Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Blaðsíða 57
53
ar (t. d. ein skelin: L. 47,5; H. 34), og eftri endinn skástýfður
(var. uddevallensis). Aðeins í neðri lögunum.
Saxicava rugosa (Rataskel), 9 sk. brotnar (L. 30 — 40)
fremur þykkar. í neðra leirlaginu.
Neptunea despecta (Hafkóngur), 1 brot af allstóru eintaki.
I neðra leirlaginu.
Balanus sp., 3 eintök og nokkur brot.
Austanvert við túnið í Gröf eru bakkarnir enn hærri (30
m. y. s.) Þar er efst 1—2 þykt sandlag þakið grassverði;
undir því tekur við:
1. Sandblandin malarlög.
2. Sandblandinn leir.
3. Sandborin malarlög og í þeim steinar alt að lh m. í
þvermál.
4. Leir dálítið grýttur. í honum skeljaleifar (Pecten, Mya
og Saxicava).
5. Undirlagið jökulnúnar klappir.
Er jarðlagaröðin hjer hin sama og á fyrri staðnum, en
leirlögin eru hjer nokkru sandbornari og meira í þeim af
möl.
Það sem sjerstaklega er eftirtektarvert við lög þessi er:
að leirlögin deilast i tvent og eru aðgreind aj millilagi aj
möl, sandi og steinum. Liggur nærri að ætla, að sær hafi
lækkað milli þess að leirlögin mynduðust og að millilagið
sje myndað á grunnsævi.
Skeljarnar í neðra leirlaginu (4) virðast samsvarandi skelja-
leifunum í leirlögunum i Heynesbökkum og við Langasand,
einkennistegundirnar hinar sömu (Pecten, Saxicava og Mya).
Á öllum þessum stöðum bera skeljarnar vott um, að lögin
sjeu mynduð í köldum sæ (hin stóru og þykku eintök af
Saxicava, Mya og Pecten og auk þess Sipho togatus og
Astarte Banksii, var. Warhami). Efra leirlagið í bökkunum
hjá Gröf er líklega myndað í hlýrri sæ, því að gluggaskelin,
sem jeg fann í laginu, lifir eigi fyrir norðan þau svæði, er
Golfstraumurinn nær að verma einhvern tíma ársins.
Fyrir innan Galtavíkur lækkar ströndin með sjónum; ganga
þar hallandi klappir niður að Hvalfirði, en þunn lög af lá-
barinni möl og sandi ofan á og sumstaðar graslendi og