Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Blaðsíða 21
17
stöðum (Thoroddsen 1904 og 1892)1 og nefnir jökultoddu
(Portlandia arctica) meðal þeirra. Tókst mjer eigi að finna
þá tegund hjer; þykir mjer því ólíklegt, að hana sje hjer að
hitta. Líkur til, að Leda pernula hafi verið ákveðin sem
Portlandia.
Skipun skeljanna í leirnum gat jeg eigi sjeð til hlítar, því
að skeljarnar, er jeg safnaði, tók jeg flestar í lausum leir-
ruðningi, en hjá Kaðalstöðum voru skeljarnar ofan til í leir-
lögunum, þar sem þau voru sendin og malborin, og hljóta
því að vera frá þeim tíma, er sjórinn var að lækka.
í svonefndum Bugum vestanmegin Bverár, neðan til á
móts við Steina, eru brattir leirbakkar við ána; er bakkarönd-
in 25 — 30 m. y. s. Sjávarlögin í bakkanum ná 8 m. upp
frá ánni. Neðri hluti bakkanna er myndaður af lagskiftum
leir, en malar- óg sandlög hið efra. Nokkrar skeljar fann jeg
neðan til í leirlögunum, voru tegundirnar þessar:
Nucula tenuis (Gljáhnytla), 4 saml., 14 skeljar (L. 8,7).
Leda pernula (Trönuskel), 1 samloka (L. 13,5).
Yoldia limatula? (Kolkuskel), brot af tveimur skeljum, sem
líklega teljast til þessarar tegundar, en ekki Y. hyperhorea;
þó verður eigi skorið úr því með vissu.
Balanus sp. (Hrúðurkarl), 15 skelhlutar og brot. Hæð
skeljaleirsins yfir sjó er varla minni en 20 — 25 m. Lagskip-
unin upp eftir ber vott um minkandi dýpi, er lögin voru
að myndast, en leirinn með skeljunum mun vera myndað-
ur, er dýpið var einna mest, því að leirinn var smáger og
tegundirnar allar leir- eða leðjubotns tegundir, er lifa á tals-
verðu dýpi.
Hinum megin árinnar, skamt fyrir neóan bæinn á Stein-
um, eru einnig marbakkar 20 — 30 m. háir y. s. F*ar fann
jeg lítið eitt af skeljum:
Nucula tenuis (Gljáhnytla), 5 sk. (L. 13,4).
Leda pernula (Trönuskel), 2 sk. (L. 20,5).
Yoldia (limatula?) (Kolkuskel), 1 láshluti, ákvörðunin óviss.
Pecten islandicus (Hörpudiskur), 1 sk. (H. 100).
’) Hjeðan telur Thoroddsen þessar tegundir: Pecten islandicus, Mya
truncata, Yoldia arctica (Portlandia arctica) (I. c.).
2