Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2021, Blaðsíða 93

Víkurfréttir - 16.12.2021, Blaðsíða 93
Þekking í þína þágu Óskum öllum nemendum og Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. mss.is Gleðileg jól kæru nemendur Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári Ásdís Erla hefur glatt lesendur með teikningu vikunnar sem birst hefur í Víkurfréttum. Hún er mikil hagleikskona og er list- og verkgreinakennarinn í Myllubakkaskóla. Hún er dugleg í jólaskreytingum. Það eru fast mótaðar hefðir hjá fjölskyldunni á jólum en Ásdís Erla er kominn í jólakertabransann og hefur gert „þakklætis- og vinakerti“ og þau hafa verið vinsæl til gjafa. Nafn og starf/staða: Ásdís Erla Guðjónsdóttir – List-og verkgreinakennari í Myllubakkaskóla Hvernig hagar þú jólagjafainn- kaupum: Ég byrja yfirleitt tiltölulega snemma að huga að jólagjafakaupum og vil helst vera búin með gjafakaupin fyrir aðventu. Innkaup á netinu hafa komið sterkt inn og flestar gjafir núna hef ég keypt á netinu og fengið sent heim sem mér finnst mjög þægi- legt. Hvað með jólaskreytingar, eru þær fyrr í ár? Við hjónin erum heilmikið jóla- skreytingarfólk og hefðin er að reyna að kveikja á öllu fyrstu aðventu- helgina, þá gerum við smá úr því, fáum okkur heitt kakó og piparkökur fjölskyldan og njótum. Það er bara yndislegt að lýsa upp skammdegið og njóta jólaljósanna á aðventunni. Jólatréð fer þó síðast upp. Ólst upp við það að jólatréð var sett upp á Þorláksmessu og þó ég setji það nú upp kannski nokkrum dögum fyrir Þorláksmessu er það svona loka- punktur skreytinganna og inngangur inn í hátíðleikann. Skreytir þú heimilið mikið? Já frekar, mikið myndi ég segja, er heilmikið jólabarn og skreytingar manneskja. Finnst gaman að búa til jólaskreytingar, kransa, kertaskreyt- ingar og þess háttar. Finnst gaman að fylgjast með tískustraumum í jóla- skreytingum frá ári til árs, þó margt fari auðvitað upp ár eftir ár og er stór partur af minningum tengdum jólum. Bakarðu fyrir jólin og ef hvað þá helst? Áttu þér uppáhaldssmá- köku? Já ég baka nú alltaf eitthvað, en það fer þó bara eftir tíma og stemningu hverju sinni. Það getur verið misjafnt milli ára, hef lært að jólin koma alveg þó smákökusortir í baukum séu ekki margar. Engiferkökur og Emmur eru í uppáhaldi hjá fjölskyldunni og við reynum að baka þær sortir svo er hefð að baka Sörur með mömmu minni og systur. Eru fastar jólahefðir hjá þér? Já jólin eru nú svolítið fastmótuð í hefðum, bæði hvað varðar mat, samveru og jólaboð í fjölskyldunni. Erum heima á aðfangadagskvöld en svo taka við jólaboð hjá minni fjöl- skyldu í foreldrahúsum á Selfossi og jólaheimsókn á Hvolsvöll til tengda- foreldra minna. Ómissandi hluti hefðanna á jólum er að kveikja ljós hjá látnum ástvinum í kirkjugörð- unum. Þó hefðirnar séu fastmótaðar í ramma eru þær þó smá sveigjan- legar þar sem eiginmaðurinn er í vaktavinnu. Hvernig er aðventan – hefðir þar? Síðustu misseri fyrir aðventu hafa verið svolítið annasöm, en þetta er þriðja árið sem ég er í jólakerta- bransa fyrir jólin. Hanna sem sagt texta og sem ég set á kerti. Ég reyni að klára sem mest fyrir aðventu en þetta árið teygist þetta aðeins inn í aðventuna, þar sem ég hannaði í ár „þakklætis-“ og „vináttu“ kerti sem hafa verið vinsæl í gjafir. Vilfríður er líka karakter sem varð til hjá mér á árinu í tengslum við „teikningu dagsins“ áskorun sem ég vann með á árinu. Jóla Vilfríður fékk að fara á kerti og með henni fylgir lítill bækl- ingur með örsögum af uppátækjum hennar. Stússið í kringum kertin er þó mjög gefandi og fjölskyldan er virkjuð saman í pökkun og þess háttar sem er bara jólaleg samvera undir jólatónlist. Aðventan er líka mjög skemmtilegur tími í vinnunni. Það er svo gaman að vinna með börnum og upplifa jóla spenninginn í gegnum þau og fá að skapa með þeim eitthvað fallegt. Við höfum gjarnan reynt að fara á jólatónleika fyrir jólin. Slepptum því í fyrra vegna Covid og horfðum á tónleika í streymi og býst við því að það verði eins í ár. Annars finnst mér bara mik- ilvægt að hafa aðventuna notalega í huggulegheitum og missa sig ekki í einhverju jólastressi. Á Þorláks- messu ólst ég upp við óminn af jóla- kveðjum Ríkisútvarpsins í útvarpinu og það er algjör hefð að hafa þær á á Þorláksmessunni. Hvernig eru fyrstu jólin sem þú manst eftir? Áttu skemmtilega jóla- minningu? Á bara góðar og hlýjar minningar frá æskujólum á Selfossi með foreldrum og fjórum systkinum. Í minningunni finnst mér alltaf hafa verið pínu snjóþungt og ég man eftir okkur systkinum dúðuð í snjógöllum á jólum að renna okkur á sleðum og skautum. Jólin 1983 eru eftir- minnileg, þá er ég 11 ára og mamma eignaðist yngsta bróður minn á Þor- láksmessu. Á þeim tíma lágu konur sængurleguna í um viku og ég man eftir okkur systkinum undirbúa jólin heima með pabba á milli þess sem við heimsóttum mömmu og litla bróður á sjúkrahúsið, öðruvísi en jafnframt dásamleg jól. Hefur þú sótt messu um jólahátíð- irnar í gegnum tíðina? Ég var nú duglegri við að fara í jóla- messu þegar við bjuggum á Selfossi, þá fórum við stundum í miðnætur- messu í Selfosskirkju á aðfangadags- kvöld sem mér fannst einstaklega jólalegt. Við hlustum á Aftansönginn í útvarpinu á Aðfangadagskvöld og hátíðarmessuna á Jóladag og finnst það ómissandi hluti jólanna. Eftirminnilegasta jólagjöfin? Man eftir að hafa fengið skauta sem mig langaði voðalega í og eitt árið fengum við systkin „Frosty“ sem var voða mikið „inn“ og auglýst mikið, sennilega upp úr 1980. Þetta var svona snjókarl sem þú settir klaka inn í, svo handsnerir þú kvörn sem var inn í honum og hann breytti klökum í krap sem maður setti svo bragðefni út í. Skemmtum okkur konunglega yfir þessu þau jól. Er eitthvað sérstakt sem þig langar að fá í jólagjöf? Yndislegustu gjafirnar eru þær sem hver og einn velur til manns finnst mér, það kemur alltaf svo skemmti- lega á óvart og gaman að upplifa hugsunina og kærleikinn á bak við gjöfina. Ekkert sérstakt á óskalist- anum nema að mér finnst ómiss- andi að fá eina bók til þess að lesa yfir jólin. Hvað verður í jólamatinn hjá þér á aðfangadagskvöld? Eru hefðir í mat? Það vill svo heppilega til að við hjónin eru bæðin alin upp við lamba- hrygg á Aðfangadag. Bara alveg af „gamla skólanum“ ekki reyktur og bara kryddaður með salti og pipar. Þannig að það hefur aldrei verið ágreiningur með það, fyrir okkur eru það jólin á aðfangadag. Jólaboðin sem koma svo í framhaldinu inni- halda nóg af hangiketi og reyktum mat svo lambið góða er bara kær- komið á aðfangadagskvöld. Vilfríður er karakter sem varð til hjá Ásdísi á árinu í tengslum við „teikningu dagsins“ áskorun sem ég vann með á árinu. Jóla Vilfríður fékk að fara á kerti og með henni fylgir lítill bæklingur með örsögum af uppátækjum hennar. Mikið jólabarn og skreytir mikið Ásdís Erla með kerti sem hún hannar texta á. Hún gleður lesendur Víkurfrétta með vikulegri skopteikningu. VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum Í 40 ár // 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.