Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2021, Side 90

Víkurfréttir - 16.12.2021, Side 90
„Þetta er talsvert öðruvísi deild og fótboltinn sem er spilaður er ekki eins taktískur eins og í Evr- ópu en þó mjög góður. En það eru fleiri góðir leikmenn í deildinni en ég vissi um,“ segir Arnór Ingvi Traustason sem snemma á árinu gekk til liðs við bandaríska liðið New England Revolution í Boston sem leikur í MLS deildinni. Hann kom þangað frá sænska meistaraliðinu Malmö í Svíþjóð þar sem varð Svíþjóðarmeistari árið 2020 og vann fleiri titla með liðinu. Eigandi bandaríska liðsins er enginn annar en auðjöfurinn Robert Kraft en hann á líka eitt besta NFL lið Bandaríkjanna, New England Pat- riots. Arnór leikur á sama leikvangi sem tekur 80 þúsund áhorfendur í sæti. Aðstæður eru allar hinar bestu, æfingaaðstaða ný endurbætt og glæný og þrír grasvellir þar sem æft er en keppnisvöllurinn er þó með gerfigrasi. Arnór fór ungur að árum í at- vinnumennsku og hefur leikið með liðum á Norðurlöndum og um tíma í Austurríki. Þá hefur hann verið fastamaður í landsliði Íslands lengst af síðustu fimm sex árin. Arnór Ingvi skoraði m.a. sigurmark Íslands gegn Austuríki á EM í Frakklandi 2016 sem tryggði liðinu áfram í keppninni. Finna rétta taktinn „Það voru talsverð viðbrigði að fara til Bandaríkjanna. Það hefur tekið mig nokkurn tíma að aðlagast þessum fótbolta og finna rétta taktinn. Ég missti af undirbúningstímabilinu í Bandaríkjunum snemma á þessu ári þar sem ég kom ekki til liðsins fyrr en síðla marsmánaðar en fékk engu að síður tækifæri með byrjunarliðinu og var í því fram á haust en það það breyttist núna undir lok tímabils og ég þurfti að verma bekkinn í lokaleikj- unum en komið inn á í flestum. Það er vissulega ekki það sem ég vil en er þroskandi. Þannig er fótboltinn og maður verður bara að bíta á jaxlinn og halda áfram og verða betri. Ég kem tvíefldur til leiks næsta tímabil,“ segir Arnór sem skoraði tvö mörk fyrir liðið á tímabilinu og átti sjö stoðsendingar sem gáfu mörk og hann var einu sinni valinn í lið vikunnar í MLS deildinni. New England Revolution gekk vel í MLS deildinni á árinu og varð efst í sameiginlegri deild austur og vestur eftir 34 leiki og vann svokallaðan „Stuðningsmannaskjöld“ og tryggði liðinu sæti í úrslitakeppninni. Fyrir þann árangur sat liðið hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en lék svo í þeirri næstu við New York City F.C. og tapaði þar í vítaspyrnukeppni en Guðmundur Þórarinsson leikur með því liði. Þeir félagarnir komu báðir inn á í framlengingunni. New York tryggði sér svo sigur í úrslitaleiknum. Jöfn deild Arnór Ingvi segir að lang flest liðin í deildinni séu nokkuð jöfn að getu en í deildinni séu margir góðir leikmenn. Í flestum liðunum eru Bandaríkjamenn en svo eru leikmenn frá Mið- og Suður Ameríku og nokkrir frá Evrópu og víðar. „Þetta eru kannski ekki stærstu nöfnin en margir mjög góðir og styrkleiki deildarinnar er mun meiri en marga grunar. Öll liðin eru með sama „bödget“ og þurfa að fara eftir launaþaki samkvæmt reglum deildarinnar en mega vera með þrjá leikmenn utan þess. Þannig að deildin er mjög jöfn, ólíkt mörgum öðrum deildum, eins og til dæmis í Svíþjóð þar sem Malmö var lang besta liðið og svo miklu sterkara en mörg liðin í neðri helmingi deildarinnar. Í MLS deildinni er þessu öðruvísi farið og flestir leikir jafnir.“ Kyslóðaskipti í landsliðinu Arnór Ingvi hefur verið í landsliðinu frá árinu 2016 en var ekki valinn í hópinn síðasta haust. Hann var síðan valinn í hópinn fyrir síðustu leiki Ís- lands í lok árs. „Það eru að verða ákveðin kyn- slóðaskipti. Það eru margir ungir leikmenn að koma inn og ég var held ég fimmti elsti í hópnum núna í nóvember, 28 ára gamall. Ég var með þeim yngri í hópnum sem náði tveimur stórmótum þannig að þetta var svolítið sérstakt. Þetta eru nýir tímar í landsliðinu, nýr þjálfari og tekur tíma að pússla saman nýjum hóp. Ég held að þetta muni allt blessast. Það er alltaf gaman að koma í landsliðið og þó ég þekki ekki nærri því alla var mjög gaman að hitta hópinn núna, líka allt starfs- fólkið í kringum hópinn. Áherslurnar eru allt aðrar hjá nýjum þjálfara. Hjá Lars og Hilmari gekk þetta út á að leika árangurs- ríkan fótbolta. Við fundum leiðir til að vinna fótboltaleiki. Þetta er aðeins öðruvísi núna. Það er verið að reyna að leika aðeins fallegri fót- bolta. Ekki bara 4-4-2 og áfram gakk þó það hafi hentað Íslandi betur í gegnum tíðina. Þannig náðum við árangri. Þetta eru því verulegar breytingar.“ Heima um jólin Arnór Ingvi verður um jólin heima í Reykjanesbæ en fer svo til Boston fljótlega á nýju ári en tímabilið þar ytra hefst fyrr vegna HM í Katar í desember. New England tekur þátt í svokallaðri Meistaradeild Ameríku þar sem lið úr MLS deildinni og í S-Ameríku, leika um svokallaðan Ameríkubikar. MLS deildin hefst svo í lok febrúar. Arnór og fjölskylda búa í fallegu og glænýju hverfi sem heitir Sea- port í Boston, en um 5 mínútur akstur og 20 mínútna gangur er inn í miðborg. „Okkur líður mjög vel og allar aðstæður hjá liðinu eru mjög góðar. Árið hefur hins vegar verið frekar erfitt hvað samveru varðar og hittinga í heimsfaraldri frá upphafi Covid-19 og Bandaríkin lokuð. Við litla fjölskyldan höfum ekki fengið heimsókn í 22 mánuði svo við erum spennt að koma heim um jólin,“ sagði Arnó Ingi í spjalli frá Orlando þar sem hann var í stuttu fríi eftir knattspyrnutíðina í Bandaríkjunum. Arnór Ingvi Traustason leikur með einu af stóru liðunum í bandarísku MLS deildinni í knattspyrnu. „Frjálsari“ fótbolti og minni taktík í bandaríska fótboltanum Viðbrigði að fara til Bandaríkjanna í fótbolta Það varð óvænt uppákoma á ónefndum vinnustað í Reykja- nesbæ núna í desember. Karl- maður um sextugt og íbúi í Reykja- nesbæ, heyrði af því á kaffistofunni í vinnunni að heppinn Íslendingur hefði hreppt 2. vinning í Vikinglotto, um 11,5 milljónir króna. Í spjalli við vinnufélagana samgladdist mað- urinn vinningshafanum innilega yfir að hafa hreppt slíkan vinning í að- draganda jólanna en datt um leið í hug að athuga sinn eigin miða – sem þá reyndist sjálfur milljónamiðinn. Þá var einn stuðningsmaður Ungmennafélags Njarðvíkur sem fékk 13 rétta á enska getraunaseðl- inum síðasta laugardag. Hann fékk rúmar 2 milljónir króna í sinn hlut en tveir aðrir voru með 13 rétta. Njarðvíkingurinn keypti seðil með 3 tvítryggðum og 2 þrítryggðum leikjum sem kostaði 1.080 krónur. Samgladdist vinningshafanum sem vann 11,5 milljónir – reyndist vera hann sjálfur 90 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.