Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2021, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 16.12.2021, Blaðsíða 16
í Koda Munið gjafakortin Jól Ásdísar hnetu- smjörs- og súkku- laðibitakökur „Einn skemmtilegasti tími ársins er gengin í garð og smákökubakstur fram- undan á heimilinu. Ég baka alltaf eitthvað fyrir jólin fyrir heimilisfólkið og geri líka hollari sætindi fyrir mig til að eiga þegar mig langar í eitthvað sætt. Síðustu ár hef ég tamið mér að nota hollari sætuefni og hráefni í baksturinn sem fara betur með blóðsykurinn og kroppinn. Það heldur mér í betra jafnvægi og kemur í veg fyrir að ég missi mig í sætindum yfir jólin og leyfi mér því að njóta þess að fá mér hollari mola með kaffinu af einhverju heimagerðu góðgæti,“ segir Ásdís grasalæknir. „Ég ætla deila með ykkur smáköku uppskrift sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Þessi uppskrift vekur upp góðar minningar því það var alltaf hefð hjá stórfjölskyldunni að hittast öll saman fyrir jólin og baka saman hnetusmjörs smákökur hjá ömmu og afa í Ragnarsbakaríi. Ég setti gömlu góðu uppskriftina hennar ömmu Ásdísar í hollustubúning og þessar hnetusmjörs- og súkku- laðibitakökur eru einfaldar og fljótlegar ásamt því að vera mjög ljúffengar.“ 1 bolli fínt hnetusmjör 1/3 bolli hunang (má vera ¼ bolli) 1 tsk matarsódi ½ bolli súkkulaðidropar 1 egg Hitið ofninn í 175°C. Hrærið saman í skál öllu nema súkkulaðidropunum, þar til myndast þykkt deig. Hrærið því næst út í súkkulaðidropum með sleif (bætið við 1 msk af súkku- laðidropum til að setja ofan á kökurnar). Það má líka nota saxað súkkulaði að eigin vali eða sleppa því að setja súkkulaði út í deigið og setja eingöngu súkkulaði ofan á. Setjið ½-1 msk af deiginu á bökunarpappír á ofnplötu. Bakið í 10-12 mín (eða ögn lengur ef þið viljið hafa þær aðeins stökkari) þar til smákökurnar eru farnar að taka smá lit, takið þær úr ofninum og látið kólna í 10 mín. Þær stífna aðeins við það að fá að standa. Í stað hunangs má nota ½ bolla af hrásykri eða kókóspálmasykri. Nota má Maple sirop frá GoodGood ef þið viljið hafa smákökurnar sykurlausar. Hvítir súkkulaðidropar frá Änglemark eru líka góðir fyrir þá sem vilja. Það má einnig nota 1 hörfræjaegg (gúggla flax seed egg) ef fólk kýs að sleppa eggjum. Ásdís grasalæknir. Skartsmiðjan - Hafnargötu 25 G a rn , fö n d u rvö ru r o g sk a rt fyrir skapandi fólk – vefverslun kast.is DROPS Skafmiðaleikur Víkurfrétta og verslana á Suðurnesjum Jólalukka2021 Þú færð Jólalukku VF í 20 verslunum og fyrirtækjum á Suðurnesjum. Dregið úr vinningslausum miðum 17. og 23. des. Skilið í Nettó til að eiga möguleika á glæsilegum vinningum. 16 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum Í 40 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.