Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2021, Blaðsíða 76

Víkurfréttir - 16.12.2021, Blaðsíða 76
Vilhjálmur Árnason alþingismaður og Grindvíkingur hefur síðustu árin á Alþingi verið upptekin við þing- störf fram eftir jólamánuðinum en þessi árin verður fjölskyldan erlendis. En þrátt fyrir það er mikið skreytt og Villi lumar á skemmtilegum sögum frá jólaundirbúningi og fleiru en það gekk vel núna á aðventunni þegar fjölskyldan var saman í sóttkví. Hvernig hagar þú jólagjafainn- kaupum? Ég bý svo vel að vera kvæntur miklu jólabarni sem byrjar jólagjafainn- kaupin síðsumars og er oftar en ekki búin að kaupa allt og jafnvel pakka inn fyrir desember. Ég kem með hugmyndir og aðra litla aðstoð inn í þetta. En Sigurlaug á afmæli á aðfangadag. Það eru því tvær gjafir sem standa eftir fyrir mig. Ég nota allan desember í að hugsa út í hvað skyldi kaupa. Það eru langir dagar á Alþingi fyrir jólin og nýti ég oftast stund á milli stríða þar til að skjótast eftir því sem hefur orðið fyrir valinu oftast örfáum dögum fyrir jól. Pakka því svo seint inn á Þorláksmessu- kvöld. Hvað með jólaskreytingar, eru þær fyrr í ár? Jólaskreytingar eru oftast frekar snemma komnar upp hjá okkur. Við verðum í fyrsta sinn erlendis þessi jólin og því komu jólaskreytingarnar seinna upp nú en áður. S k r e y t i r þú heimilið mikið? Já ég myndi segja að það sé almennt mikið skreytt e n d a m e ð mikið jóla- barn á heimilinu eins og áður var getið. Bakarðu fyrir jólin og ef hvað þá helst? Áttu þér uppáhaldssmá- köku? Já við bökuðum nokkrar sortir nú fyrir jólin og gerum það oftast. Baksturinn einkennist mikið af þörfum hvers og eins heimilismanns, en það er ofnæmi fyrir hveiti og mjólk á heimilinu og svo er ég sjálfur á KETO. Súkkulaðibitakökurnar hennar ömmu og maregnstopparnir hennar mömmu hafa alltaf skapað eftirvæntingu. Svo bakaði ég lagtertu í Keto-stíl núna sem er alltaf góð. Svo er bara að muna að borða þetta strax því það er nóg annað til að borða yfir jólin sjálf og þá vill maður daga uppi með smákökurnar sem klárast ekki fyrir jól. Eru fastar jólahefðir hjá þér? Þær eru ekki svo margar né strangar. Okkar helsta jólahefð hefur verið afmæliskaffi á aðfangadagsmorgun fyrir afmælisprinsessuna á heim- ilinu. Við hjónin setjum svo jóla- sokkinn upp síðustu nóttina með strákunum með von um um að fá eitthvað fallegt frá jólasveininum. Hvernig er aðventan - hefðir þar? Aðventan er mér kær en þann 8. desember 2006 útskrifaðist ég sem lögreglumaður og þann dag fékk ég eiginkonuna í útskriftargjöf og eigum við því afmæli á aðventunni. Aðventan undanfarin ár hefur ein- kennst af óskipulagi og óvissu. Að- ventan er mikill annatími á Alþingi og því gáfumst við fljótt upp á að plana tónleikaferð eða aðra viðburði á aðventunni. Sigurlaug er flugfreyja og ekki hjálpar það til við að gera reglulega dagskrá. Okkur finnst samt mjög gaman þegar við náum að fara á tónleika og reynum það gjarnan. Þegar ég var yngri þá fórum við fjölskyldan alltaf til systur hennar mömmu í laufabrauðsbakstur sem var alltaf mikið tilhlökkunarefni. En ég borða alltaf skötu hjá tengdó á Þorláksmessu. Covid hefur í raun hjálpað við undirbúning jólanna nú. Synir okkar þrír fengu Covid hver á eftir öðrum án þess að vera veikir. Við nýttum því tíman hér heima saman í sóttkvínni við að gera jóla- hreingerningu, bakstur og skreyta húsið. Hveru eru fyrstu jólin sem þú manst eftir? Áttu skemmtilega jóla- minningu? Fyrstu jólin sem ég man eftir voru heima á Sauðárkróki þegar ég um 6 ára. Að borða lambahrygg. Þá gleymdist að kaupa Mackintosh-ið fyrir jólin sem var mikill skellur. En svo opnaði ég jólapakka frá systur hans pabba og hafði hún laumað fullt af Mackintoshi með, ég varð svo ánægður að ég henti vettlingunum sem ég hafði fengið í pakkanum beint á kertaskreytinguna og kveikti í þeim. Jólaminningarnar eru flestar frá jólaundirbúningi og hefðum frá því að ég var ungur á Sauðárkróki. Stússið í kringum jólabakstur og ný jólaföt með ömmu og mömmu. Við fórum svo alltaf til ömmu og afa í eftirréttinn þar sem fleiri úr fjöl- skyldunni voru og spiluðum langt fram á nótt. Hefurðu sótt messu um jólahátíð- irnar í gegnum tíðina? Ég hef farið nokkrum sinnum í messu yfir jólin en það er ekki föst hefð. Það er alltaf hátíðlegt og gott að fara í messu. Eftirminnilegasta jólagjöfin? Það er líklega sú sem ég barðist hvað mest fyrir en átti aldrei von á að ég fengi. Það var svo stór gjöf að biðja um á þeim tíma. En þá var ég að biðja um að fá 14“ litasjónvarp með fjarstýringu í jólagjöf. Svo má ekki gleyma gjöfinni með fyrrnefndu Mackintosh-i. Er eitthvað sérstakt sem þig langar að fá í jólagjöf? Ég á nú oftast mjög erfitt með að svara því hvað mig langar í jólagjöf. Geri helst bara kröfu um að það sé eitthvað praktískt og að það séu líkur á að það nýtist. Besta jólagjöfin eru allar þær góðu minningar sem fjölskyldan skapar saman um jólin. Hvað verður í jólamatinn hjá þér á aðfangadagskvöld? Eru hefðir í mat? Það á nú það sama við hér og um jólabaksturinn að þetta er soldið fjölbreytt vegna mismunandi þarfa og smekk fjölskyldumeðlima. En það hefur kannski verið hefðin hjá okkur að það sé fjölbreyttur matseðill. Ég hef nú samt held ég á öllum mínum jólum fengið íslenskt lambakjöt. Allir líkur á að við gerum eitthvað öðru- vísi í ár hvað þetta varðar. Kveikti í vettlingunum sem komu upp úr jólapakkanum blaalonid.is Gleðilega hátíð Bláa Lónið óskar þér gleðilegrar hátíðar 76 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum Í 40 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.