Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Blaðsíða 14
10
Lagskipunin ber vott um minkandi dýpi, er lögin voru
að myndast. Leirlögin neðstu (1) eru óefað mynduð á mestu
dýpi, enda voru 3 teg., sem fyrst eru taldar, eingöngu í
því lagi, en þær eru leirbotnstegundir, sem eigi eru algeng-
ar hjer við land á minna en 20 m. dýpi. Littorina rudis og
Lacuna divaricata eru grunnsjávar- og fjörutegundir, þær
voru líka aðeins í sandbornu lögunum ofan á (2), sem
sjálfsagt eru mynduð á minna dýpi.
Láglendar, flatar eyrar liggja að Norðurá frá brúnni hjá
Haugum niður undir Stafholt.
Lengra frá ánni, umhverfis veginn frá Arnarholti niður
að Stafholti, eru víða lágir klapparindar og lábarin möl
sumstaðar ofan á berginu.
Við engið fyrir vestan Stafholt eru lágir bakkar við
Norðurá, lagskiftur Ieir er í þeim neðan til, en sandlög
ofan til, sem mynduð eru af ánni. Engar dýraleifar fann
jeg þar.
Við svo nefndar Naustabrekkur, milli Stafholts og Svarf-
hóls, eru forn leirlög í holtum upp frá Norðurá. Hafa
lækir grafið mjóar rásir í Ieirinn og borið nokkrar skelja-
leifar þaðan ofan í fjöruna við ána. Leirlögin sjálf gat jeg
eigi kannað vegna leirruðnings, er ofan á lá. í fjörunni
fann jeg þessar tegundir:
Leda pernula (Trönuskel), 3 sk. (L. 15).
Pecten islandicus (Hörpudiskur), 1 brot.
Astarte Banksii (Lambaskel), 1 sk. (L. 12,9), telst til
höfuðtegundarinnar (typica).
Astarte elliptica (Dorraskel), 20 sk. (L. 24,5).
Mya truncata, láshluti af einni skel.
Saxicava rugosa, 1 sk. (L. 19); skelin þunn.
Balanus sp. 1 skelhluti.
Skeljalagið er fáum metrum ofar en áin og ca. 10—12
m. fyrir ofan sjávarmál.
Leirlög svipuð þessum eru víðar í holtum umhverfis
Svarfhól, en skeljar fann jeg þar ekki. En lábarin möl og
steinar eru mjög víða á melholtum umhverfis Svarfhól og
Stafholt. Utan í Stafholtsfjalli eru einnig malarþrep með
núinni möl 60 — 70 m. y. s.