Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2021, Síða 60

Víkurfréttir - 16.12.2021, Síða 60
Óskar Herbert Þórmundsson, fyrrverandi lögreglumaður, hefur fengið útrás fyrir sköpunargleðina á síðustu árum við smíðar á glæsilegum skartgripum sem eru vægast sagt frumlegir og fallegir. Víkurfréttir litu inn á verkstæðið hjá Óskari og spurðu hann út í hvernig þetta fór af stað hjá honum. Hvernig byrjaðir þú á þessu, skart- gripasmíði er nú varla hluti af lög- reglunáminu? „Nei, nei. Ég fór í Tækniskólann þegar það voru haldin námskeið þar, svona silfurnámskeið,“ segir Óskar. „Ég byrjaði á að sjá þetta á YouTube, að menn voru að smíða hringa úr peningum og varð alveg heillaður af því. Þetta er svolítið skemmtilegt. Þú gerir gat í peninginn og snýrð honum við. Maður verður að passa sig að eyðileggja ekki neina stafi og svo- leiðis, þannig að það er svolítil kúnst að snúa honum við.“ Óskar segir að þegar hann var byrjaður að gera hringa úr peningum fór hann að fá áhuga á að læra meira um málma. „Svo vindur þetta upp á sig maður minn, því þegar ég var búinn að vera í svona peningahring- agerð þá langaði mig að læra meira um málma. Af því að málmur ekki það sama og málmur, það eru auð- vitað þessir eðalmálmar sem eru gull og silfur – og auðvitað kopar líka. Það eru þessir þrír eðalmálmar, fyrsta, annað og þriðja sætið.“ Handavinna hefur alltaf heillað Óskar var hugfanginn af listsköpun og gekk í Myndlistar- og handíða- skólann áður fyrr. Hann ætlaði að leggja listmálun fyrir sig en örlögin taka oft í taumana og breyta áætl- unum fólks. „Þetta hefur alltaf heillað mig, myndlist og bara allt handverk. Ég átti ástralska konu og við komum hingað frá Ástralíu um haustið 1971 – og hún þá ólétt. Nú, ekki gat ég lagt list á borð fyrir fjölskylduna og sá að það var auglýst í lögregluna. Það er skemmst frá því að segja að ég gekk í lögregluna og var þar í tæp fimmtíu ár.“ Ferill Óskars í lögreglunni átti eftir að spanna nærri hálfa öld og á þeim tíma kom hann að fjölmörgum hliðum lögreglustarfsins. Hann var lögreglumaður, rannskóknarlögreglu- maður, yfirlögregluþjónn auk þess sem hann var fulltrúi Íslands hjá NATO um tíma. Með handverkið í genunum „Handverkið er í genunum, mamma var ofsalega flínk í höndunum. Hún saumaði út og gerði allskonar hand- verk, var ofsalega handlagin,“ segir Óskar og sýnir fallegan útsaum eftir mömmu sína. „En það skipti ákkúrat engu máli fyrir konur á þessum árum hversu handlagnar þær voru, þær fengu enga viðurkenningu fyrir sín störf. Ég er alveg viss um að handbragðið kemur þaðan, frá mömmu.“ Það er nú sennilega eitthvað til í þessu hjá honum Óskari því það er ekki bara hann sem hefur gott lag á að vinna fallega muni í höndunum, börnin hans tvö, Þorbjörg og Þor- kell, hafa bæði erft þessa hæfileika. „Tobba er í myndlistinni og Keli smíðar gítara,“ segir hann og er aug- ljóslega ánægður með það. Smíðar glæsilega skartgripi úr mynt og gömlum skeiðum Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is Óskar ætlaði að verða listmálari en svo fór að hann starfaði við löggæslu í um fimmtíu ár. Fyrir aftan Óskar er málverk sem hann málaði af Helgu Ragnarsdóttur, eiginkonu sinni. Hér má sjá hluta þeirra hringa sem Óskar hefur smiðað en honum finnst silfur vera fallegasti málmurinn. VF-myndir: JPK 60 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum Í 40 ár
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.