Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Blaðsíða 50
46
lendið við fjalllendið fyrir austan. Er stutt léið úr dalbotn-
inum norður í Skorradal (ca. 5 km.). Neðan til í dalnum
fram undir Eyrarfoss er láglendið með ánni eigi nema40 —
50 m. hátt y. s., og hefir það vafalaust alt legið undir sjó
eftir jökultímann. Pað sýna hin fornu sjávarmörk í dalmynn-
inu. Enda fann jeg lagskiftan leir í bökkum við ána, fram
á móts við Hól og Hurðarbak. Innar er dalurinn 70 — 80
m. hár y. s. — Eru þar þrjú vötn í dalnum hvert fram af
öðru, aðgreind af lágum eiðum, Eyrarvatn og Glammastaða-
vatn 77 m. y. S; og inst Geitabergsvatn 79 m. y. S;
Dalurinn þar fremra er því ekki hærri en svo, að hafið
hefði átt að geta náð inn í dalbotn, er hafflöturinn náði til
hinna efstu sjávarmarka, er jeg hef fundið í Borgarfirði,
nema svo hafi verið, aó skriðjöklar hafi á þeim tíma geng-
ið ofan í dalinn og girt fyrir innrás sjávarins. Hinu mikla
hálendi austast í Skarðsheiði hallar öllu austur og suður
að dalnum, og þaðan hefir ísrenslið leitað á jökultímanum
ofan í dalinn.
Pað er að vísu mikið um jökulminjar í dalnum, en engar
háar jökulöldur girða fyrir dalinn þveran, er stemt gætu
stigu hafsins inn í dalinn, eftir að skriðjöklar voru leystir
úr dalnum.
Malarhöftin milli vatnanna virðast mynduð af framburði
Pveránna, er renna í dalinn. Grjótá, er kemur að norðan úr
Grjótárdal í Skarðsheiði, hefir myndað grjóteyrar fyrir fram-
an Eyrarvatn. Haftið milli þess og Glammastaðavatns er
myndað af framburði úr Glammastaðaá og kvíslum, er í
hana renna. Að sunnan heíir Kúvallará borið fram möl og
myndað eyrar, er ganga alllangt norður í Glammastaðavatn,
og eiðið fyrir framan Geitabergsvatn er myndað af fram-
burði úr Pverá, er rennur niður hjá Geitabergi.
Meðfram Glammastaðavatni að suðvestan eru malarþrep
með talsvert núnu grjóti innan um, ca. 80 — 90 m. y. s.;
vottar fyrir þeim inn undir Þverá og þrep er á líkri hæð hjá
Geitabergi. Svipar þrepum þessum nokkuð til fornra mar-
bakka, en eigi verður þó sagt með vissu, hvort þau eru af
sæ mynduð, eða af árframburði í fersku vatni.
Vegna tímaskorts gat jeg heidur ekki kannað rækilega