Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2021, Síða 32

Víkurfréttir - 16.12.2021, Síða 32
Halla Benediktsdóttir úr Keflavík hefur verið kölluð móðir Íslands í Kaupmannahöfn og það er ekkert skrýtið. Mikill fjöldi Íslendinga hefur leitað til hennar um hin ýmsu málefni allt frá því hún hóf þar störf fyrir all nokkrum árum síðan. Halla og Hrannar Hólm, eiginmaður hennar, fluttu til Kaupmannahafnar vegna atvinnu bóndans og þau voru bara nýkomin í kóngsins Kaupmannahöfn þegar leið Höllu lá í Jónshús. Keflavíkurhjónin hafa búið annars staðar en í heimabænum stærstan hluta lífs síns og eru ekki á leiðinni heim. En hvað er þetta með „móðir Íslendinga“? „Ég frétti fljótt af Jónshúsi þegar ég kom til Kaupmannahafnar og sá á Facebook að þar væri íslenskuskóli. Verandi með tíu ára gamlan strák var ekkert annað á dagskránni en að mæta með drenginn í skóla. Uppfrá því mætti ég í Jónshús í hverri viku með drenginn en í þessum heim- sóknum mínum uppgötvaði ég að Jónshús var svo miklu meira. Það voru kaffihlaðborð um helgar og alls kyns hittingar og hópar að störfum í húsinu á hverjum degi.“ Halla segir að hægt og rólega hafi hún farið að nýta húsið sem var aðal samkomustaður Íslendinga í Kaup- mannahöfn. „Ég byrjaði að prjóna og datt fljót- lega inn í prjónaklúbbinn Garna- flækjuna sem hittist einu sinni í mánuði og svo stofnaði ég hóp hóp sem heitir Félag kvenna í atvinnu- lífinu, líka með aðsetur í Jónshúsi. Umsjónarmenn hússins þá voru þau Jón og Inga þannig að ég hélt kannski að maður gæti ekki fengið vinnu í Jónshúsi nema maður héti Jón eða Inga. Svo kom að því að þau hættu. Þá hvöttu vinir mínir mig til að sækja um því ég væri hvort sem er alltaf í húsinu. Ég hélt nú ekki - því mér fannst Jón einhvern veginn alltaf vera að þrífa og ég nennti því nú ekki alveg. Ákvað síðan að sækja um og komst þá að því að 175 um- sækjendur hafi sótt um starfið og þá sagði ég við sjálfa mig að ég yrði að gera eitthvað til þess að hafa áhrif á að ég fengi starfið, sem ég auðvitað gat ekki. En svo var ég ráðin og lík- lega hef ég haft það fram yfir aðra að ég var búin að vera svo mikið í Jóns- húsi og þekkti starfsemina út og inn. Var búinn að vera tengiliður við svo margt og marga. Og hér er ég enn og vil hvergi annars staðar vera.“ Halla og Hrannar hafa búið í nokkrum löndum frá því þau voru ung og vita þess vegna hvernig það er að koma nýr inn í annað sam- félag. Það eru margir Íslendingar sem hafa samband við Jónshús og þar er hún til svara og getur leiðbeint mörgum um flest sem það spyr um. „Sem dæmi fékk ég fyrir nokkrum dögum fyrirspurn um ódýra leigu- íbúð og auðvitað gat ég hjálpað til í því. Þegar maður er búin að vera á annan áratug á svæðinu þá er maður búin að mynda tengsl og afla sér þekkingar og visku á samfélaginu í Köben.“ Við heyrðum að þú hafir fengið þetta fallega nafn ef svo má segja: móðir Íslands? „Jú. Þegar ég hélt upp á afmælið mitt fékk ég afmæliskort með langri vísu og hún endaði þannig að ég væri móðir Íslendinga í Kaupmannahöfn. Það er mikið til í því þar sem margir leita til mín og mér hefur gengið vel að aðstoða marga í hinum ýmsu erindagjörðum. Það er náttúrulega mjög stór hópur Íslendinga sem hefur dvalið í skemmri eða lengri tíma í Kaupmannahöfn og nýtt sér og notað Jónshús. Það hefur verið í þessari mynd eins og það er núna í hálfa öld, sem nokkurs konar fé- lagsheimili Íslendinga og mjög vel Móðir Íslands í Kaupmannahöfn Halla Benediktsdóttir úr Keflavík er ekki á leiðinni heim því hún unir sér vel í Köben þar sem hún er umsjónarmaður Jónshúss, félagsheimilis Íslendinga í borginni. Sendum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Setið með prjónana í Garnaflækjunum í Jónshúsi. 32 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum Í 40 ár
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.