Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Blaðsíða 63
59
dals. í mynni Lundareykjadals eru víðáttumiklir sjávar-
melar á þessari hæð, sem liggja nokkru hærra en aðaldal-
irnir fyrir innan, og líta út sem þröskuldar í dalmynnunum.
Hver er orsökin til þess að svona fyrirferðamiklir melar og
malarlög gátu myndast einmitt út við múlana og í dal-
mynnunum?
Nú á dögum myndar sjórinn mesta marbakka og malar-
eyrar, þar sem vatnsmiklar óg straumharðar ár falla til sjáv-
ar og bera mikla möl fram. Hjer er því ekki til að dreifa.
í Flókada! hallar reyndar dalnum niður að marbökkun-
um í dalmynninu og árnar gátu því borið möl þangað út.
Allir hinir dalirnir eru láglendari en aðal malarþrepin fyrir
framan þá. Engar ár hafa fallið úr múlunum, er lagt gætu
til efni í þessar malarmyndanir.
Hjer virðast einkum tvær skýringar koma til greina: f) Ut
við nesin eða múlann var brimasamast, þegar sær náði þang-
að upp, og afl brimsins mest. Braut því særinn þar örast
niður berglögin, enda má sjá þess merki, þar sem brim-
þrepin eru mest við múlana, að særinn hefir numið þar all-
mikið burtu af berginu (Kroppsmúli, Varmalækjarmúli); hefir
sjórinn dreift því, sem hann losaði úr berginu, út um mar-
bakkana í dalsmynnunum við múlana. 2) Hin skýringin er
sú, að skriðjöklar, sem gengið haji út dalina, hafi um alllangt
skeið náð út til dalsmynnanna og ekið þar saman jökulruðn-
ingi, sem scerinn siðar haji gengið yjir, dreijt úr og mynd-
að aj marhakka. Marbakkarnir við mynni Lundarreykjadals
og Skorradals og melaásarnir utan við Leirársveitina norð-
ur af Skorrholti virðast bera þess merki, að jöklar hafi átt
þátt í myndun þeirra. Er vikið að því hjer á undan. All-
líklegt er, að jöklarnir hafi náð út til dalmynnanna um það
bil, er særinn náði upp til efstu fjöruborða. Pó munu skrið-
jöklar hafa verið horfnir úr sumum dalmynnunum, er sær-
inn jafnaði yfir mela þá, er þar hittast á 70 — 80 m. hæð y.
s., því að marbakkar á þessari hæð (ca. 80 m. y. s.) ná nokk-
uð inn eftir hlíðunum í sumum dölunum (t. d. í Lundar-
reykjadal hjá Qröf og Máfahlíð); hefðu þeir eigi getað mynd-
ast, ef jöklar hefðu náð út í dalmynnin, er sjávarflötur stóð
70 — 80 m. hærra en nú. Annars verður útbreiðsla jöklanna