Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Blaðsíða 13
9
Leda pernula (Trönuskel), 9 sk. 3 brot (L. 22 mm.). Astarte
elliptica (Dorraskel), 1 sk. (L. 22 mm.). Buccinum undatum
(Beitukóngur), 1 eintak gallað (L. 55 mm). Auk þess fann
jeg nokkra skelhluta af hrúðurkarlstegund (Balanus sp.).
Lang-algengasta tegundin var Nucula tenuis. Voru skelj-
arnar oftast heilar samlokur. Var hún á dreif í leirnum. Af
hinum tegundunum fann jeg eigi fleira en hjer er talið.
Meðfram Norðurá, frá Munaðarnesi upp að Brekkuvaði,
eru lágir bakkar með leirlögum, en engar fann jeg skeljar
í leirnum. Ofan til er leirinn víðast blandinn dökkum, fín-
um sandi, sem líklega er fram borinn af ánni, eftir að sjór-
inn var vikinn hjeðan,
Fyrir austan ána, fyrir ofan eyrarnar gegnt Munaðarnesi,
eru melholt, er ná upp að Brekkuvaði. Þar eru leirlög í
bökkum við ána og við lækjarfarvegi og lábarin möl ofan
á. Náðu leirlögin ca. 30 m. y. s. Nokkuru austar voru
þrep af lábarinni möl ca. 35 m. y. s. og fjöruborð eða
strandlína í klettbelti 35 — 40 m. y. s. — Sæskeljar fann jeg
í gilskorningi við sjálfa ána við götuslóða, sem liggur að
Brekkuvaði austanverðu.
Neðst í bökkunum var: 1) smáger lagskiftur leir, 2) ofar
sandborin leirlög með steinvölum, 3) efst möl og sandur.
Skeljarnar voru einkum í leirlögunum (1), og í sandborna
leirnum (2). Hæð skeljalagsins y. s. ca. 20 m. Tegundirnar
voru þessar:
Nucula tenuis, 4 sk. (L. 8 mm.).
Leda pernula, 15 samlokur, 5 sk. og nokkur brot (L.
20 mm.).
Yoldia limatula (Kolkuskel), 1 sk. (L. 24 mm.).
Modiolaria nigra (Dökkhadda), 1 sk. gölluð (L. ca.
16 mm.)
Astarte elliptica (Dorraskel), 4 sk. (L. 24 mm.).
Mya truncata (Sandmiga), 1 sk. og 2 brot (L, ca. 30 mm.).
Saxicava rugosa (Rataskel), 1 sk. gölluð (L. 11 mm.).
Lyonsia arenosa (Sandkænuskel), 1 sk. (L. 17 mm.).
Lacuna divaricata (Rarastrútur), 1 eintak í efri lögunum (2).
Natica clausa (Meyjarpatta), 2 eintök (H. 12).
Balanus sp. (Hrúðurkarlstegund), 5 skelhlutar.