Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2021, Qupperneq 54

Víkurfréttir - 16.12.2021, Qupperneq 54
Þorbjörg Bergsdóttir hóf útgerð og fiskvinnslu með eiginmanni sínum, Baldvini Njálssyni, árið 1965. Fyrstu árin var útgerðin smá í sniðum en hófst af fullri alvöru 1973. Allt hófst þetta með því að Baldvin keypti bát með föður sínum, Njáli Benediktssyni, og Sveini Björnssyni. Sá bátur var gerður út í þrjú ár og þá seldur. Þá var gert hlé á útgerð til ársins 1973 þegar Baldvin Njálsson fór í rekstur með Kjartani Mássyni. Það samstarf var í tvö ár. Þá var stofnuð Fiskverkun Baldvins Njálssonar. Frá árinu 1986 hefur fyrirtækið verið rekið undir nafni Nesfisks með um 400 manns í vinnu. Fyrirtækið á um tug skipa og það nýjasta, hátækni frystitogarinn Baldvin Njálsson GK 400, bættist í flotann á dögum. Þorbjörg, eða Bobba eins og hún er alltaf kölluð, fór út til Spánar og tók á móti skipinu hjá skipasmíðastöðinni og sigldi með því heim. Bobba kom í land í Keflavíkurhöfn en hún býr í háhýsi við höfnina og það var því stutt heim eftir fimm sólarhringa siglingu um 1400 sjómílna leið. Útsendarar Víkurfrétta hittu Bobbu á heimili hennar og ræddu við hana um gamla tíma, nútímann og framtíðina. Fiskverkun í öðru hverju húsi við ströndina Hvernig voru aðstæður í Garðinum þá, það snerist allt um fisk, var það ekki? „Strandlengjan var öllsömul með fiskverkun í öðru hverju húsi. Það voru allir í þessu.“ Var eitthvað sem ýtti ykkur út í þetta? „Þetta er bara einhver þráhyggja. Baldvin vildi þetta og hafði áhuga fyrir þessu, hafði verið alinn upp við þetta og Njáll faðir hans var í þessu. Hann var bara vanur þessu og þegar Njáll hættir tók Baldvin bara við, kaupir af honum og það var bara eðlilegt.“ Hvernig var að vera ung kona í Garðinum á þessum tíma? „Það var mjög gott að vera í Garð- inum. En ég verð að viðurkenna það og segi enn og aftur: ég var ekki hrifinn af þessu, að vera í þessum rekstri, það var ekki eitthvað sem ég ætlaði mér. Ég ætlaði bara hafa það notalegt um ævina. Ég vildi bara að við myndum vinna bæði frá níu til fimm og hefðum bara gaman af lífinu. Það var víst ekkert svoleiðis í boði. En ég er ekkert óánægð með þetta, alls ekki. Nei, alls ekki. Það myndi enginn trúa því hvernig þetta var, það er ekki hægt. Þegar við vorum að byrja var tekinn bátur á leigu. Þar var beitt í Hafnarfirði og aflanum var landað í Grindavík og honum keyrt út í Garð. Þetta var bara sólarhrings vakt og það var stundum eins og Baldvin þyrfti aldrei að sofa. Svo byrjar Bergþór sonur okkar að keyra um leið og hann fær bílpróf og þá róast aðeins vinnan hjá Baldvin en þetta var alls ekki hægt. Það mundi engum detta í hug þessi vitleysa í dag.“ Sjómönnum smalað um helgar Þú ert að ala upp börn á þessum tíma og ert með annan fótinn í fyrirtækinu líka? „Já, ég keyrði sjómennina og hafði mikið gaman að því að keyra þá til borðs. Það þurfti að smala þeim saman um helgarnar. Ég gerði það og hafði gaman af. Ég sat líka alltaf í þegar farið var í Hafnarfjörð að sækja bjóði. Ég var alltaf með og ég hugsaði alltaf þegar við komum til baka; andskotinn, ég ætla ekki að fara með næst. Svo kom eitthvað upp tveimur tímum seinna og ég hljóp til eins og rófulaus hundur. Ég hafði gaman af og hef það eiginlega enn.“ Þið byrjið með fiskvinnslu og út- gerð 1973 og kvótakerfið kemur skömmu síðar. „Við byrjuðum smátt en það var alltaf verið að kaupa nokkur kíló. Ég verð að segja frá því sem fór í taugarnar á mér þegar við vorum skítblönk, nýbúin að kaupa kvóta. Þá mættum við öllum kvótaeig- endunum sem við vorum búin að vera að kaupa af. Það var ekki alltaf gaman. Og þeir þurftu ekki einu sinni að vakna á morgnana eða gera nokkurn skapaðan hlut. Eftir smá stund voru þeir komnir með ein- hverja trillu og að næla sér í smá kvóta. Lífið var bara svona.“ Þetta hefur verið að stækka hjá ykkur smá saman í hálfa öld? „Já, það var byrjað á því að kaupa gamlan bát frá Ólafsfirði. Svo vorum við líka í samkeppni við Samherja. Þeir voru svo sniðugir og voru ekkert að veiða þann kvóta sem þeir voru að kaupa. Þeir leigðu hann bara áfram gátu svo keypt nýtt skip og annað skip og við vorum alltaf að basla með þetta gamla. Þannig að mér fannst þetta ekki alltaf sann- gjarnt. Bobba í Nesfiski Einu sinni var ég búin að fara fimm ferðir til Keflavíkur og sækja fólk um hádegi og aldrei mætti neinn sem ég var að sækja. „Þetta var bara sólarhrings vakt og það var stundum eins og Baldvin þyrfti aldrei að sofa“ Höfuðstöðvar Nesfisks ehf. í Garði. 54 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum Í 40 ár
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.