Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Blaðsíða 40
36
1. (efst) Qrá sandlög hul-
in grassverði (ca. 2 m.)1.
2. Sandur og smáger
möl, lagið rauðbrúnt af járn-
lá (ca. 1 m ).
3. Sandur og möl, grá að
lit. Lagskifting greinileg (ca.
4 m.)
4. Lagskift möl og sandur,
rauðlitað aj járnlá (ca. 3 m.).
5. Lagskiftur leir, þunn
lög af smágervum sandi
aðgreina víða leirlögin. Lag-
skiftingin regluleg og lög-
in lárjett. Steinar heldur
smáir á stangli í laginu. Að-
eins örlitlar leifar af skelj-
um sá jeg í lagi þessu á
stöku stað, en gat eigi kom-
ist að til að athuga þær
(ca. 10 m.).
6. Lagskift leirlög; lögin
bogin og bugðótt og víða hallandi. Víða lóðrjettar eða hall-
andi sprungur í lögunum, sem haggað hafa lögunum, svo að
smálögin hafa gengið sumstaðar á misvíxl. Strjálingur af nún-
um steinum er í leirnum. Leirlög þessi eru orðin svo hörð og
þjett, að þau verða eigi losuð með skóflu, en láta þó allvel
undan meitli og haka. Talsvert af skeljum er á dreif í leirn-
um, einkum norðan til við bæinn á Melum. (ca. 10 m.).
Skeljum safnaði jeg í lögum þessum frá norðasta mel-
horninu suður undir Mela, voru þær allar á dreif í neðsta
laginu frá fjörunni upp að 8—10 m. hæð y. s.
Tegundirnar eru þessar:
Nucula tenuis (Gljáhnytla), 2 samlokur (L. 10).
Pecten islandicus (Hörpudiskur), 2 sk., 7 láshlutar og nokk-
ur brot (H. 88). Heldur algeng einkum ofarlega í laginu.
2. Mynd. Jarðlagaskipun í Mela-
bökkum hjá Melum. Sk., lög með
fornskeljum.
‘) Þykt la^anna er áaetluð,