Víkurfréttir - 16.12.2021, Blaðsíða 67
sem hann er að vinna innan. „Áhugi
minn liggur í þessu menningarsögu-
lega, sögunni og tengslum fólks við
umhverfið og samfélagið.“
„Ég hef gaman af ummerkjum
um fólk í landinu og af landinu. Við
fórum oft saman í ljósmyndaferðir,
ég, Páll og Raxi, og í þessum ferðum
tókum við gjörólíkar myndir. Páll,
þessi stórkostlegi formræni lands-
lagsljósmyndari, tók myndir af fjöll-
unum fyrir framan okkur. Raxi var
síðan tíu metra frá honum með hest
í forgrunn sem var skellihlægjandi og
ég tók síðan myndir af þeim tveimur
á meðan þeir voru að mynda. Þannig
gátum við allir náð áhugaverðum
myndum en samt gjörólíkum.“
Samhliða öllum þessum verk-
efnum hefur Einar Falur kennt í
Ljósmyndaskólanum frá því hann
kom frá New York og er einnig reglu-
lega með ljósmyndanema frá Tækni-
skólanum í starfsnámi.
Margs að minnast
eftir langan ferli
Ýmislegt eftirminnilegt hefur gerst
hjá Einari Fal á þessum langa starfs-
ferli sem ljósmyndari og í ferðum
hans hérlendis sem erlendis. „Einu
sinni var ég að mynda í verkefninu
með Johannes Larsen og var
staddur við Goðafoss þar sem ég
var með stóru spýtuvélina og með
rauðan flauelsdúk yfir höfðinu
að finna rétta rammann og stilla
fókusinn. Ég var að einbeita mér
að þessu þegar dóttir mín bankar
á bakið á mér og segir mér að líta
aftur fyrir mig. Þar standa tíu Asíu-
búar sem bíða eftir því að ég klári
svo þeir komist á staðinn sem ég
var á því auðvitað hlaut ég að hafa
fundið gott sjónarhorn með þessa
stóru myndavél. Ég hlaut að hafa
fundið besta staðinn til að mynda.“
Einn stórkostlegasti dagur sem
Einar Falur hefur upplifað var á
stærstu trúarhátíð heims á Ind-
landi. Það var mikið mál að komast
á staðinn sem krafðist töluverðs
undirbúnings.
„Mig hafði dreymt um það í átta
ár að komast á þessa stærstu trúar-
hátíð Indverja, 24. janúar árið 2001,
Kumbh Mela hátíðina. Tveimur
árum áður hafði ég pantað pláss í
tjaldbúðum fréttamanna. Ég lagði
af stað í ferðina innan Indlands viku
fyrir hátíðina og var ferðin á áfanga-
staðinn mjög erfið. Aldrei í sögunni
hefur jafn margt fólk verið saman
komið á einum stað á einum tíma
og degi. Ég var mjög þakklátur fyrir
að fá að upplifa atburð sem þennan,
forréttindi sem ljósmyndari að fá að
vera á þessum stað með öllu þessu
fólki,“ segir Einar Falur. „Myndavélin
hefur leitt mig í mikil ævintýri og
fyrir það er ég þakklátur.“
Ég vinn eins
og kvikmynda
gerðarmaður og fylgi eftir
tökuhandriti. Ég leggst
í nördarannsókn fyrir
stóru verkefnin. Finn réttu
nálgunina fyrir hvert skot,
finn rétta tóninn – finn
minn tón ...
Gamall og fátækur námumaður Felix
að nafni puðar djúpt í námum Cerro
Rico-fjallsins í Bólivíu, 1985. Í því voru
auðugustu silfurnámur sögunnar en
á valdatíð Spánverja létust milljónir
þræla í námunum. Sagan er rakin í
einum kafla bókarinnar Án vegabréfs.
Bus4u Iceland ehf. I info@bus4u.is I www.bus4u.is
@bus4uiceland
#bus4u_iceland
VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum Í 40 ár // 67