Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2021, Blaðsíða 65

Víkurfréttir - 16.12.2021, Blaðsíða 65
Samhliða náminu í FS var Einar að vinna sem fréttaritari hjá Morg- unblaðinu sem gat verið flókið, hann var mest á þeim tíma að taka íþróttamyndir sem að hans mati er besta þjálfun sem ljósmyndari getur fengið í því að læra að ramma inn myndir og fanga augnablik í hraða leiksins. „Draumurinn við þetta starf var að fá tækifæri á því að fá að fylgjast með hetjunum mínum og fyrirmyndum í ljósmyndun, sem var fólkið á ljósmyndadeild Moggans. Þetta gat verið flókið því oft var ég að mynda íþróttaleiki á kvöldin og stundum gat ég komið filmum á morgnana með rútu til Reykjavíkur þar sem þær voru pikkaðar upp af sendli frá Mogganum. Eftir að ég fékk bílpróf brunaði ég oft með filmurnar í bæinn í framköllun fyrir skóla, fór svo strax aftur til Kefla- víkur í skólann og keyrði síðan aftur í bæinn eftir skóla til að kópíera myndir og jafnvel skrifa fréttir áður en ég fór aftur heim um kvöldið.“ Þarna fékk Einar Falur að vera í návistum við Ólaf K. Magnússon sem var stofnandi ljósmyndadeildar Morgunblaðsins, fyrsti menntaða blaðaljósmyndarinn, og lærði mikið af honum. „Síðan var þarna 22 ára kall sem síðar átti eftir að hafa mikil áhrif á mig sem ljósmyndara og verða góður vinur minn, Ragnar Axelsson – RAX.“ Einar Falur útskrifaðist síðan fyrstur nemenda af fjölmiðlabraut frá FS árið 1986. „Sumarið áður hafði ég byrjað í fullri vinnu sem ljós- myndari hjá Morgunblaðinu og flutti alfarið til Reykjavíkur nítján ára.“ Bókmenntafræði í Háskólanum Þegar Einar Falur var nítján ára þá skráði hann sig í bókmennta- fræði í Háskóla íslands en þar var þegar góður vinur hans fyrir, Jón Kalman Stefánsson rithöfundur. Hann kláraði námið á þremur árum og eignaðist um leið góðan vinahóp sem hefur haldið sambandi síðan þá. „Samhliða náminu starfaði ég hjá Morgunblaðinu en að loknu námi kom ég inn í fullt starf sem menn- ingarblaðamaður. Þá starfaði ég með öðrum Keflvíkingi, Súsönnu Svav- arsdóttur, og á þeim tíma var gefið út veglegt menningarblað um helgar. Þá skrifaði ég helminginn af blaðinu og tók allar myndirnar, hvort sem þær voru úr menningarlífinu eða fyrir viðtöl,“ segir Einar Falur. Námskeið í Frakklandi sem mótaði líf mitt „Líf mitt breyttist þegar ég er um 21 árs gamall. Góðir ljósmyndavinir mínir, þeir Páll Stefánsson og Ragnar Axelsson, höfðu báðir sótt ljós- myndanámskeið til Bandaríkjanna hjá Mary Ellen Mark sem er einn af frægustu heimildaljósmyndurum sögunnar. Námskeiðið hafði haft mikil áhrif á þá og þeir vildu endilega að ég kæmist á annað slíkt hjá meist- aranum. Það tókst sumarið 1988 og var námskeiðið haldið í Frakklandi. Þetta vikunámskeið breytti lífi mínu. Mary Ellen hafði þannig áhrif á mig með sinni leiðsögn og einstaka per- sónuleika að stefna lífsins var mótuð og í raun var svolítið merkilegt að sjá það gerast.“ Nám í Bandaríkjunum og ný staða hjá Morgunblaðinu Þeir þrír félagar buðu síðan Mary Ellen Mark ásamt eiginmanni að koma til Íslands árið eftir þar sem hún hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands. „Vinátta okkar styrktist mikið með þessari heimsókn og síðan gerist það að árið eftir hvatti hún mig til að fara í ljósmyndanám erlendis.“ Fyrir hennar tilstuðlan þá fluttu þau hjónin, Einar Falur og Ingibjörg Jóhannsdóttir, kona hans, til New York og fóru bæði í mastersnám þar, þar sem Einar lærði ljósmyndun og myndstjórnun við virtan skóla, School of Visual Arts. „Á meðan ég var í náminu var ég að vinna í lausa- mennsku fyrir íslenska fjölmiðla auk erlendra verkefna, m.a. sem svokall- aður „master printer“ fyrir einn af frægustu tískuljósmyndurununum, Patrick Demarchelier. Þarna fékk ég mjög áhugaverð innsýn inn í heim sem ég áttaði mig á að væri ekki minn tebolli en var samt mjög skemmtileg reynsla.“ Líkleg hefðum þau hjónin ílengst eitthvað lengur í New York ef ekki hefði verið fyrir atvinnuboð frá Morgunblaðinu sem Einar Falur fékk fyrir nýrri stöðu hjá blaðinu árið 1995, þ.e. að verða myndstjóri. Venja er hjá erlendum dagblöðum að hafa bæði fréttastjóra sem hefur um- sjón með textanum og myndstjóra sem hefur umsjón með myndum í blaðinu og bar þá einnig ábyrgð á ljósmyndadeildinni og öllum myndum sem birtust í blaðinu. Einar Falur sinnti þeirri stöðu til ársins 2007 en þá fannst honum kominn tíminn til að vinna meira í sinni eigin sköpun, hætti sem mynd- stjóri en vann áfram á menningar- deildinni sem blaðamaður. Einar Falur og pólfarinn Haraldur Örn Ólafsson saman á Norðurpólnum vorið 2000. „Við Vogaafleggjarann, 2007“. Úr myndröðinni Aftur, sem fyrst var sýnd í Listasafni Reykjanesbæjar haustið 2007. Þarna fékk ég mjög áhugaverð innsýn inn í heim sem ég áttaði mig á að væri ekki minn tebolli en var samt mjög skemmtileg reynsla ... Óskum Suðurnesjamönnum öllum gleðilegra jóla, árs og friðar með þökk fyrir árið sem er að líða hugheilar jólakveðjur SENDUM ÍBÚUM SUÐURKJÖRDÆMIS ÞÖKKUM STUÐNINGINN OG SAMSTARF Á ÁRINU. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum Í 40 ár // 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.