Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Blaðsíða 99
95
fundist. Lög þessi hafa aðeins fundist utan við láglendið í
nesjunum næst hafinu og samsvara að því leyti hinum kald-
ranaiegu skeljaleifum á útnesjunum milli Hvalfjarðar og
Borgarfjarðar, er jeg hefi lýst hjer á undan. Þegar lög þau
tóku að myndast í Saurbæ, er þessar íshafs-tegundir finnast
í, hafa skriðjöklar hulið láglendin og ekið jökulruðningi sam-
an í garða fyrir framan sig, utanvert við láglendið. — Er
jökulöldur þessar tóku að myndast, hefir sjávarborð legið
þar eins lágt eða iœgra en nú. — Eítir það gekk særinn
smám saman á land; mynduðust þá sjávarlögin með ofan-
nefndum íshafs-tegundum, fyrst á grunnsævi við jökuljaðar-
inn og síðar á nokkuð meira dýpi við sjávarhœð, alt að
40—45 m. hœrri en nú. Upp úr því hefir jökultoddan dáið
þar út, því eigi finnast leifar hennar í sjávarlögum á lág-
lendinu innanvert við jökulgarðana eða í dölunum.
Eftir það hækkaði sjávarborð enn meira, uns særinn náði
til efstu sjávarmarka, er þar finnast víða 80 m. fyrir ofan
núverandi sjávarmál. Pegar sjávarborð lá við efstu sjávar-
mörk, hafa skriðjöklar gengið þar víða ofan dalina niður að
sjó. Pá mun sjávarhiti og loftslag hafa verið nokkru hlýrra
en áður, meðan særinn stóð iægra; en í skeljalögum frá
þeim tíma, finnast þó einvörðungu skeltegundir, er getaþró-
ast i köldum höfunv, er það vottur þess að loftslag hafi þá
verið talsvert kaldranalegra en nú, þó eigi hafi það verið
eins kalt og í hinum norðlægari heimskautslöndum.
Pessi sjávarhækkun, við lok jökultímans, í Saurbæ, er al-
veg samsvarandi sjávarhækkun þeirri í Faxaflóa, sem rætt
hefir verið um hjer á undan og táknuð er á 8. mynd (1.)
í sjávarlögum, er myndast hafa meðan stóð á þessari
sjávarhækkun við Borgarfjörð og Hvalfjörð, tókst mjer hvergi
að finna skeljalög samsvarandi Portlandia-lögunum í Saurbæ.
Skeljalögin á útnesjunum milli Borgarfjarðar og Hvalfjarðar,
einkum skelja-leirlögin við Langasand á Akranesi (með Sipho
togatus etc.), ganga þeim einna næst, en þau bera eigi jafn
ákveðinn íshafs-svip og Portlandia-\ögm í Saurbæ; jökultodd-
ur (Portlandia arctica) tókst mjer heldur ekki að finna í
þeim. Svipar lögum þessum meira til þeirra skeljalaga, er