Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2021, Blaðsíða 70

Víkurfréttir - 16.12.2021, Blaðsíða 70
Í Suðurnesjaannál séra Sigurðar B. Sívertsens er strand Jamestowns talið til „stórtíðinda“ ársins 1881. Skipið var sagt afar stórt farmskip: „Svo var allt stórkostlegt á tröllskipi þessu, að mikilli furðu gegndi, og svo að menn hefðu eigi trúað, ef þeir hefðu eigi sjálfir séð.“ Til dæmis væru þrjú akkerin afar stór, allt að 100 skippund, en hið fjórða var minna. Þegar menn komust loks um borð í Jamestown á fjórða degi eftir strandið gátu þeir skoðað her- legheitin og gert sér enn betur grein fyrir stærð þess. Lengdin var nú mæld nákvæmar en áður og reyndist vera 360 fet eða 109,7 metrar. Ekki verður betur séð en að sú mæling hafi verið sjálft skipið utan bugspjótsins — sem er stöng fram úr stafni seglskipa og er fremsti hluti reiðans. Þar eru fremstu seglin fest. Breiddin var 65 fet eða 19,8 metrar. Til viðmið- unar má nefna að knattspyrnuvöllurinn í Laugardal er 105 metrar á lengd. Í ljósi þessara mælinga og ætlaðrar dýptar, sem var 20 álnir að mati heimamanna, mun Jamestown hafa verið um 4.000 tonn að stærð, sé tekið mið af mælingum skipa í dag, en um 2.000 tonn eftir mælingum á þessum tíma. Til samanburðar má nefna að landsmálablaðið Þjóðólfur greindi svo frá um miðjan júlí 1881 að hingað hefði komið gríðarstórt barkskip Roberts Slimons kaupmanns en það skip var um 600 tonn eða innan við þriðjungur af stærð Jamestowns. Þegar skipið rak upp í klappir varð af mikill hnykkur svo að eitthvað hlaut undan að láta. Skipið hafði verið þriggja mastra en hið aftasta þeirra var farið. Síðar kom í ljós að skipverjar höfðu fellt mastrið og látið það falla í sjóinn. Toppurinn á miðmastrinu brotnaði í tvennt við strandið og féll efri hluti þess niður á dekkið. Menn vildu mæla mastrið ásamt toppnum og töldu að því loknu að það hefði verið rúmir 30 metrar á hæð. Á þilfarinu voru tvö hús. Annað þeirra var fyrir aftan fremsta mastrið, um það bil 20 metrar að lengd, með um tuttugu misstórum herbergjum til beggja handa en í miðju hússins var breiður gangur sem var trúlega bæði eldhús og matsalur. Hitt húsið, sem stóð aftan við aftasta mastrið, var mun íburðarmeira og vandaðra. Þar voru átta herbergi, skreytt með póleruðum og útskornum mahóní- viði. Nokkra furðu vakti að þar fannst bæði kven- og barnsfatnaður. Farið hafði verið ránshendi um skipið og það rúið öllum búnaði sem hægt hefur verið að hafa á brott. Þá höfðu miklar skemmdir verið unnar á þessum annars fallegu vistarverum og öll milligjörð var brotin. Aftast á skipinu var nokkurs konar kassi sem náði þvert yfir skipið og um það bil fjóra metra fram á dekkið. Það mun hafa verið matargeymsla skipsins. Þar var úldið kjöt og urmull af risa- vöxnum rottum. Voru gersemar um borð? Við nánari skoðun kom í ljós að í geymslunni hafði verið fleira en matur. Þarna lágu um allt ótrúleg verðmæti sem fæstir mannanna höfðu áður séð. Þar mætti nefna ýmiss konar koparvarning, svo sem skrúfur, nagla, lamir, hurðar- húna og læsingar. Menn töldu líklegt að þarna gætu verið fleiri gersemar, ef til vill verkfæri, því að margt gat hafa falist undir úldnu kjötinu eða draslinu sem þangað hafði borist. Þrátt fyrir löngun til að skoða þetta betur ákváðu hinir forvitnu bændur að láta hálfdekkið bíða og freista þess heldur að kanna eiginlegan farm skipsins. Möstrin voru mikil bákn en fremsta og aftasta mastrið, sem var horfið að mestu, voru úr harðviði og heilu tré. Margir dáðust að þessum viði og ágirntust hann. Var talað um að með ólíkindum væri hve bein og há- vaxin trén gætu orðið.10 Miðmastrið var aftur á móti samsett úr mörgum trjám sem spennt voru saman með átján um það bil tíu sentimetra breiðum járngjörðum með reglulegu millibili upp mastrið allt að topp- stykkinu. Neðst var mastrið óskap- lega svert, svo mjög að tveir menn, sem báðir voru mjög hávaxnir, náðu rétt að snertast með fingurgómunum þar sem þeir stóðu á efsta dekkinu og föðmuðu mastrið hvor á móti öðrum. Talað var um að það væri tveir feð- mingar að sverleika. Möstrin hafa staðið á kili skipsins eins og ávallt er, svo að neðsti hlutinn mun því líklega hafa verið allnokkru sverari. Lestaropin voru þrjú og vantaði lúgur á þau öll og því blasti farmurinn við öllum þeim sem um borð komu. Skipið var fullt af timbri! Eða eins og menn sögðu: tómt timbur. Svo vel hafði verið gengið frá viðnum og honum svo kunnáttusam- lega pakkað að engin hreyfing hafði orðið á farminum í veltingnum. Ekki fór á milli mála að þetta var mikill hvalreki. Þegar Jamestown strandaði við Hafnir S Ý N I S H O R N Ú R B Ó K I N N I Jamestown hefur ekki verið ósvipaður þessu skipi. Mynd úr bókinni Strand Jamestowns. 70 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum Í 40 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.