Víkurfréttir - 16.12.2021, Side 14
GLEÐILEGA HÁTIÐ
og farsælt komandi ár
Fyrsta áfanga Hlíðahverfis í
Reykjanesbæ lýkur í júlí 2020
ÍBÚÐIR Á SÖLU HJÁ FASTEIGNASÖLUM
Fyrir fjórum árum var Alexandra Chernyshova að spá í
því að hafa nýárstónleika í Reykjanesbæ þegar Rúnar Þór
Guðmundsson hafði samband við hana, þá tiltölulega ný-
fluttur aftur frá Noregi. „Ég heiti Rúnar Þór tenórsöngvari
og er að flytja í sömu götu og þú býrð í Innri Njarðvík“.
Úr varð að Alexandra bauð
honum í kaffi og þar kynntu
þau hvort fyrir öðru hvað þau
höfðu verið að gera og síðan
bauð Rúnar Þór Alexöndru
að ef hana vantaði tenór-
söngvara í einhver verkefni
þá væri hann tilbúinn. „Ég er
einmitt að skipuleggja nýár-
stónleika og vantar tenór,“
sagði þá Alexandra.
Rúnari Þór leist vel á nýárs-
tónleikana og síðan bættist
við annar heimamaður, Helgi
Hannesson píanóleikari. Und-
irtektir á fyrstu tónleikunum
voru frábærar og úr varð að
þríeykið ákvað að halda tón-
leika árlega eftir þetta í upp-
hafi hvers árs.
Á þessum fjórum tónleikum
sem þegar hafa verið haldnir
hafa verið áugaverðir gestir
á tónleikunum, m.a. japanski
fiðluleikarinn Hiroshi Itou,
skólakór Stóru-Vogaskóla,
stúlknakór Tónlistarskóla
Grindavíkur, Steinar Krist-
insson trompetleikari og Jó-
hann Smári Sævarsson bassa-
söngvari.
Tónleikar í Fitjum í Noregi
Þetta verkefni hefur undið
upp á sig en árið 2019 fóru
þau Rúnar Þór og Alexandra
til Noregs og sungu þar á
Gala-tónleikum fyrir fullu
húsi gesta í gamla bænum
hans Rúnars Þórs.
„Ég gerði svipaða tónleika
þar sem ég bjó á Fitjum í
Noregi. Árlega tónleika sem
voru vel sóttir og eftir að ég
flutti heim til Íslands þá hef
ég haldið eina tónleika þarna
ytra og þá með Alexöndru.
Núna bíða næstu tónleikar
bara eftir því að Covid klárist
svo við getum farið aftur,“
sagði Rúnar Þór.
Tónleikar í sjónvarpi
vegna Covid
Síðustu tónleikar voru frá-
brugðnir þeim fyrri að því
leyti að í stað þess að halda
tónleika með hefðbundnum
hætti var gerð sjónvarps-
dagskrá vegna Covid-19
takmarkana og úr varð
skemmtileg tónleikadagskrá
„Úr kirkjum Suðurnesja“
sem var sýnd í samstarfi við
Víkurfréttir á Hringbraut í
upphafi árs 2021. Tónleika-
dagskráin tókst mjög vel og
þá sérstaklega nálgunin með
að nota fallegar kirkjur Suður-
nesja.
Nýárstónleikar í Ytri
Njarðvíkurkirkju
Núna er stefnt á nýárstónleika
að nýju í Ytri-Njarðvíkur-
kirkju. Gestir að þessu sinni
verður Bjöllukór Tónlistar-
skóla Reykjanesbæjar undir
stjórn Karenar Sturlaugsson.
Tónleikarnir verða 2. janúar
kl. 17:30. Á dagskrá eru þekkt
sönglög, aríur og klassískar
perlur úr óperum.
„Fólk á von á því að heyra
lög sem það kannast við og
eiga vel við í upphafi nýs árs.
Vel við hæfi að byrja nýtt
ár með hátíðlegum hætti
og fallegri söngdagskrá. Við
hvetjum Suðurnesjabúa til
að koma á tónleikana. Við
lofum skemmtilegum tón-
leikum,“ sögðu þau Alexandra
og Rúnar Þór að lokum.
Söngvarar búa í sömu götu og
halda nýárstónleika árlega
14 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum Í 40 ár