Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2021, Blaðsíða 56

Víkurfréttir - 16.12.2021, Blaðsíða 56
heitin og flytja starfsemina annað. En það var bara ekkert húsnæði að fá og því ráðist í endurbyggingu í Gerðum“. Bobba er hógvær þegar hún lýsir starfi sínu innan fyrirtækisins. Fyrstu árin sá hún um útreikning launa en segir að síðan hafi hún bara verið að snúast í kringum rekst- urinn. „Ég hef bara verið að hnýsast í kringum þetta, forvitnast og reyna að sperra eyrun,“ segir hún. Ekki alltaf verið þjál Er ekki eitthvað skemmtilegt sem kemur íh ugann þegar þú rifjar upp þennan langan tíma í rekstri? „Þetta eru ekki fimmtíu ár sem verða leiðinleg út í gegn út í gegn, það er ekki svoleiðis. Ég hef alltaf verið með en ég hef ekki alltaf verið þjál. Ég hef alveg haft mína skoðun.“ Hún segist ekki alltaf hafa verið sátt við sveitarfélagið og fundist það vera þungt í vöfum þegar kom að málefnum fyrirtækisins. Daglegur pönnukökubakstur Bobba kann margar góðar sögur frá tíma sínum hjá fyrirtækinu. „Á sínum tíma þegar við létum byggja gamla Benedikt var ég búin að heita því ef hann fengi tuttugu tonn þá skildi ég baka pönnukökur og setja á þær rjóma. Hann var heila viku eða meira með tuttugu tonn á hverjum degi og ég var alltaf að baka pönnukökurnar og setja rjómann og þetta var handa allri bryggjunni eins og hún lagði sig. En það fiskaðist mest á Benna og við sögðum alltaf Benni af því að hann hét Benedikt Sæmundsson.“ Fiskurinn betri eftir að kvótakerfinu var komið á Hvað finnst þér um kvótakerfið? „Ég held að fiskurinn sé miklu betri eftir kvótakerfið. Það var verið að geyma keiluna til dæmis. Hún var stundum orðin dálítið lúin þegar hún var verkuð en hún var unnin í skreið þá, en það er auðvitað matur líka. Ég vil ekki vera að tala um kvótakerfið. Við keyptum okkar kvóta og höfum ekkert fengið gefins og það er bara eina sem ég veit.“ Það eru flestir á því að kvótakerfið sé gott þó það séu margir gallar á því? „Já, Það eru miklir peningar í kvóta- kerfinu og auðvitað finnst þeim sem engan kvóta eiga og jafnvel búa til sveita að þeir eigi að fá þetta. Við greiðum auðlindagjald og það er bara töluvert. Við gerum það og allir halda að við séum bara gratís. Það er bara töluvert sem þetta kostar. Það er ekkert gefins. Við kæmumst yfir að vinna mikið meiri afla heldur en við fáum úthlutað. Við höfum verið að leigja kvóta á hverju einasta ári. Við borgum líka auðlindagjald af því sem við leigjum. Fólk er bara með ranghugmyndir í sambandi við þetta kerfi.“ Bobbu er alveg sama þó fólk sé að argast í henni út af kvótanum, því hún veit að fyrirtæki hennar hefur borgað fyrir hann og ekki fengið upp í hendurnar. Hvað hafið þið lagt áherslu á í starf- seminni? „Við höfum verið með frystinguna númer eitt og höfum reynt að hafa fiskinn góðan. Baldvin lagði alltaf áherslu á að vera með allt fyrsta flokks og meira en það.“ Enginn saltfiskur? „Ekki núna í seinni tíð. Þetta er að breytast svo mikið.“ Ég vildi bara í burtu. Ég vildi ekki búa við þetta, vildi fara í rólegheitin og flytja starfsemina annað. En það var bara ekkert húsnæði að fá og því ráðist í endurbyggingu í Gerðum. Feðgarnir Baldvin Njálsson og Bergþór Baldvinsson í vinnslusal Nesfisks árið 1995 með myndarlegan saltfisk. VF-mynd: Hilmar Bragi Nýjar og glæsilegar íbúðir við Reynidal 6 í Reykjanesbæ SÖLUSÝNING Sérlega vandaðar íbúðir í sex íbúða húsum. Íbúðirnar skilast fullbúnar að innan sem utan. Húsin eru staðsteypt og klædd að utan með 2mm lituðu áli. Áltrégluggar og hurðar eru frá Berki. Sérsmíðaðar innréttingar frá Grindinni. Á gólfum í stofum og herbergjum er 12mm vandað harðparket, en flísar á öðrum rýmum. Ísskápur og uppþvottavél frá AEG fylgja með íbúðunum. Búið er að leggja raflagnir fyrir hleðslustöðvar við hvert bílastæði. 4ra herbergja 101,1 fm2 íbúð - verð: 39,5 mkr. Nánari upplýsingar hjá söluaðilum: Stuðlaberg fasteignasala, s. 420 4000 Eignamiðlun Suðurnesja, s. 420 4050 Eignasalan, s. 420 6070 AFHENDING REYNIDALUR 6 VIÐ KAUPSAMNING Föstudaginn 13. mars kl. 17.00 –19.00 Sendum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól me þökk fyrir viðskiptin á liðnum árum. 56 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum Í 40 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.