Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2021, Side 87

Víkurfréttir - 16.12.2021, Side 87
Take off Bistro er nýr veitingastaður sem opnaði á Ásbrú í haust. „Þetta er bistro staður og ætti að vera skemmtileg viðbót á Suðurnesjum,“ segir Magnús Ólafsson, veitingastjóri en nýi staðurinn er á BB hótel - Ásbrú. Á Take off Bistro er boðið upp á léttan og fjölbreyttan matseðil, rétti eins og kjúklingavængi, fisk og franskar, rif, úrvals borgara og þá eru einnig vegan réttir á seðlinum. Í desember er einnig boðið upp á ljúffengan 150 gr. hrein- dýraborgara í tilefni hátíðanna. Staðurinn er opinn öllum en viðbrögð íbúa Suðurnesja hafa verið mjög góð. „Ásbrú er stórt íbúðahverfi og því tilvalið fyrir fólk þar að koma til okkar en auðvitað viljum við sjá sem flesta aðra á Suðurnesjum. Við erum að bæta við fjölbreytni í veitingahúsaflóruna hér á svæðinu,“ segir Magnús sem hefur mikla reynslu úr veitingageiranum. Hann hefur til dæmis starfað á Library og KEF restaurant. Nýi staðurinn sem er á 2. hæð BB hótels, tekur 68 manns í sæti og er opin frá kl. 18 til 21.30 og „happy hour“ er kl. 18-19. Þá er bar á hótelinu sem er opinn alla daga og þar er líka hamingjustund kl. 16 til 18. BB flugvallarhótelið hefur verið vinsælt hjá ferða- löngum en á því eru 138 herbergi. Unnið er að endur- bótum og stækkun sem stefnt er að ljúka við á vordögum. Eigendurnir eru þeir Heiðar Reynisson og Kristján Pétur Kristjánsson. NÝR VEITINGASTAÐUR OPNAR Á ÁSBRÚ Magnús Ólafsson á nýja Take off Bistro veitingastaðnum á BB hótelinu. hagvangur.is Ásbrú fasteignir leita að fjármálastjóra, helstu verkefni fjármálastjóra eru utanumhald fjármála félagsins og dagleg stjórnun skrifstofu. Við leitum að drífandi aðila sem líkar að sinna fjölbreyttum verkefnum, býr yfir nákvæmni og skipulagi og hefur mikla hæfni í mannlegum samskiptum. Helstu verkefni • Yfirumsjón og ábyrgð á bókhaldi og milliuppgjörum félagsins • Fjárstýring, aðkoma að áætlanagerð og uppgjöri • Stjórnun skrifstofu og samskipti við leigutaka • Fjármálagreiningar og framsetning rekstrarupplýsinga • Skýrslugerð og önnur tilfallandi verkefni Hæfniskröfur • Menntun sem nýtist í starfi • Reynsla af sambærilegu starfi kostur • Frumkvæði, skipulag og sjálfstæði í vinnubrögðum Umsóknarfrestur er til og með 19. desember nk. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is. Nánari upplýsingar veitir: Yrsa Guðrún Þorvaldsdóttir, yrsa@hagvangur.is Ásbrú ehf. er framsækið fasteignaþróunarfélag með íbúða- og atvinnueignir. Félagið býður upp á fjölbreytt úrval íbúða, bæði til sölu og leigu, fyrir einstaklinga og fjölskyldur á Ásbrú í Reykjanesbæ. Fjármálastjóri - Ásbrú fasteignir VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum Í 40 ár // 87

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.