Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Blaðsíða 86
Neðsta lag leirbakkanna (3.) kom greinilegast í Ijós við
Pverá móti Neðranesi. Var þar neðst í bökkunum malar-
borinn, sandblandaður leir með allmiklu af skeljum. Aðal-
tegundirnar þar voru: Astarte elliptica, A. Banksii, Mya
truncata, Saxicava rugosa. Af Astarte Banksii var höfuð-
tegundin (typica), fágætari en aflanga afbrigðið var. striata.
Nú á tímum er það nálega eingöngu höfuðtegundin, sem
lifir í Faxaflóa. Við Vestfirði hittist var. striata við og við
með aðaltegundinni. Við Norður- og Austurland er var.
striata eins algeng og aðaltegundin eða algengari (Jensen
1912). Samkvæmt þessu er það líklegt, að undirlög marbakka
þessara sjeu mynduð í kaldari sjó en nú er við Vesturiand,
eða i áiika köldum og við austurströnd íslands.
Leirlögin (2.) eru hvervetna aðallög marbakkanna. Eru
þau víða alt að 10 m. á þykt. Þar sem leirinn er lítið eða
ekkert blandaður sandi og möl, eru þær tegundir algeng-
astar í honum, sem lifa á mjúkum leirbotni í fjörðum inni,
svo sem Nucula tenuis, Leda pernula, Yoldia (limatula?)
og Axinus flexuosus. Af tegundum þessum verður ekki á-
kveðið ráðið um hitaskilyrðin, þegar leirinn myndaðist.
Yoidia limatula er tegund af norðlægum uppruna, sem eigi
lifir við Suðurland. Aftur á móti er hún algeng við norður-
og austurströnd landsins og einnig við norðurhluta Vestur-
lands. i Faxaflóa hittist hún aðeins innfirðis (Hvalfjörður,
Kollafjörður). Úti í flóanum mun sjórinn vera of hlýr fyrir
hana. Leirlögin munu því vera mynduð í heldur svölum sjó.
í marbökkunum í Borgarfirði fann jeg 6 tegundir af suð-
rænum uppruna (borealar):
Buccinum undatum Mytilus modioius
Littorina rudis Cyprina islandica
Anomia squamula Zirphœa crispata.
Sumar af tegundum þessum fann jeg við Þverá móti
Neðranesi, í lausum leirruðningi, og sá því eigi þar, hverju
laginu þær tilheyrðu. En á öðrum stöðum, t. d. við Brekku-
vað (Littorina rudis) og við Hvítá ofanvert við Flókadalsá
(Mytiius modiolus), þar sem jeg fann þessar tegundir, voru
þær aðeins efst i leirlögunum, þar sem þau voru blönduð