Víkurfréttir - 16.12.2021, Blaðsíða 40
Nafn og starf/staða:
Hanna Björg Konráðsdóttir, lögfæð-
ingur í raforkueftirliti Orkustofnunar.
Hvernig hagar þú jólagjafainn-
kaupum?
Ég reyni nú yfirleitt að byrja eins
snemma og ég get, safna því sem
ég veit að fjölskyldumeðlimi vantar
yfir árið og reyni að vera praktísk.
Ég keypti eitthvað á netinu á Black
Friday en ég hef ekki alveg komist
upp á lagið með þennan singles day.
Síðan keypti ég eitthvað erlendis í
haust en svo eru alltaf nokkrar gjafir
sem fá að bíða fram á Þorláksmessu
og ég versla þær í Keflavík. Mér
finnst dásamlegt að labba Hafnar-
götu á Þorláksmessu. Þetta er sem-
sagt mjög skipulögð óreiða hjá mér.
Hvað með jólaskreytingar, eru þær
fyrr í ár?
Nei alls ekki, í fyrra var ég komin
mun fyrr í ágætis jólaskap og skreytti
snemma í desember. Þetta er í
seinna lagi hjá mér í ár.
Skreytir þú heimilið mikið?
Ég skreyti það fullkomlega mátulega
eins og tími gefst til. Desember er
mjög annasamur tími í vinnunni og
jólaseríur hafa ekki verið í forgangi
til að mynda en ég skreyti frekar
mátulega inni svo allir komist nú í
jólaskap. Annars finnst mér einfaldar
skreytingar fallegastar, greni, könglar
og hnotubrjótar svo skreytingarnar
mínar eru nú frekar einfaldar.
Bakarðu fyrir jólin og ef hvað þá
helst? Áttu þér uppáhaldssmá-
köku.
Í fyrra náði èg að baka mikið, held ég
hafi náð að baka 8 eða 9 sortir. Í ár
hef ég ekki bakað nema eina, og ég
á ekki von á því að ná að baka mikið
meira. Næstu helgi er Bikarkeppnin
í sundi og öll helgin fer í það og tón-
listarnám hjá eldri dótturinni svo að
ég býst fastlega við að ég endi með
restar af Ikea smákökunum. Ég er
búin að baka sörurnar sem eru í for-
gangi enda nauðsynlegt með kaffinu
þegar gjafirnar eru opnaðar. Allt
annað er aukaatriði. Ég held samt
mikið upp á súkkulaði og möndlu-
kökur frá mömmu sem kallast þrí-
hyrningakökurnar. Hrikalega einföld
og góð uppskrift.
Eru fastar jólahefðir hjá þér?
Hrikalega, jólin koma ekki nema
ég fái grafinn villtan lax, rjúpur og
komist í messu. Ég er blessunarlega
svo vel gift að manninum mínum
leiðist ekkert að ná í rjúpur fyrir
mig. Ég held að Baggalútur hafi
samið jólalagið, Rjúpur, um mig. Jólin
koma ekki án rjúpnalyktar hvað sem
fólki finnst um slíka þrjósku. Í ár er
ég samt frekar stolt af því að laxinn
í forrétt er veiddur af mér. Ég hef
fengið foreldra mína og tengdafor-
eldra í mat á aðfangadag og það er
notalegt. Á jóladag höfum við mjög
oft farið í brunch til mömmu og þá er
jólagrauturinn og borinn fram ásamt
öðru dásamlegu góðmeti. Aðrar
hefðir eru breytilegar.
Hvernig er aðventan - hefðir þar?
Nei engar fastar hefðir þar en við
reynum að gera eins notalegar
stundir og við getum með stelpunum
okkar á milli jólatónleika og sund-
móta.
Hver eru fyrstu jólin sem þú manst
eftir? Áttu skemmtilega jólaminn-
ingu?
Ég get ekki sagt að ég muni eftir
einni ákveðinni jólaminningu úr
barnæsku en jólin voru bara alltaf
dásamlegur tími með fjölskyldunni.
Mamma sá um að gera allt notalegt
en oft var stressið ansi mikið. Hún
sett mjög háan standard fyrir mig,
ég þarf stundum að segja sjálfri
mér hvað er mikilvægast í undir-
búningnum og forgangsraða því
sem skiptir máli. Það er svo auðvelt
að ætla sér um of, við þurfum alltaf
að finna rétta milliveginn í amstri
dagsins. Ég verð einhvern tímann
orðin hrikalega góð í því.
Þóranna K. Jónsdóttir, nýráðin leiðtogi markaðsmála hjá BYKO segir jólin hjá henni snúast um sam-
veru með sínum nánustu og hún nýtir netið til að kaupa sem flestar jólagjafir. Þá eru margar jóla-
hefðir hjá fjölskyldunni í mat og fleiru. Jólagrauturinn er til dæmis lögbundinn.
Hvernig hagar þú jólagjafainn-
kaupum?
Ég vil helst geta verslað allt fyrir
jólin sitjandi uppi í sófa í nátt-
fötunum og með teppi við tölvuna.
Netið er algjörlega málið. Ég reyni
eins og ég get að beina öllum mínum
viðskiptum til innlendra verslana
enda mikilvægt að halda íslenskri
verslun blómstrandi, ekki síst til
að halda í dýrmæt störf og efla ís-
lenskan efnahag.
Hvað með jólaskreytingar, eru þær
fyrr í ár?
Úff nei. Það er ekki síst þar sem
maður er á haus að koma sér inn í
nýtt starf. Svo er ég líka í dag með
tvo unglinga sem breytir hlutunum
töluvert. Áður settu krakkarnir
pressu á að skreyta snemma en
þetta er ekki jafn mikið mál fyrir
þeim núna og það smitast um allt
heimilið.
Skreytir þú heimilið mikið?
Ég hef síðustu jólin verið að minnka
verulega og velja frekar færri hluti
og fallegri. Þessi jólin er ég að fara
í gegnum allt saman og henda fullt
af dóti. Svo ætla ég að sjá hvað eftir
stendur og hvort ég fæ mér eitthvað
smá meira, en mig grunar að það sé
nóg til nú þegar. Fjárfesti reyndar í
fjórum Georg Jensen óróum í ár en
ekki þessum klassísku gylltu heldur
silfurlitum og einfaldari í hönnun
(hjarta, bjalla, kúla og stjarna).
Bakarðu fyrir jólin og ef hvað þá
helst? Áttu þér uppáhaldssmá-
köku?
Nei. Ég hef verið sykur, glútein
og gerlaus í mörg mörg ár og mjög
mjólkurlítil. Á nokkrar góðar upp-
skriftir sem samræmast því en aftur,
þetta árið hef ég ekki gefið mér tíma
í það. Krakkarnir eru hinsvegar dug-
legir, sérstaklega 13 ára guttinn minn
og gerir þá helst gúmmelaði súkku-
laði smákökur - og svo er nú fínt að
styrkja íslenskan efnahag og leyfa
bara atvinnufólkinu að gera þetta
og kaupa tilbúið deig í búðinni.
Eru fastar jólahefðir hjá þér?
Það eru nokkrar. Við fjölskyldan,
við, foreldrar mínir, bróðir minn
og fjölskyldan hans, förum alltaf út
að borða saman kvöldmat á Þor-
láksmessu, sem er yndislegt. Á að-
fangadag förum við til tengdaforelda
minna í hádeginu. Þar er boðið upp
á heitt hangikjöt með kartöflum
og uppstúf, af því að það
er jú svo penn kvöld-
verður framundan
e ð a þ a n n i g .
Svo er alltaf
h u m a r m e ð
djúsí rjómasósu
í forrétt á að-
fangadag. Þetta
eru svona þessar
helstu. Og spilakvöld -
sem flest spilakvöld með
fólkinu mínu. Elska þau!
Hvernig er aðventan - hefðir þar?
Frú Grinch hérna ha ha ha ... það
eru helst jólaviðburðir í vinnunni
en svo reyni ég meira að hafa kósý,
kerti og afslappelsi. Nenni ekki að
detta í jólastressið og hef staðið mig
vel í því í ansi mörg ár núna. Eitt af
fáu sem ég sakna er að fá mér jóla-
glögg sem er í miklu uppáhaldi, en
er að reyna að finna útúr því að geta
gert góða slíka án áfengis og sykurs.
Get ekki sagt að Covid hafi sett neitt
strik í reikninginn.
Hveru eru fyrstu jólin sem þú
manst eftir? Áttu skemmtilega jóla-
minningu?
Veit sosum ekki hvort ég man eftir
þeim per se, en hef séð myndir sem
kveikja minningarbrot. Þau eru hjá
ömmu og afa vestur á Ísafirði, í
sparistofunni í bláum kjól með hvítu
munstri sem mamma saumaði, stýri
í afar stuttu ljósu hári (kom seint) og
að hella upp á kaffi fyrir allt fólkið
mitt í nýja kaffistellinu sem ég fékk
í jólagjöf. Allar minningar frá ömmu
og afa á Ísafirði eru sérstakar og í
miklu uppáhaldi.
Hefurðu sótt messu um
jólahátíðirnar í gegnum
tíðina?
Ég er ekki trúuð og
fyrir mér snúast
jólin ekki um það
heldur notalegan
tíma með fjölskyldu
og vinum. Hef þess-
vegna ekki sótt messu
um hátíðarnar, en efast
ekki um að það er mjög
falleg stund.
Eftirminnilegasta jólagjöfin?
Eggjasuðutæki frá kærastanum
mínum og svo eiginmanni til 20
ára, fyrstu jólin okkar saman. Getur
ímyndað þér hvað ég var glöð ha ha
ha ... hélt að það væri bara gjöfin!
Vissi ekki alveg hvað ég átti að segja
þegar hann hringdi um kvöldið. Þá
hafði hann unnið það í happdrætti á
einhverju jólakvöldi og fannst hrika-
lega fyndið að gefa mér það. Hann
kom svo seinna um kvöldið til mín
með falleg nærföt í pakka. Þessi saga
er mjög oft rifjuð upp í minni fjöl-
skyldu og mikið hlegið.
Er eitthvað sérstakt sem þig langar
að fá í jólagjöf?
Hmmmm…. samverustundir með
fjölskyldunni. Einhverja upplifun
saman. Þarf ekki að vera merkilegt
- saman er aðalmálið.
Hvað verður í jólamatinn hjá þér
á aðfangadagskvöld? Eru hefðir í
mat?
Humarinn í forrétt, eins og ég
nefndi fyrr. Annars höfum við ekki
fylgt hefðum mikið í þó nokkur ár.
Ef við erum hjá mömmu og pabba
eru þau almennt með kalkún, en
þegar við sjáum um þetta sjálf þá
förum við nú helst í Kjötkompaní og
fáum þar eitthvað gúmmelaði og allt
með. Þetta snýst ekki um að standa
sveitt í eldhúsinu allan daginn heldur
bara að njóta þess að borða góðan
mat saman. Aftur látum við bara
atvinnufólkið um málið. En svo er
jólagrauturinn lögbundinn. Grjóna-
grautur, kældur og svo hrært út í
hann þeyttum rjóma. Hitt fólkið er
svo með súkkulaðisósu sem er Mars
brætt í rjóma. Ég föndra mitt eigið
sykurlausa súkkulaði - en annars
finnst mér grauturinn bara hrikalega
góður eintómur.
Eggjasuðutæki frá kærastanum
Hanna Björg Konráðsdóttir reynir að vera praktísk í jólagjafainn-
kaupum en endar alltaf á því að kaupa þær síðustu á Hafnargötunni í
Keflavík á Þorláksmessu. Hún er með fastar hefðir í jólamánuðinum,
misdugleg að baka en er mikil rjúpukona. Samdi Baggalútur rjúpu-
lagið um lögfræðinginn hjá Orkustofnun?
Jólin koma ekki án rjúpulyktar
Hanna og Jói
hamfletta rjúpu
fyrir jólin.
Mæðgurnar eru
tilbúnar í jólin 2021.
40 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum Í 40 ár