Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Blaðsíða 91
87
(borealar) tiltölulega margar (ca. 57%); bendir það til þess,
að lífsskilyrðin hafi ekki verið verulega frábrugðin því sem
nú er við Vesturland.
d) Lisli yfir fornskeljategundir,
er fundist hafa i fornum sjávarlögum í Borgarfirði
og Hvalfirði.
í listanum hjer á eftir (bls. 88-90), eru taldar þær skelja-
tegundir, er fundist hafa í hinum fornu sæmyndunum, er
lýst hefir verið hjer á undan.
Skeltegundunum er raðað á listanum eftir því, hve hátt
þær hafa fundist yfir sjávarmál. Peim er og skift f tvo hópa:
norðlægar (arktiskar) og suðlægar (borealar) tegundir. í
næsta dálk á eftir tegundanöfnunum, er þess getið hve hátt
yfir sjó hver tegund hafi fundist (m.). í eftri dálkunum
(I. —VI.) er sýnd útbreiðsla tegundanna eftir fundarstöðum.
Er fundarstöðunum skipað þar niður í hópa, eftir því sem
líklegt þykir um aldur skeljalaganna á hverjum stað (I. elst
VI. yngst), samkvæmt því, sem bent er á hjer að framan.
í svigunum er vísað til númera fundarstaðanna, á fundar-
staðalistanum hjer á undan (bls. 78); með sömu tölum eru
og fundarstaðir þessir merktir á kortinu, er fylgir ritgerð
þessari. Undir yfirskriftina á hverjum dálki er sett hæð skélja-
laganna yfir sjó (m.).
f*að kemur glögglega í Ijós á listanum, að skipun ýmsra
hinna suðlægu og norðlægu tegunda er mjög mismun-
andi. — Þær tegundir, er bera vott um mestan kulda (Sipho
togatus, Astarte Banksii, v. Warhami o. fl.), hittast aðeins á
útnesjunum í undirlögum marbakkanna (I. og II, dálkur).
Tegundir af suðlægum uppruna hittast fyrst í efri lögum
marbakkanna í Borgarfirði (III. dálkur) og hittast auk þess
í hinum yngstu skeljalögum út til nesjanna, er sum liggja
lágt yfir sjávarmál. Bessar suðlægu tegundir hittast efst um
25 m. hátt yfir sjó, en fjölga úr því, eftir því sem nær
dregur sjávarmáli (V. og VI. dálkur).