fara út og taka á móti skipinu og sigla með því heim. „Þetta orðinn veruleiki að skipið er komið og það er fallegt, mjög svo fallegt. Það gekk allt vel frá fyrsta degi. Það er frábær mann- skapur eins og hann Willum And- ersen verkefnisstjóri sem er búinn að vera þarna alveg frá byrjun og talar þeirra tungumál. Það er ótrú- legt að það skuli standast allar dag- setningar og samt er Covid. Það er alveg ótrúlegt.“ Ég frétti að þið hefðuð lent í smá brælu á leiðinni heim frá Spáni, hvernig var það? „Strákarnir sögðu að það væri bræla. Ég þekki það ekkert. En nei, ég veit ekkert hvað bræla er en ég gat ekki staðið ölduna. Ég fékk nú alltaf góða hjálp og ég fór með aðstoðarkonu með mér, hana Vigdísi. Hún var bæði sjómaður og hjúkrunarkona, þannig að hún var með mér og strákarnir frábærir allir sem einn og hjálpuðu mér að komast í gegnum þetta. Ég gat ekki gengið um skipið en eina ferðina sem ég fór í koju setti ég bara rassgatið í stigann og renndi mér niður. Ég gat ekki gengið stigann, hann kom bara á móti mér,“ segir þegar hún lýsti ferðinni heim. Hún segist hafa verið komin vel á fætur þegar komið var upp að Íslands- ströndum og heimahöfn nálgaðist. Það var einn af ykkar skipverjum sem sagði mér að það væri frábært að vinna fyrir ykkur. Er þetta rétt hjá honum? „Ég veit það ekki en ég vona það, því að margir af þessum mönnum eru búnir að vera lengi. Nema að þetta þýði að þangað sækir kötturinn sem hann er kvalinn. Spurning hvorum megin það er. Ég vona að það sé hinum megin. Það er mikið af fólki búið að vera lengi hjá okkur og mér þykir afskaplega vænt um allt þetta fólk, því ég veit það að við hefðum ekki gert þetta ein. Þetta á við alla tíð. Við segjum stundum að „hann var keyptur með“ þegar við erum að tala um þennan og hinn á bátunum. Til dæmis er mannskapur á Sóley Sigurjóns GK sem var um borð þegar skipið var keypt, meira að segja af gömlu Sóley. Skipstjórinn á Benna Sæm er búinn að vera hjá okkur frá því hann kom út úr sjómanna- skólanum. Svona er þetta með fleiri menn sjá okkur sem hafa verið lengi eða komið með bátum til okkar.“ Stolt af nýja skipinu Bobba er stolt af nýja frysti- togaranum og á heimleiðinni með skipinu frá Spáni fannst henni vænt um að heyra sjómennina vera að bera saman gæðin á nýja og gamla skipinu. Það er líka mikið af tækni- nýjungum í nýja skipinu og hún er nýtt til hins ýtrasta. Hugað var að hagkvæmni við smíðina. Bobba segir að það hafi verið skrítin tilfinning að sigla inn á Faxaflóann. „Þegar við vorum á heimsiglingunni fyrir utan Nesfisk, það var mjög skrítin tilfinning. Ég SAGAN AF BENNA SÆM „Þegar ég var nýkominn í fjölskylduna var verið að tala um að byggja bát og það var komið nafn á hann. Ég er að hugsa mér; Guð minn góður. Hvernig dettur fólki í hug að láta bátinn heita í höfuðið á manni sem hefur drukknað? Mér fannst þetta bara glapræði en var náttúrulega svona pínu kurteis og hafði ekki orð um það. Mig fer að dreyma og dreymir þannig að það er maður sem ásækir mig allar nætur. Ég hef ekki hug- mynd um hver þetta er eða hvað er um að vera. Ég er stundum að þrasa um þetta við Njál tengdaföður minn hvað þetta eiginlega þýði því það var rosalega gaman að ræða svona mál við hann. Ég segi honum að ég skilji þetta ekki, karlinn ofsæki mig alveg svaka- lega og ég hafi ekki svefnfrið. Hvað þetta geti þýtt og hann gefur ekkert út á þetta. Þetta var búið að ganga dálítið lengi og ég segi við hann; „Nú fór hann yfir strikið, var ekki kallinn kominn í jakkann þinn og þá er nú bara fokið í flest skjól.“ Fer ekki Njáll inn í herbergi og sækir mynd og sýnir mér og segir; „Er það þessi?“ Það kemur í ljós að þetta er pabbi hans og hann drukknaði alls ekki. Hann fór á síld austur á firði, fékk lungnabólgu og er jarðaður þar. Ég var viss um að hann hafi drukknað, því það var hvergi leiði. Þessi karl hefur fylgt mér og verið mér svo góður í gegnum tíðina. Við vorum með þennan bát í útgerð í þrjú ár og hún gekk ekki vel. Hann kom til mín öll kvöld þegar það var bræla og búinn að ræsa mig áður en náð var í bjóðin. Þegar fór að halla undan fæti með útgerð bátsins dreymir mig hann þar sem hann er að hvolfa úr bjóðabölum í kringum rúmið mitt og það er erfitt að komast fram úr því. Þá var alveg ljóst hvert útgerð bátsins var komin. Löngu seinna kaupum við annan bát og ég fer fram á að hann fái nafnið Benni Sæm.“ Kátir sjóarar á Benna Sœm GK með fullfermi af risa þorski í nóvember 1993. F.v. Jóhann, Árni skipstjóri, Einar, Bjarni og Þröstur. Mynd: Hilmar Bragi Þorbjörg Bergsdóttir, Bobba, á skrifstofu Nesfisks í Garðinum núna í desember. Bobba hefur haft aðstöðu við móttökuborð á skrifstofuhæðinni þar sem hún hefur tekið á móti þeim sem eiga erindi við starfsfólk Nesfisks. Á borðinu hjá henni er svo myndarlegt líkan af nýja frystitogaranum, Baldvini Njálssyni GK 400. Bobba fór utan til Spánar á dögunum og tók á móti skipinu hjá skipasmíðastöðinni í Vigo og sigldi svo með togaranum heim til Íslands. VF-mynd: Hilmar Bragi Bobba og skipstjórarnir á nýja togaranum. VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum Í 40 ár // 57
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.