Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2021, Blaðsíða 26

Víkurfréttir - 16.12.2021, Blaðsíða 26
Bragi Guðmundsson ehf. er byggingaverktakafyrirtæki í eigu feðganna Braga Guðmundssonar og Sveinbjörns Bragasonar. Þeir feðgar hafa verið afkastamiklir í húsasmíði í Garðinum og reyndar víðar síðustu ár. Bragi hefur verið byggingaverktaki í fjóra áratugi en Sveinbjörn sonur hans er alinn upp í smíðunum með pabba sínum og kom inn í reksturinn fyrir nokkrum árum. Fleiri úr fjölskyldunni koma að rekstrinum á einn eða annan hátt. Pétur Bragason teiknar húsin fyrir föður sinn og Bára Bragadóttir starfar einnig hjá föður sínum og bræðrum, því þegar hún er ekki að smíða, þá aðstoðar hún Þorvald bróður sinn á tannlæknastofu hans í Keflavík. Þá sér Valgerður Þorvaldsdóttir, eiginkona Braga, um bókhaldið. Eins og við sögðum frá í Víkur- fréttum í síðustu viku þá tók Bára Bragadóttir fyrstu skóflustunguna að fyrstu íbúðum Braga Guðmunds- sonar ehf. við Báruklöpp í Garði en það gata í Klappa- og Teigahverfi í Garði í Suðurnesjabæ. Þar mun mun Bragi Guðmundsson ehf. byggja sam- tals tuttugu og fjórar íbúðir í rað- og parhúsum. Bragi segir að nafn göt- unnar, Báruklöpp, vera skemmti- lega tilviljun. Móðir hans hét Bára og þá heiti dóttir hans því nafni og því ekkert annað komið til greina en að hún myndi taka fyrstu skóflu- stunguna. Við Báruklöpp verða tuttugu og fjórar íbúðir í rað- og parhúsum. Hvað stendur til hérna, eru bara stórframkvæmdir framundan? Bragi: „Við ætlum að leggja undir okkur tuttugu og fjórar íbúðir í þessari götu, Báruklöpp, nafni sem móður mín hét en það var bara til- viljun að það kom upp.“ Hvernig íbúðir eru þetta? Bragi: „Þetta eru tólf íbúðir sem eru í raðhúsum án bílskúrs en hinar íbúð- irnar eru í parhúsum með bílskúrum. Við erum að breyta um stíl og taka upp alveg nýjan stíl.“ Hvað segir þú mér um þennan nýja stíl? Bragi: „Þetta er orðið svo einsleitt, við ætlum bara að breyta um stíl. Við vorum búnir að byggja svo mikið af svipuðu húsum að okkur langar að breyta til. Ætlum að byggja vistvæn hún með gras á þakinu, aðeins að leggja metnað í þetta. Það er svolítið myndarlegt að taka heila götu, hvernig er það hugsað? Sveinbjörn: „Við ætlum að vinna með heildarmynd af götunni og klára hana frá A til Ö þannig að heildar- mynd götunnar sé góð.“ Hvað áætlið þið að þetta taki langan tíma? Sveinbjörn: „Við áætlum að taka þetta á tveimur árum.“ Fasteignamarkaðurinn er náttúr- lega búinn að vera mjög góður? Sveinbjörn: „Já, það er mikið mikið trukk á honum Er unga fólkið að koma í Garðinn eða er þetta blandað? Bragi: „Þetta er mikið blandað þar sem við höfum byggt í hverfi hér utar í Garðinum ofan við Útskála og þar eru nú komnar í sjötíu og eitt- hvað íbúðir í heilu hverfi sem við erum búnir að byggja upp á nokkrum árum. Það er þó nokkuð af fólki sem er að koma úr Reykjavík, bara fullorðið fólk sem sér tækifærin í að selja á höfuðborgarsvæðinu og kaupa fasteign hér suður með sjó. Svo er náttúrlega líka komið hingað ungt fólk, þannig að þetta er góð blanda.“ Verið að frá 1980 Hvað ertu búin að vera lengi í fyrir- tækjarekstri sem byggingaverk- taki? Bragi: „Ég er búinn að vera að síðan 1980, stanslaust og hef upplifað ýmislegt. Þetta byrjaði eiginlega þegar ég byggði húsið mitt 1978 og það má segja að ég hafi verið sjálf- stæður byggingaverktaki síðan.“ Er þessi vinna búin að breytast mikið á þessum tíma? Bragi: „Já, hún er allt öðruvísi. Bara eins og uppsláttur á húsum, það er ekki timbur lengur, þetta eru bara flekar og kranar. Þetta er léttara á hendinni miðað við hvernig þetta var og miklu fljótlega.“ Það er orðið mjög algengt í dag að íbúðir eru fullkláraður og fólk flytur inn og þarf ekkert að taka með sér nema bara kaffikönnuna og rúmfötin? Bragi: „Ég skila mínum verkum þannig í dag að það er allt búið og ég fer bara með blómvönd og set hann á eldhúsborðið og húsið er allt klárt, ekki einn nagli eftir. Ég get orðað það þannig að lífsþorstinn hjá okkur feðgum er í því að klára hlutina.“ Ertu búinn að vera heppinn í gegnum tíðina með reksturinn? Bragi: „Ég hef verið mjög heppinn og alltaf nóg að gera. Það hefur eigin- lega ekki dottið dagur úr alla tíð en við erum náttúrulega alltaf að skapa verkefni samhliða öðru eins og þetta. Þannig tökum við sveifluna í þessu ef annað dettur niður. Við ætlum núna að halla okkur aðeins meira út í þessa hlið en vera ekki út um allt eins á landafjandi.“ Hvernig er að vera búinn að vera í fyrirtækinu með föður sínum? Sveinbjörn: „Það er bara mjög gott og búið að reynast mjög vel.“ Það er ýmislegt sem þarf að gera? Sveinbjörn: „Það er af mörgu að taka, það er bara svoleiðis, það fylgir rekstri“ FORRÉTTINDI AÐ BYGGJA Í GARÐINUM – segir Bragi Guðmundsson, byggingaverktaki til 40 ára, í viðtali við Víkurfréttir Það er þó nokkuð af fólki sem er að koma úr Reykjavík, bara fullorðið fólk sem sér tækifærin í að selja á höfuð­ borgarsvæðinu og kaupa fasteign hér suður með sjó. Tölvugerðar myndir af Báruklöpp. Sveinbjörn Bragason, Bára Bragadóttir, Bragi Guðmundsson, Valgerður Þorvaldsdóttir og Pétur Bragason eftir að Bára hafði tekið fyrstu skóflustunguna að Báruklöpp. 26 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum Í 40 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.