Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2021, Blaðsíða 64

Víkurfréttir - 16.12.2021, Blaðsíða 64
EINAR FALUR INGÓLFSSON ER BÓKMENNTANÖRD OG LJÓSMYNDARI SEM VÍÐA HEFUR KOMIÐ VIÐ Einar Falur Ingólfsson á 40 ára starfsafmæli sem blaðamaður og ljósmyndari hjá Morgunblaðinu í vor. Einar Falur fékk snemma áhuga á blaðamennsku og ljósmyndun sem lítill strákur í Keflavík. Hann hefur komið víða við á sínum ferli, hefur gefið út fjölmargar bækur og haldið ljósmyndasýningar víða um lönd. Einar Falur hefur mikinn áhuga á menningarsögulegum þáttum samfélagsins og tengslum fólks við umhverfi sitt sem endurspeglast í verkum hans. Bókanörd sem las alla barna- deildina á bókasafninu „Sem krakki hafði ég alltaf gaman af því að lesa og gerði varla annað, ég var ýmist inni hjá mér eða á bóka- safninu hjá Hilmari Jónssyni og las. Ég fór gjarnan daglega á safnið og sótti sex bækur til að lesa, ég man að ég móðgaðist ógurlega þegar Hilmar spurði mig þá átta eða níu ára gamlan hvort ég skoðaði bara bæk- urnar en læsi þær ekki,“ segir Einar Falur. „Ég var algjört nörd í þessum lestri, ég var með röð af bókum fyrir framan mig og las kannski tíu blað- síður í einni bók og síðan tíu í þeirri næstu – ég vildi ná þeim öllum.“ Á bókasafninu sem þá var á Mána- götu var sérstakt barnaherbergi og þar byrjaði Einar Falur á því að lesa bækurnar í stafrófsröð, frá Öddu bókunum og þannig náði hann að klára alla barnadeildina. „Þegar ég var átta eða níu ára keyptu foreldrar mínir allt Halldórs Laxness safnið og auðvitað las ég það þó að ég skildi auðvitað ekki allt sem Nóbelskáldið hafði að segja.“ Góður kennari sem hafði sterk áhrif á mig Í Barnaskólanum í Keflavík, núna Myllubakkaskóla, kenndi Axel Gísli Sigurbjörnsson kennari Einari Fal ljósmyndun og framköllun mynda í myrkraherbergi. „Hann kynnti fyrir okkur krökkum töfraheim myrk- ursins,“ segir Einar Falur. „Fyrst var ég með einhverja vasamyndavél sem var til á heimilinu og horfði með öfundaraugum á þá stórkostlegu Canon F1 myndavél sem Axel átti, draumagræju ljósmyndarans þá.“ Að sögn Einar Fals var Axel ótrúlega natinn og passasamur við að kenna og einnig treysti hann nemendunum fyrir græjunum í myrkraherberginu. „Þarna vorum við oft eftir skóla og ég féll algjörlega fyrir þessum heimi þar sem ég gat skapað, séð eitthvað mótast og verða til.“ Þarna var Einar Falur um ellefu til tólf ára gamall kominn með mikinn áhuga fyrir fréttaljósmyndun og blaðamennsku og var einnig farinn að skoða aðra ljósmyndara sem höfðu áhrif á hann og urðu síðar fyrirmyndir í lífinu. Fermingarpeningarnir vel nýttir Fyrir fermingu var Einar Falur farinn að mynda töluvert en var alltaf með frekar lélega myndavél. Það breyttist síðan eftir ferminguna. „Fyrir fermingarpeningana keypti ég mér síðan góða myndavél, Olympus OM10 sem var mjög góð myndavél á þeim tíma.“ Í gagnfræðaskólanum tók Einar Falur þátt í skólablaðinu Stakk og varð einn ritstjóra þess. Ljósmyndunin hélt síðan áfram í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og þá fór Einar Falur einnig að kenna ljósmyndun og framköllun mynda í myrkraherberginu á námskeiðum. Verður fréttaritari Morgun- blaðisins fimmtán ára gamall „Ég fór í starfskynningu fimmtán ára gamall til Morgunblaðsins, þar lærði ég að skrifa fréttir og fékk að fylgjast með blaðamönnum og ljós- myndurum vinna. Sumardaginn fyrsta fékk ég það verkefni að mynda hátíðarhöld í Breiðholtinu, ég fann út úr því hvernig ég ætti að komast þangað með strætó þar sem ég tók myndir. Síðan var farið á Moggann í Aðalstræti og framkallað. Daginn eftir birtist mín fyrsta mynd í Morg- unblaðinu.“ Þetta var í apríl 1982 og þennan sama dag var Einari Fal boðið að gerast fréttaritari í Keflavík. Það vantaði fréttaritara í Keflavík á þeim tíma en það fyndna var að Einar Falur leysti Ingólf Falsson, pabba sinn, af hólmi sem hafði sinnt starfinu en gefið það frá sér vegna anna. „Myndavélin hefur leitt mig í mikil ævintýri“ Einar Falur aðstoðar námumenn djúpt í fjallinu Cerro Rico í Bólivíu árið 1995, vopnaður hamri og meitli eins og þeir hafa unnið um aldir. Frásögn um námurnar má lesa í bókinni Án vegabréfs. Þarna vorum við oft eftir skóla og ég féll algjörlega fyrir þessum heimi þar sem ég gat skapað, séð eitthvað mótast og verða til ... Jón Hilmarsson ungo@simnet.is 64 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum Í 40 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.