Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Blaðsíða 77
73
smáfæra kambinn upp og minka tjörnina. Einnig er Eiðs-
tjörn norðan á nesinu stöðugt að minka, af því að særinn
ekur smám samar. malarkambinum framan við hana upp á
bóginn. Seltjörn hin forna, sem Seltjarnarnes dregur nafn af,
er að sögn manna fyrir löngu horfin og sokkin í sæ; ein-
ustu minjar eftir hana er lítið Ión með malarrifi fyrir fram-
an, er kemur í Ijós við fjöru í víkinni fyrir sunnan Gróttu.
Á Garðskaga er svipur malarkambanna hinn sami. Fyrir
framan Gerðatjörn er nýr malarkambur, sem er hærri en
landið fyrir ofan, og er sjórinn að smáfæra hann upp á
bóginn.
Eftir því sem Bjarni yfirkennari Sæmundsson hefir skýrt
mjer frá, er reglan hin sama sunnan á Reykjanesi við Grinda-
vík. Par hefir sjórinn hlaðið upp við fjöruna háum kömb-
um af möl og stórgrýti, sem eru víða mun hærri en landið
fyrir ofan.
Austanfjalls liggur ströndin undir eyðingu af ágangi sjáv-
ar. Eftir lýsingu Brynjólfs Jónssonar frá Minna-Núpi (Brynj-
ólfur fónsson 1906) á hjeraði þessu, virðist það vera aðal-
reglan þar, að kambar þeir af möl og stórgrýti, er særinn
er að mynda og leikur um í flóðum, sjeu mun hærri en
strandlengjan fyrir ofan (t. d. Baugstaðakambur í Árnes-
sýslu). Á einum stað (hjá Baugstöðum) fann hann líka
gamlar götur sporaðar í klappir, er særinn nú gengur yfir
og brýtur af. Stefndu göturnar meðfram ströndinni og virt-
ust þær vera leifar af alfaraveginum til forna. Virðist það
vera sönnun þess, að sær hafi hækkað eða landið lækkað
síðan götur þessar tróðust, eftir landnámstíð.
Á norðanverðu Snæfellsnesi, t. d. fyrir botni Grundar-
fjarðar, eru malkambar meðfram ströndinni, er fara hækk-
andi fram að sjónum; merki hins sama fann jeg einnig í
Kolgrafafirði.
I hjeruðunum þar fyrir norðan, við Breiðafjörð og Vest-
firði, þar sem jeg hefi farið um eða haft spurnir af, fara
yngstu malarkambarnir við strendurnar lækkandi niður að
fjöru.
Merkjalínan milli þessa mismunandi útlits malarkambanna
virðist eftir þessu liggja norðanvert á Snœfellsnes, í ná-