Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2021, Blaðsíða 34

Víkurfréttir - 16.12.2021, Blaðsíða 34
„Þegar við Halla fluttum í Jónshús fyrir sex árum fannst mér blóðið renna til skyldunnar að maður þyrfti að vita eitthvað um Jón og Jónshús og alla söguna sem tengist honum og byrjaði að stúdera söguna í kringum Jóns Sigurðsson og honum tengt,“ segir Hrannar Hólm, ráðgjafi, leiðsögumaður og eiginmaður Höllu Benediktsdóttur, forstöðumanns Jónshúss í Kaupmannahöfn. Á undanförnum árum hefur Hrannar orðið að göngugarpi í Kaupmanna- höfn, svolítið sérstökum göngu- garpi. Keflvíkingurinn er orðinn einn af sögumönnum borgarinnar og fjöldi Íslendinga hefur notið leið- sagnar Hrannars á undanförnum árum. Hrannar er „lifandi og léttur“ sögumaður og segir skemmtilega frá þegar hann rifjar upp ýmislegt frá því sem gerðist fyrr á öldum hjá kóngafólkinu og fleiru skemmtilegu í kóngsins Kaupmannahöfn. Á slóðum Jóns Sigurðssonar „Þetta þróaðist eftir að við fluttum í Jónshús. Við Halla fórum að fara á slóðir Jóns Sigurðssonar, og á staði sem Jón hafði farið á og fórum að segja frá því á Facebook. Bjuggum þar til hóp og þannig vatt þetta upp á sig. Ég fann alltaf fyrir meira meiri áhuga á sögu borgarinnar og við héldum áfram að pósta fróðleik úr Kaupmannahöfn á Facebook sem margir fylgdust með. Svo þróaðist þetta í það að fólk fór að hafa sam- band eftir að hafa tekið eftir þessu, fylgjendur voru orðnir nokkur þúsund. Ég fór að fá fyrirspurnir frá fólki hvort ég gæti ekki farið með það í göngur og sagt sögur. Þannig byrjaði þetta og svo hefur þetta undið svona svakalega upp á sig og orðið að dágóðu starfi fyrir mig. Ég er ekki að segja fullu starfi, en þó á ákveðnum tímum á árinu. Við förum með litla og stóra hópa, vina- og vinnuhópa og fjölskyldur og sýnum þeim Kaupmannahöfn. Við förum um miðaldaborgina á slóðir Íslend- inga, út á Kristjánshöfn, Norðurbrú og Vesturbrú og víðar. Svo förum við á sumrin í hjólatúra. Mjög skemmti- legt og viðbrögð fólks mjög góð.“ Ertu þá búinn að liggja yfir sög- unni? „Ég er búinn að leggja ótrúlega mikla vinnu í að stúdera og lesa því maður þarf að hafa svör við öllum hlutum og vita eitt og annað og ef maður veit ekki þarf maður kannski að geta fært aðeins í stílinn. Þannig er þetta og hefur bara reynst rosa- lega vel og er skemmtilegt. Fólk er yfirleitt mjög ánægt og ég hef líka gaman af því segja sögur. Íslendinga þyrstir náttúrulega í að heyra sögur. Þá hefur það komið mér á óvart hve mikið af ungu fólki hefur komið í þessar göngur. Það vill heyra söguna líka.“ Mikil tenging Hrannar segir að Kaupmannahöfn og Ísland hafi ótrúlega sterk bönd fleiri hundruð ár aftur í tímann og það er svo mikið af sögu Íslands í Kaupmannahöfn og fólki finnst gaman að heyra hana. „Margir þekkja hana ágætlega og vilja sjá hvar hlutirnir gerðust. Svo er Kaupmannahöfn líka frábær borg fyrir utan það sem tengist Íslandi og fólk hefur áhuga á að kynnast GÖNGUGARPUR Keflvíkingurinn Hrannar Hólm hefur þjálfað körfuboltafólk í Danmörku en segir nú Íslendingum sögur í gönguferðum um kóngsins Kaupmannahöfn ÚR KEFLAVÍK Í KÖBEN Markaðshallirnar liggja alveg við Norðurhliðið (Nørreport) sem enn heitir svo, þrátt fyrir að hér sé ekkert hlið lengur. Bara lestarstöð. Neðanjarðar. En akkúrat hér, þar sem steinninn og Halla eru var sjálft Norðurhvliðið. Í 600 ár voru ein- göngu fjögur hlið á borgarvirkinu. Lokuð á nóttunni. Hliðin voru þröng og miklar biðraðir. Borgarbúar og bændur hötuðu hliðin til jafns. Mikil gleði í borginni 1857 þegar þau loks voru fjarlægð, og umferð inn og útúr bænum gefin fráls. Við Amagertorg á Strikinu eru þrjár glæsilegar verslanir sem byggja á gæðum og hefðum. Hér Royal Copenhagen, hægra megin er Georg Jensen og vinstra megin við Disney er Illum Bolighus. Þessar þrjár verslanir hafa mikið aðdráttarafl fyrir jólin, enda dönsk hönnun í fyrirrúmi. Húsið sjálf líka merkilegt, frá 1616. Hér átti Kristján fjórði hjákonu sem frægt varð. Riddarastyttan af Friðriki 5. í miðri Amalíuborg, nákvæmlega í miðjunni á Friðriksstað sem nefndur er í höfuðið á kóngsa. Styttan úr bronsi, vígð 1771, tók 14 ár að fullgera hana. Þegar upp var staðið vóg hún 22 tonn og kostaði meira en allar hallirnar sem eru á torginu. Aðallinn borgaði, var ríkur, enda flaut Kaupmannahöfn í peningum á þeim tíma. „Við förum með litla og stóra hópa, vina- og vinnuhópa og fjölskyldur og sýnum þeim Kaupmannahöfn“ Hrannar með hóp í gönguferð um Kaupmannahöfn. Fróðleikur af Facebook síðunni Halla og Hrannar á göngu um Kaupmannahöfn. 34 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum Í 40 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.