Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2021, Page 75

Víkurfréttir - 16.12.2021, Page 75
OPNUNARTÍMAR UM JÓL OG ÁRAMÓT Starfstöðvar Kölku í Helguvík, Grindavík og Vogum verða lokaðar á aðfangadag, jóladag, annan í jólum, gamlársdag og nýársdag. Að öðru leyti verða starfstöðvar fyrirtækisins opnar eins og venjulega. Sjá nánar á heimasíðu fyrirtækisins: www.kalka.is Við óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða! Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga ræddi fyrir- spurn frá íbúa og bréf frá starfsfólki leikskóla sem lögð voru fyrir fræðsluræða á síðasta fundi ráðsins. Rætt var um opnunartíma leikskólans og dvalartíma barna. Í júlí samþykkti fræðslu- nefnd samhljóða að leggja til að hámarksdvalar- tími barna á Heilsuleikskólanum Suðurvöllum verði styttur í 8,5 klst. á dag. Bæjarráð og bæjar- stjórn hafa síðan staðfest samhljóða þá tillögu. Fulltrúi L-listans leggur fram eftirfarandi bókun: „L-listinn, listi fólksins harmar að hafa sam- þykkt breytingar á styttri viðverutíma leikskóla- barna og dregur því fyrri ákvörðun sína til baka. Við teljum að þessi breyting geti fælt tilvonandi íbúa frá því að flytja í ört stækkandi sveitarfélag sem Vogar eru. Stjórnendur sveitarfélagsins verða að átta sig á legu sveitarfélagsins. Litla atvinnu er hér að fá og þurfa því flestir að sækja vinnu á höfuðborgarsvæðið eða til Reykjanesbæjar og því er ferðatími allt upp undir 40 mínútur frá höfuð- borgarsvæðinu. Við í L-listanum skorum því á bæjaryfirvöld að endurskoða ákvörðun sína og fresta þessari breytingu að sinni og í framhaldi að vinna að því að finna betri lausn á þessu máli í samráði við for- eldra barna í sveitarfélaginu.“ Stytting á opnunartíma leikskóla geti fælt tilvonandi íbúa frá því að flytja í ört stækkandi sveitarfélag vf is HÖ NN UN : V ÍK UR FR ÉT TIR Við óskum íbúum Suðurnesjabæjar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir samskipti á árinu sem er að líða. Verið velkomin í Suðurnesjabæ! Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt með öllum atkvæðum að veita ungmennaráði bæjarins fimm milljónir króna til ráðstöfunar á árinu 2022 eins og áður hefur verið gert. Fjármunum verði ráðstafað í einhver þeirra verkefna sem til- greind voru á fundi ráðsins með bæjarstjórn þann 16. nóvember síð- astliðinn í samráði við stjórnendur. Óskað hefur verið eftir breytingu á deiliskipulagi íbúðasvæðis Grænu- borgar. Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir átta einbýlishúsum við Sjávarborg 2–16. Sú breyting sem lögð er til að lóðirnar verði fjórar og innan hverrar raðhús á einni hæð. Forsvarsmenn Grænu- byggðar ehf. mættu á fund skipu- lagsnefndar til að fara betur yfir tillöguna. Í afgreiðslu skipulagsnefndar segir að nefndin fari fram á að byggingar- lína hverrar raðhúsalengju sé brotin upp til að ásýnd við götu verði ekki einsleit. Það er mat skipulagsnefndar að um óverulega breytingu sé að ræða. Jafnframt er það mat nefndar- innar að breytingin varði ekki hags- muni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og er því fallið frá að grenndarkynna tillöguna. Skipulags- nefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytinguna og fyrirliggjandi tillaga verði samþykkt. Ráðinn var sumarstarfsmaður á skipulags- og umhverfissvið Grindavíkurbæjar síðasta sumar til að skoða aðgengismál í fasteignum Grindavíkurbæjar og nokkrum úti- svæðum. Gögn frá þessari vinnu lögð fram til kynningar á síðasta fundi bæjarráðs Grindavíkur og sat sviðsstjóri skipulags- og umhverfis- sviðs fundinn undir þessum lið. Í drögum að fjárhagsáætlun, fyrir síðari umræðu, fyrir árið 2022 eru sex milljónir eyrnamerktar aðgengis- málum. Þá eru önnur verkefni á fjár- festingaráætlun sem munu bæta að- gengi fyrir alla. Félagsmálanefnd Grindavíkur leggur til að Grindavíkurbær hefji viðræður við sveitarfélögin á Suðurnesjum um samstarf um umdæmisráð barnaverndar. Jafn- framt er lagt til að Grindavíkurbær sæki um undanþágu frá reglum um lágmarksíbúafjölda að baki barna- verndarþjónustu á grundvelli fag- þekkingar. Bæjarráð Grindavíkur samþykkti tillögu félagsmálanefndar á síðasta fundi sínum og felur sviðsstjóra fé- lagsþjónustu- og fræðslusviðs að vinna málið áfram. Átta einbýlishús verða að rað- húsum í Vogum Ungmennaráð fær fimm milljónir Aðgengismál í Grindavíkurbæ fá sex milljónir Sveitarfélögin skoði samstarf um umdæmisráð barnaverndar VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum Í 40 ár // 75

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.