Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2021, Blaðsíða 75

Víkurfréttir - 16.12.2021, Blaðsíða 75
OPNUNARTÍMAR UM JÓL OG ÁRAMÓT Starfstöðvar Kölku í Helguvík, Grindavík og Vogum verða lokaðar á aðfangadag, jóladag, annan í jólum, gamlársdag og nýársdag. Að öðru leyti verða starfstöðvar fyrirtækisins opnar eins og venjulega. Sjá nánar á heimasíðu fyrirtækisins: www.kalka.is Við óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða! Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga ræddi fyrir- spurn frá íbúa og bréf frá starfsfólki leikskóla sem lögð voru fyrir fræðsluræða á síðasta fundi ráðsins. Rætt var um opnunartíma leikskólans og dvalartíma barna. Í júlí samþykkti fræðslu- nefnd samhljóða að leggja til að hámarksdvalar- tími barna á Heilsuleikskólanum Suðurvöllum verði styttur í 8,5 klst. á dag. Bæjarráð og bæjar- stjórn hafa síðan staðfest samhljóða þá tillögu. Fulltrúi L-listans leggur fram eftirfarandi bókun: „L-listinn, listi fólksins harmar að hafa sam- þykkt breytingar á styttri viðverutíma leikskóla- barna og dregur því fyrri ákvörðun sína til baka. Við teljum að þessi breyting geti fælt tilvonandi íbúa frá því að flytja í ört stækkandi sveitarfélag sem Vogar eru. Stjórnendur sveitarfélagsins verða að átta sig á legu sveitarfélagsins. Litla atvinnu er hér að fá og þurfa því flestir að sækja vinnu á höfuðborgarsvæðið eða til Reykjanesbæjar og því er ferðatími allt upp undir 40 mínútur frá höfuð- borgarsvæðinu. Við í L-listanum skorum því á bæjaryfirvöld að endurskoða ákvörðun sína og fresta þessari breytingu að sinni og í framhaldi að vinna að því að finna betri lausn á þessu máli í samráði við for- eldra barna í sveitarfélaginu.“ Stytting á opnunartíma leikskóla geti fælt tilvonandi íbúa frá því að flytja í ört stækkandi sveitarfélag vf is HÖ NN UN : V ÍK UR FR ÉT TIR Við óskum íbúum Suðurnesjabæjar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir samskipti á árinu sem er að líða. Verið velkomin í Suðurnesjabæ! Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt með öllum atkvæðum að veita ungmennaráði bæjarins fimm milljónir króna til ráðstöfunar á árinu 2022 eins og áður hefur verið gert. Fjármunum verði ráðstafað í einhver þeirra verkefna sem til- greind voru á fundi ráðsins með bæjarstjórn þann 16. nóvember síð- astliðinn í samráði við stjórnendur. Óskað hefur verið eftir breytingu á deiliskipulagi íbúðasvæðis Grænu- borgar. Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir átta einbýlishúsum við Sjávarborg 2–16. Sú breyting sem lögð er til að lóðirnar verði fjórar og innan hverrar raðhús á einni hæð. Forsvarsmenn Grænu- byggðar ehf. mættu á fund skipu- lagsnefndar til að fara betur yfir tillöguna. Í afgreiðslu skipulagsnefndar segir að nefndin fari fram á að byggingar- lína hverrar raðhúsalengju sé brotin upp til að ásýnd við götu verði ekki einsleit. Það er mat skipulagsnefndar að um óverulega breytingu sé að ræða. Jafnframt er það mat nefndar- innar að breytingin varði ekki hags- muni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og er því fallið frá að grenndarkynna tillöguna. Skipulags- nefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytinguna og fyrirliggjandi tillaga verði samþykkt. Ráðinn var sumarstarfsmaður á skipulags- og umhverfissvið Grindavíkurbæjar síðasta sumar til að skoða aðgengismál í fasteignum Grindavíkurbæjar og nokkrum úti- svæðum. Gögn frá þessari vinnu lögð fram til kynningar á síðasta fundi bæjarráðs Grindavíkur og sat sviðsstjóri skipulags- og umhverfis- sviðs fundinn undir þessum lið. Í drögum að fjárhagsáætlun, fyrir síðari umræðu, fyrir árið 2022 eru sex milljónir eyrnamerktar aðgengis- málum. Þá eru önnur verkefni á fjár- festingaráætlun sem munu bæta að- gengi fyrir alla. Félagsmálanefnd Grindavíkur leggur til að Grindavíkurbær hefji viðræður við sveitarfélögin á Suðurnesjum um samstarf um umdæmisráð barnaverndar. Jafn- framt er lagt til að Grindavíkurbær sæki um undanþágu frá reglum um lágmarksíbúafjölda að baki barna- verndarþjónustu á grundvelli fag- þekkingar. Bæjarráð Grindavíkur samþykkti tillögu félagsmálanefndar á síðasta fundi sínum og felur sviðsstjóra fé- lagsþjónustu- og fræðslusviðs að vinna málið áfram. Átta einbýlishús verða að rað- húsum í Vogum Ungmennaráð fær fimm milljónir Aðgengismál í Grindavíkurbæ fá sex milljónir Sveitarfélögin skoði samstarf um umdæmisráð barnaverndar VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum Í 40 ár // 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.